6.12.2009 | 17:13
Nú fatta ég ekki alveg...
Eða jú... Bandaríkjamenn eru fínasti leikskólakennari í því tilviki... enn hvers vegna eru þá vinstri-menn svona ofboðslega á móti þeim í leiðinni? Það er fáránlegt að ætlast til þess að Forseti Írans(man ekki nafnið), Norður-Kórea(Kim Jong Il og co.) og Talíbanarnir í Afganistan megi vera afskiptalausir og á sama tíma að það verði friður í heiminum. Enn það þýðir þá heldur ekkert að kvarta þegar einhver hefur afskipti af þessum mönnum.
Auðvitað væri ágætt ef enginn þyrfti að eyða einu né neinu í vopn eða verjur, enn eins og mannkynssagan hefur sýnt okkur að um leið og fólk gerir það kemur einhver og eyðileggur fyrir þeim. Það er erfiðara í dag að afsaka árásir á önnur lönd enn það er alveg vel mögulegt. Þótt að samfélagið sé þróaðra í dag ertu samt sem áður með líkama og heila hellisbúa.
Nema UVG kanski, það er svo gott og frábært fólk sem er vinstri sinnað, allir aðrir eru vondu karlarnir muniði. Þar á meðal ég.
Fagna lokum Varnarmálstofnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2009 | 08:56
Fáránleg villa
Kanski það séu ekki mannréttindi fyrir þeim að mega klæðast því sem maður vill, enn það er það fyrir sumum, þar á meðal mér.
Annars er þetta glötuð fjárfesting hjá þeim, um leið og Norður-Kórea sprengir næstu kjarnorkusprengju verður allt í lok lok og læs og allt úr stáli. Við höfum séð að Kim Jong Il er ekki maður sem hægt væri að treysta til að reka bílaþvottastöð, þaðan af síður 50 milljóna ríki. Hann reynir jú að reka ríkið eins og bílaþvottastöð, þar sem hann hirðir allan hagnaðin og fjárfestir í allra ónauðsynlegustu hlutum meðan fólkið sveltur.
Það á ekki einu sinni að reyna að hafa viðskipti við svona fáráðlinga, heldur láta hann sitja þarna einan og finna fyrir alvöru hvað alger einangrun og þrjóska veldur. Þá kanski missir hann stuðning hersins og þá gætu íbúar landsins loksins fengið að lifa eins og fólk enn ekki eins og beljur á stórum einkabúgarði Kim Jong Il.
Sænskar gallabuxur frá N-Kóreu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2009 | 05:17
Rugl og vitleysa
Langt síðan ég hef skrifað færslu enn þessar skattahækkanir eru bara of heimskulegar til að hægt sé að láta við sitja. Eina sem Ríkisstjórnin græðir á þessum skattahækkunum er smá aukapeningur til skemmri tíma, enn mun tapa gríðarlega til lengri tíma litið.
Í Bandaríkjunum hafa menn verið að fikta með hátekjuskatt og allskonar skattkerfi, og spyrja sig svo af hverju allar verksmiðjurnar eru í Kína? Það er heil starfstétt í BNA sem er til bara til þess að hjálpa fólki að borga minni skatta, auðvitað fá þessir endurskoðarar ágætis pening enn þeir skila ákaflega litlu í hagkerfið. Slíkt gæti jú auðveldlega gerst á Íslandi, enda nóg til af viðskiptamenntuðu fólki sem hefur engin viðskipti til að vinna í, og miðað við þessa fjármagnssmjólkun verður ekki mikið af viðskiptum í framtíðinni.
Fjármagn er auðvitað eins og allir ættu að vita notað í ýmislegt, t.d. stofna fyrirtæki, enn ríkisstjórnin virðist ekki heyra á slíkt minnst og ákveður því að taka fjármagnið úr höndum einstaklinga svo hægt sé að borga Bretum það. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eiga eftir að drepa niður fasteignamarkaðinn sem og nýsköpun, og enginn mun nenna að safna pening fyrir einhverju stóru verkefni því um leið og búntið undir koddanum er orðið þykkari enn nokkrir sentimetrar kemur ríkisstjórnin og tekur það.
Við værum þá á góðri leið inní samfélag þar sem ekkert gerðist og ekkert byrjaði nema ríkisstjórnin ætti frumkvæði að því, engin ný fyrirtæki byggð nema ríkisstjórnin vildi og engin ný húsnæði heldur. Voðalega kannast ég eitthvað við slíkt samfélag. Nú sérstaklega þegar bankarnir þora engum að lána ætti jú persónulegt fjármagn að vera enn mikilvægara, bráðum verður ekki hægt að fjárfesta í einum pulsuvagni án þess að ríkisstjórnin skattpíni mann meðan maður er að safna, skattpínur launin sem fara í söfnun, skattpína peningana sem hafa farið í söfnun, skattpínir kaupin á pulsuvagninum, skattpínir kaupin á pulsubrauðum og pulsunum sjálfum, og skattpínir allan ágóða af pulsuvagninum. Frekar myndi ég vilja vera atvinnulaus þurfa að berjast minna fyrir peningum heldur enn ég væri að vinna. Um leið og ég færi að vinna hirti ríkisstjórnin allt af mér og gæfi þeim sem væru ekki að vinna, eða Bretum.
Ríkisstjórnin afgreiddi skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2009 | 17:14
Fasismi
Ég hef alltaf verið gríðarlega mótfallinn Paul Watson reglunni ,,tilgangurinn helgar meðalið'' þar sem maðurinn laug til að styrkja málstað sinn, og nú þegar þýska ríkisstjórnin bannar fólki að vera með nasískar stjórnmálaskoðarnir til að vernda ,,lýðræði'' þá er það svipað, þeir banna fólki sömu hlutina og þeir eru að reyna að verja fyrir sjálfa sig, þ.e. meirihlutan.
Það finnst mér algerlega óásættanlegt að það er hægt að banna slíkar hugmyndir, auðvitað er hægt að banna hatursáróður, eða ofbeldi, enn þangað til mennirnir hafa ekki brotið nein lög ættu þeir ekki að vera handteknir eða lög búin til bara til þess að handtaka þá.
,,Hún(hreyfingin) er nú með um 50 meðlimi en er sögð vera að stækka hratt.'' sýnir bara hversu lítið vandamál þetta er, og ætti þess vegna ekki að vera vinnunar virði nema aðilar í hreyfingunni fremji glæp (líklegast ofbeldisglæp) og ætti þá bara að handtaka þann sem frömdu glæpin. Að banna pólitískar hugsanir, sama hve fasistalegar þær eru, er auðvitað bara fasismi, og það ætti ekki að nota aðferðir þeirra til að koma í veg fyrir þá, það sýnir bara að aðferðir þeirra virka.
Ef grípa þarf til Fasisma til að berjast við fasisma, kennir fólki bara að fasisminn sé gagnlegur. Það að flokkurinn hafi birt efni sem er ,,móðgandi''(eins og fréttin sagði) fyrir innflytjendur af gyðinga eða múslíma uppruna tel ég varla glæp. Ef eitthvað er ættu múslímar og gyðingar að taka sig saman og birta móðgandi efni um þessa nýnasista, það ætti að vera mun auðveldara.
Seinast þegar ég vissi var ekki glæpur að móðga neinn.
Nýnasistar kveðnir í kútinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.11.2009 | 01:09
Úrval?
Þegar til kom að kjósa var ég þó ekki í neinum vafa, ég kaus XD, enda hægri maður, og búið var að hreinsa frekar mikið til í flokknum, og vonaðist ég eftir meiri hreinsunum. Útlit er fyrir að spár mínar rætist, ef flokkurinn heldur áfram að standa sig eins og hann hefur gert undarfarin misseri.
Hvað gullfiskaminni varðar sem fólk talar um þá getur hvaða maður séð að flestir þeirra þingmanna sem voru ábyrgir að hruninu eru ekki lengur í þingsflokki XD. Fólk sér enga ástæðu til að hætta að styðja hægri stefnuna eða einstaklingsframtakið vegna nokkra svartra sauða.
Annars má einnig nefna hve lítið úrval er að hægri flokkum. Það er XD, og svo Framsókn sem er rétt hægra megin við miðju, og telst því sem miðjuflokkur.
Í síðustu kosningum mynduðust 2 smáflokkar og voru þeir auðvitað báðir til vinstri. Svo hurfu frjálslyndir. Áður enn vinstri-menn missa sig og grípa til hrokans að kalla alla fávita og asna, þá væri nú ágætt að hugsa að stór hluti landans er ekki vinstri sinnaður og sér enga ástæðu til þess að kenna mörgum núverandi þingmönnum sjálfstæðisflokksins um hrunið frekar enn við hægri menn í dag kennum Steingrími J. um hreinsanir stalíns.
Auðvitað er það algengur frasi sem vinstri menn segja ,,fólk er fífl''. Ég get ekki stuðið flokka sem segjast vita betur enn ég hvað ég á að eyða peningunum mínum í, og get þess vegna ekki verið talsmaður né stuðningsmaður sterks velferðarkerfis sem Samfylking er svo annt um.
Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2009 | 05:35
Fasismi?
Hvað er það annað enn fasismi að banna þeim sem vilja kjósa BNP og banna þeim sem vilja vera í BNP að gera það?
Ekki eins og það sé eitthvað hættulegt að leyfa þennan flokk, hann er ekki og verður aldrei vinsæll.
Alger óþarfi að grípa til fasistabragða til að berjast gegn fasisma.
Mótmælendum lendir saman við lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2009 | 09:41
Gildir gamla heimsmetið ennþá?
Bósi Ljósár slær vistarmet í geimnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.9.2009 | 17:55
Af hverju ekki?
Eini gallinn við rafmangsbíla er að þeir eru ekki umhverfisvænari enn orkan sem landið framleiðir. Í kína brenna þeir enn kol, svo það myndi engu breyta ef þeir færu allir á rafmagnsbíla.
Verða rafbílar framleiddir hér? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2009 | 02:36
Þvílík forræðishyggja!!!
Aldur til að geta keypt tóbak verði hækkaður í 20 ár fyrir árslok 2010.
Aldur til að afgreiða tóbak verði hækkaður í 20 ár fyrir árslok 2010.
Þessu tvennu hef ég ekkert á móti, enn hefði þó frekar kosið að áfengiskaupaldurinn hefði verið lækkaður í stað að hækka tóbakið. Ekki nóg með að 18 ára menn mega ekki kaupa sér vín í eigið brúðkaup, nú mega þeir ekki heldur kaupa sér vindla.
Þingið telur óæskilegt að leikarar reyki í íslenskum bíómyndum og á leiksviðum.
Þetta finnst mér alger óþarfi, og jaðrar við þann fáránleika þegar átti að klippa reykingasenur úr Tomma og Jenna teiknimyndunum í Bretlandi, vegna þess að enginn reykingamaður sem ég þekki byrjaði að reykja útaf bíómyndum.
Stefnt verði að því að afnema reykingar á almannafæri
Ef skilgreiningin á ,,almannafæri'' sé útá götu þá gætu þeir alveg eins bannað reykingar, reykingamenn eru nú þegar reknir útá götu til að reykja. = ef ég væri í vinnunni, skryppi út þyrfti ég að ferðast 12 kílómetra leið til að reykja.
" Að hætta sölu tóbaks í matvöruverslunum og á bensínstöðvum fyrir árslok árið
2010.
Að hætta sölu tóbaks í söluturnum árið 2012.
Ef þetta þýðir að tóbak verði eingöngu selt í ÁTVR þá held ég að fólk verði að velja á milli reykingalaust umhverfi í skiptum fyrir aukið svifryk, enda eru ÁTVR búðirnar oftast langt frá fólki.
Hvað sem því lýður, sé ég ekki tilganginn. Sumir vilja reykja, þeir vita um áhættuna, og að þeir verði líklegast ekki eldri enn 60 og eitthvað ára. Sumum finnst það bara í lagi. Flestir okkar reykingamannana eru nógu tillitssamir til að reykja ekki í kringum þá sem ekki vilja það. Ég held að ef Ísland yrði fyrsta ,,Reyklausa land í heimi'' myndum við færast langt neðar á listanum yfir frjálsustu lönd í heimi. Meira að segja í Kína má fólk þó reykja.
Hvað sem því líður, þá er fólk ekki jafn heimskt og af er látið, og fólk getur í flestum tilvikum ákveðið hvað er best fyrir sig. Við þurfum ekki eitthvað fólk niður á þingi til að segja okkur hvað er best fyrir okkur, hunskisti heldur til að gera það sem þið voruð kosin til að gera, til að slá skjaldborg um heimilin.
Bætt við 19:58 Laugardaginn 12. september
Að vísu má þræta að tóbak kosti samfélagið, enn þar má nefna að reykingamenn borgi einnig skatt sem og auka skatt af sígarettupökkunum, enda hafa pakkarnir hækkað úr 500 kr í 850 krónur á 3-4 árum.
Ef það er ekki nóg fyrir fólk sem er á móti reykingum má bara hækka sjúkratryggingarnar hjá þeim sem reykja (það er víst löngu búið að því)
Það er eitt að fólki líkar illa við reykingar, enn annað að vera álitinn annars flokks samfélagsþegn.
Tóbak verði tekið úr almennri sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.9.2009 | 17:19
Hvurslags???
Tunglendingar samsæriskenningasmiður sannfærinr Neil Armstrong um að tunglferðin var plat.
Maður þarf að vera eitthvað fáránlegur í kollinum til að trúa slíkri fyrirsögn
Báðust afsökunar á fréttaklúðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)