Nasismi í dag.

Nú vil ég ekki lækka sjálfan mig á það plan virðist ríkja á athugasemdakerfum annarra fréttaveita, en svo virðist sem rifrildið standi sem hæst vegna trúar geðsjúklinganna tveggja sem þarna fóru hamförum. Og er planið lágt á báðum stöðum, t.d. vanvitaleg athugasemd um að nasistar hafi drepið í nafni kristninnar og þar eftir götunum.

Ég tel ekki að þessar skepnur, hafi drepið í nafni Íslams.

Ég tel að þeir hafi drepið í nafni Íslamsyfirhyggju(Islamist Supremacism).

Íslamyfirhyggja er samanborin við Íslam eins og nasismi er samanborinn við Þjóðverja.

Nasismi sagði í grófri mynd:
Við, Aríar, erum herrar jarðarinnar, og yfir allra aðra hafnir og höfum ávallt rétt fyrir okkur, aðrir eru óhreinir og má drepa ef þeir eru til trafala. Gyðingarnir eru verstir enda þjófóttir og óvelkomnir.

Íslamyfirhyggjan segir í grófri mynd:
Við, Múslimar, erum herrar jarðarinnar, og búum yfir hinum eina sanna sannleik, og megum því ráðskast með allt og alla eins og okkur hentar, aðrir eru óhreinir og hafa rangt fyrir sér. Gyðingarnir eru verstir enda þjófóttir og óvelkomnir.

Hægt er að nota yfirhyggju í fleiri tilvikum, til dæmis hvítyfirhyggju(White Supremacism) og myndi grófa myndin útleggjast alveg eins, nema orðið hvítir komið í stað Íslam.

Í sjálfu sér virðist eini munurinn sá að Nasistarnir voru í örlítið smekklegri fötum og með snyrtilegri skegg. Grunnhugmyndafræðin er sú sama, sem er yfirhyggja(Supremacism).

Annars vegar er mun erfiðara að berjast gegn Íslamyfirhyggjunni, heldur en nasismanum, enda var nasisminn útúrhrópaður sem rasismi og illska, og hafði eingöngu eitt land sem hægt var að berjast við á vígvellinum til að stoppa. Það tók nokkur ár en hafðist þó.

Hins vegar eru andstæðingar Íslamyfirhyggju úthrópaðir sem rasistar og illir í dag, og teygir þessi ýlda sig um allan heim virðist vera, að frátalinni Suður-Ameríku.

Ekki ætla ég að reyna að hugsa upp nein ráð til að berjast gegn yfirhyggju, það má eflaust borga einhverjum ,,sérfræðingum'' fyrir það, en þó ber að hafa í huga að mismunandi aðferðum þarf að beita gegn mismunandi yfirhyggjuhópum.

Kommúnistar eru einnig ágætis yfirhyggjuhópur, enda hafa þeir einkaleyfi á sannleika, rökum og kærleik, ef marka má þeirra eigin málsburð í rökræðum. Þeir sem eru á móti þeim eru annaðhvor vanvitar eða einfaldlega illir.

Nasismi er enn við lýði í dag, og hann nefni ég yfirhyggju.


mbl.is Kom að vettvangi árásarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Reyndar - þá er gyðingaandúðin og yfirmáttarhyggjan bara hluti af nazismanum. Ef þú tekur það frá þeim, þá situr eftir... ja, framsókn.

Ég er ekki að búa þetta til, þú getur stúderað þetta.

Nazistarnir skáru sig satt að segja ekki mikið úr, á sínum tíma. Allir voru svona, meira og minna, þeir voru bara aktívari.

Þeir voru populistar sem unnu að því að búa til valda-elítu sem átti öll framleiðzlutækin - einstaklingar virkuðu sem vel launaðir leppar fyrir ríkið. Sem er mjög vinsæl pólitísk stefna, reyndar.

Munurinn á kommúnisma og nazisma er að í kommunisma þá á ríkið framleiðzlutækin beint, án þess að þörf sé á leppum, og þeir eiga fólkið líka, sem hluta af framleiðzlutækjunum.

Nazistarnir báru þó smá virðingu fyrir fólki. Að því gefnu að það væri ekki gyðingar eða frá austur-evrópu.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.5.2013 kl. 18:12

2 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Ég var nú að ræða hugmyndirnar utan efnahagskenninganna, en nasismi var jú hálfgerður pútinismi efnahagslega, fyrirtækin fá að athafa sig og gengur ágætlega, svo lengi sem foringjanum líkar við þau og eigendurna.

Efnahagsstefna nasistanna og framsóknar má vera svipuð, en þrátt fyrir að ég sé enginn framsóknarmaður þá fyrir utan smá forræðishyggju í sumum þá eru margir framsóknarmenn bestu skinn.

Efnahagsstefna Íslamyfirhyggjumanna er í sjálfu sér engin sérstök, nema kanski þá helst svipuð Rauðu Kmerunum, allir skulu vera réttþenkjandi landbúnaðarfólk, fjarri öllum freistingum og lygum(menntun).

Arngrímur Stefánsson, 24.5.2013 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband