Ekki alveg laust við hræsni hér.

Tilvitnun: ,,Vörur frá Monsanto eru ekki aðeins skaðlegar umhverfinu heldur einnig fólki og geta valdið alvarlegum sjúkdómum. Það er skammarlegt að ríkisstjórnir heimsins og alþjóðasamfélagið hafi ekki gripið í taumana eða látið gera raunverulegar hlutlausar rannsóknir á erfðabreyttum fræjum og öðrum vörum Monsanto''.


Hún vill meina að vörurnar séu ekki sannaðar öruggar, en á sama tíma hendir fram fullyrðingum um að þær steindrepi menn án sannana.

Annars mæli ég með að fólk kynni sér örlítið verk Norman Borlaug, og hægt er að byrja á wikipedíunni eins og alltaf:
http://en.wikipedia.org/wiki/Norman_Borlaug

Hins vegar hef ég heyrt af því að bændur sem hafa notað vörur frá Monsanto og vilja hætta því, séu í miklum vandræðum að hreinsa allar erfðabreyttar plöntur af lóðinni, og geta því oft átt yfir sér kærur eða rukkanir frá Monsanto, og styð heilshugar endurskoðanir á höfundarréttarlögum varðandi erfðabreytt matvæli, enda getur hvaða maður sem er séð að erfðabreytt matvæli séu það sem koma skal, og því þarf einhvað skipulagt regluverk í kringum þetta. Hafa ber í huga að flestir lagasemjarar hafa ákaflega litla sérfræðiþekkingu af landbúnaði og erfðabreytingum, hvað þá nokkru öðru, svo eflaust tekur þetta ágætan tíma.

Dæmi eru um að erfðabreytt matvæli hafi komið verr út en gömlu góðu kynbæturnar, en allir sem hafa horft á sjónvarp í gegnum ADSL snúruna geta sagt að það er aldrei neitt fullkomið í fyrstu tilraun. Ef að vörur Monsanto eru svona hrikalega lélegar reikna ég með að bændur haldi sig einfaldlega frá vörunum þeirra.


mbl.is Ganga gegn Monsanto á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband