21.8.2009 | 01:28
Hvers vegna í fjandanum ætti ég að þurfa vera í belti?
Já... ég hef lagt beltið á hilluna, héðan í frá gegn ég einungis í axlaböndum. Þau fara mér vel og passa vel við þann sið minn að ganga eingöngu í skyrtum. Auðvitað hefur þetta í för með sér ein óþægindi, sem er sá að ég á aðeins eitt stykki axlabönd, og get ómögulega orðið mér úti um fleiri.
Eftir að hafa gengið í gegnum kringluna(eða smáralindina, er bæði skelfilega svipað fyrir mér) fann ég eina búð sem seldi axlabönd enn því miður var klemman á þeim öllum á lítin eins og drullan sem myndast þegar sýran lekur útúr rafgeymi. Kopar-grænt einhvervegin. Betra dauður enn rauður, enn betra rauður enn kopar-grænn.
Enn ég ákvað að koma örlítið inná það hve belti virðast ráða markaðnum. Hægt er að kaupa rándýr Diesel belti eða álíka, enn eina sem ég fer fram á er að kaupa axlabönd sem ekki eru kopar-græn eða eitthvað álika. Sumir reyma skóna meðan aðrir nota franskan rennilás, alveg eins og sumir nota axlabönd og aðrir belti. Það má hugsast að enginn noti axlabönd því þau eru ekki seld hérna á Íslandi. A.m.k. ekki ásættanleg stykki.
Það eina sem ég sakna við beltið er að var alltaf í Diesel belti með stóra sylgju sem auðvelt var þó að vippa sig úr og berja leiðinda menn með, sem aldrei kom fyrir að ég gerði. Hefði án efa verið sniðugt að sjá mig berja einhvern með belti og með buxurnar á hælunum.
Formaður alþjóðlega axlabandafélagsins í Brussel.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2009 | 16:50
Styð það
Auðvitað eru engar líkur á að fimmeninngarnir væru allir í sama bíl og allir edrú og þegjand, slíkt getur bara alls ekki hennt.
Væri þá ekki mál, fyrst lögin ætla að fullyrða að allur hópur ungmenna yngri enn 20 sem er stærri enn 2 manns séu fullir, að leyfa þeim að kaupa áfengi fyrst, áður enn ráðist er í lagagerðir sem gera ráð fyrir því að mennirnir séu drukknir til að byrja með?
Annars er ég sammála Heimdalli... ef löggan þyrfti að fara að telja alltaf farþegana í bílnum, svo stoppa og sjá að ökumaðurinn væri 20 eða eldri, og halda svo sama leik áfram. Það væri bara fáránlega tímafrekt og flókið í framkvæmd.
Ólíklegt að höft á unga ökumenn skili árangri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2009 | 12:44
Íslamistar...
Ja hérna, ég held að Sómalskir Íslamistar séu að líta á sjálfa sig sem alltof merkilega. ,,Njósnir og samsæri gegn Íslam'' það stendur enn í mér.
Hvernig dettur þessum mönnum í hug að frakkar nenni að njósna um jafn mikið skítaland og Sómalíu? Af hverju ættu Frakkar að þurfa að njósna um jafn mikið skítaland og Sómalíu? Af hverju ættu Frakkar sem eru nálægt því að vera með 40% þjóðarinnar múslíma að hefja samsæri gegn Íslam, og byrja það í Sómalíu.
Ég geri mér grein fyrir því að háttsettir Íslamistar eru líklegast jafn fróðir og meðal leikskólabarn, enn leiðinlegt er að hugsa útí að 2 manneskjur verða teknar af lífi vegna fávitaskaps og heimsku einhverra hálfvita sem vita ekkert útfyrir sína eigin landsteina.
Frakkar dæmdir út frá Sharia-lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2009 | 17:13
Eigi er undur...
Skíðlogar í Valhöll á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2009 | 17:19
Mafia eyja
Mafia Island er frekar brotin, og má því líkja við afskaplega þéttan eyjaklasa, og Mafia, er einmitt arabíska orðið yfir hópur. Af hverju við notum þetta orð yfir glæpahópa næ ég ekki, sennilega því einhverjir hafa talið að hópur af aröbum væru glæpamenn, og þeir hafi kaldhæðnislega kallað sig Mafíu.
Íbúar eyjanna kallast mafíar, eða á ensku, mafians. Ferðamanna iðnaður á eyjunni er þó í einhverju gangi, þó svo að það má segja að á ensku ,, there are 40.000 Mafians in Mafia Island.
Nú þegar líkum skolar á land á Mafía eyju verð ég að heimta hvort einhver þeirra hafi verið í sement-skóm.
Lík og brak rekur á land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2009 | 16:36
Merkilegur maður
Það er, það sem er að gerast í Vietnam, eða Japan (í seinni heimstyrjöldinni) er ekki jafn augljóst og margir vilja halda. Menn verða að fara gífurlega varlega í stríðum, ef þú tekur ákvörðun sem drepur 50 hermenn hjá þér, verða mótmæli og leiðindi. Ef þú tekur andstæða ákvörðun, sem bjargar þessum 50 hermönnum enn þá deyja 500 saklausir borgarar í viðbót, verða mótmæli og leiðindi.
http://video.google.com/videoplay?docid=-8653788864462752804.
Myndin er að mestu leyti bara viðtöl, enn mjög áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, og ævi þessa merka manns.
McNamara allur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2009 | 19:21
Skella því á Gufuskála
Það er stutt í næsta bæ, ekki nema 2 kílómetrar, svo ef fangi sleppur þarf ekki að leita að honum lengi. Í hina áttina er hins vegar ekki neitt og ef fanginn flýr þangað þarf ekki að leita að honum, vara þarf fólk hins vegar við að taka upp puttaferðalanga. Hann dettur svo bara vonandi í einhverja gjótuna, eða reynir að synda til grænlands, og er þá orðinn þeirra vandamál.
Það er þegar búið að gyrða hluta svæðisins af, og ekki þarf að byggja nýjar byggingar, svo þetta verður ekki of dýrt.
Hins vegar þarf að sparka 2-3 fjölskyldum sem búa þarna burt, og flytja þau bara út á Hellisand.
Með aukinni atvinnu í Snæfellsbæ verður vonandi hægt að opna bar, sem ekki fer á hausinn þó ekki sé nema í 5 ár. Alveg fáránlegt að geta ekki sest niður og fengið sér bjór án þess að hafa hlaupið útí Ólafsvík á föstudagin.
Kostir við fangelsi á gufuskálum:
Fangar ættu erfitt með að leynast í nærliggjandi bæjarfélögum: Þar sem allir þekkja alla, og vita allt um alla. Ef skyndilega kæmi upp einhver ókunnugur sem enginn þekkir að gramsa í bænum okkar væri hægt að ýta á þartilgerðan takka sem væri staðsettur í miðju bæjarins. Ef við sjáum einhvern skuggalegan mann hangsa í kringum takkan neyðumst við til að hringja.
Eyðibýli úti á nesinu eru fá og aðgengileg: Skyldi fangi sleppa þarf að skoða reglulega eyðibílin, án bíls(annars flýr fanginn útí móa þegar bíllinn nálgast) skyldi fanginn ekki leita skjóls þar er hann líklega dauður.
Flestir fangar reyna ekki alltaf að sleppa: Það er nú ekki meira enn það.
Kvíabryggja er ekki of langt frá: Þegar sagt er við fanganna á kvíabryggju að ef þeir hagi sér ekki verði þeir komnir útá Gufuskála fyrir hádegi, þá er það rétt.
Girðing er þegar á milli Hellisands og Gufuskála: Já, það er þegar búið að girða þetta af, ef fanginn nennir ekki að fara yfir rolluhliðið, sleppur bærinn alveg. Við gætum hins vegar gert rolluhliðið ótrúlega sleypt og þá gæti strokufangi dottið ofan í það. Það ætti að tefja hann um 10 sekúndur. Barnið mun þakka þér fyrir þessar 10 sekúndur sem það var útí að leika sér enn ekki í höndum kynferðisafbrotamanns.
Ókostir
Hellar á svæðinu: Hellar eru á svæðinu í dagsgöngulengd eða svo, og líka gjótur. Skyldu fangarnir taka uppá að leynast í þeim yrði vandamál að finna þá. Lausn gæti hins vegar verið að setja samlokur á vegina, og sjá hvar samlokurnar vantar næsta dag, og leita í kringum þær, eða bara að vakta samlokurnar.
Börn í nágrenni: Aðeins 2 kílómetrar myndu aðskilja börnin og fangelsið, og eins oft og börnum hefur verið sagt að tala ekki við ókunnuga, eru börn eftir allt saman börn. Börn=heimsk og aum og eru því samt sem áður í hættu, þau ráða ekki við fanganna, og eru alltént vitlausari. Góð lausn væri að neyta að leyfa barninu að fara út, lokaðu það inní herbergi, og gráttu í gegnum hurðina að þú gerir það til að vernda barnið. Barnið ærist að lokum og þá máttu opna hurðina, og fleygja inn sérþarfalegri pítsusneið með engu nema osti og lítið af sósu.
Engin hættuleg dýr á svæðinu: Eina sem væri betra enn fangelsi á gufuskálum, væri fangelsi umkringt sýki með krókudílum. Skyldi fangi sleppa, væri hann eingöngu uppá veðrið komið, og það er ekki alltaf nógu slæmt. Ef stór villt dýr væri að finna á svæðinu gætu þau nefnilega losað okkur við ómakið. Engin skyndilausn er á þessum vanda, við vonum bara að einhverjum vísindamanni takist að gera minkina og refina á stærð við birni og þá er þetta komið.
Skora á stjórnvöld að byggja nýtt fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2009 | 18:53
Heheh
Það er ekki öll vitleysan eins, enn eftir því sem ég heft best að komist eru mennirnir á 4chan ekki skipulagður hópur, eftir því sem ég best veit eru engar almennar reglur og menn mega henda inn myndum af öllu sem þeim dettur í hug.
Þó verð ég að viðurkenna að þetta var nokkuð snjallt að setja myndböndin þannig að þau kæmu upp ef leitar yrði að Hannah Montana og Jonas Brothers, enn mér skillst að þetta séu svona uppáhaldsstjörnur smástelpna í dag, sem árásin hefur beinst gegn, algjör óþarfi að smástrákar sjái klámfengið efni, þeir fundu það fyrir löngu uppí skápnum hjá mömmu og pabba.
Sama gildir um ykkar börn.
Klámmyndir settar á YouTube | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 01:00
Þetta er bull
Bretland tapaði pening af því að Íhaldsflokkurinn var leyfður, ef félagshyggjustjórn verkamannaflokksins hefði haft 100% atkvæða væri alls ómögulegt að Bretland hefði tapað peningum.
Bretland gat bara tapað peningum útaf því að þeir vilja ekki nota evruna, ef þeir hefðu notað hana væru þeir í toppstandi, eins og Spánn, Portugal, Grikkland og önnur fjárhagsleg stórvirki.
Og sem ungur sjálfstæðismaður get ég sagt að þetta kom engum á óvart, enda alþjóðleg fjármálakrísa. Ég get ekki skilið hvers konar rök þetta eiga að vera fyrir að fara í ESB. Nokkur rök sem ég hef heyrt.
Samnemandi í framhaldsskóla,,Ég heyrði að ef við förum í ESB kemur hingað heil flugvel með peningum'' Sagði ekki hvar hann hafi heyrt það, sennilega hjá einhverjum hálfvita. Auðvitað koma evrur inní landið okkar, enn við eignumst þær ekki ofan á núverandi auðævi okkar, við skiptum á núverandi krónu auði okkar fyrir evrur. Lokandi þar með á gengishrun sem gæti látið okkur borga meira af körfulánunum okkar, enn lokum einnig á gengisstyrkingu sem myndi lækka körfu afborganirnar.
Maður sem ég ætla ekki að nefna (yfir 40 ára aldri) ,, Það er ekki hægt að reka svona lítið samfélag alein eins og Ísland'' Sem stangast á við allt sem Sagan hefur kennt okkur. Stóru löndin endast að meðaltali styttra enn litlu löndin. Berum sem saman dæmin um Sovíetríkin, stærsta samband í heimi, og San Marínó, elsta lýðsveldi í heimi sem sést ekki nema með mjög stóru korti af Ítalíu.
Sovíetríkin-80 ár.
San Maríno-700 ár og telur.
Auðvitað vilja fáir meina að lýkja megi Sovíetríkjunum við ESB. Bæði voru stór sambönd, sem voru gerð úr mörgum ríkjum (svipað bandaríkjunum) sem voru með nokkuð mikla heimastjórn, og sameiginlegan gjaldmiðil og höfuðstöðvar.
Í Moskvu svæðinu var Kreml, og í Belgíu er Brussel. Eins og gengur og gerist, þá bjuggu margar þjóðir í sovíetríkjunum, enn meiri hluti athygli ráðherra beindist að utanríkismálum og aðalsvæðinu þ.e.a.s. Moskvu.
Raunin varð sú að Moskvu búar bjuggu að meðaltali yfir mun betri kjörum enn landsbyggðar fólk. Sem varð til þess að landsbyggðarfólk fór að fyrirlíta Moskvubúa fyrir öll góðu kjörin þeirra, meðan Moskvu búar fyrirlitu lansbyggðar fólk því þau fluttu í Moskvu að nota góðu kjörin þeirra og sjúkrahúsin og almenningsþjónustuna.
Sem er svipað og gerist í EU, það er að Seðlabanki ESB reynir að hafa stýrivextina á því stigi sem hentar stóru miðlöndunum (Frakklandi, Þýskalandi) á meðan lönd eins og Írland hafa skaða af.
Enn aftur að unga jafnaðarmanninum.
Kreppan núna er útaf vanhæfri ríkisstjórn sjálfstæðisflokksins(og Framsóknar segja þeir sem meira vit hafa(flestir hafa bara vit á því að segja sjáflstæðisflokkurinn, halda að framsókn sé eitthvað nýtt fyrirbæri)) Nei, kreppan er útaf alþjóðlegum lausafjársskorti, sem orsakaðist af því að menn ofmátu heimsku náungans, þökum FL-Group sem dæmi.
Keyptu verðlaust flugfélag, til að reyna að selja það aftur, enn fyrst hækka það í verði, þá lánaði FL-Group einum stjórnanda fyrirtækisins peninga, og hann keypti Sterling Airlines, og keypti það á mun hærra verði, hækkandi fyrirtækið í verði. Svo keypti FL-Group Sterling aftur, og léku sama leikin. Þannig á hlutabréfamörkuðum hækkaði verðið gífurlega á fyrirtækinu, trixið var svo bara að selja það fyrir alvöru áður enn það fór á hausinn.
Enn... þegar svona var gert við of mörg fyrirtæki var bara ekki til nægt lausafé til að kaupa fyrirtækin, flest allt féð var bundið fyrirtækjunum. Svo voru þessi fyrirtæki að fara á hausinn enn eigendurnir vildu ekki selja þau á neinu minna enn gerviverðinu sem þeir bjuggu til á fyrirtækin.
Fyrirtækin fóru á hausinn og tvennt var í stöðunni. Laissez faire aðferðin, sem hefði verið að láta fyrirtækin fara einfaldlega á hausin, sem hefði þýtt mun lakari kjör og þjónusta fyrir almenning. Eða stjórnvalda inngrips aðferðin sem snérist útá það að ríkið keypti fyrirtækin, of flutti skuldir fyrirtækisins yfir á ríkið. þ.e.a.s. fólkið. Fólkið var ekki ánægt, enn a.m.k. gat það enn farið í bankan og fengið peningana sína, frekar enn það væri enginn banki(nema kanski Sparisjóðurinn)
Ungur jafnaðarmaður segir: Það er sjálfstæðisflokknum að kenna að ég get ekki borgað af nýja bílnum mínum! Já, og það er líka þá sjálfstæðisflokknum að þakka að þú getir reynt að borga af honum, nema bankinn hefði farið á hausinn og þú gætir ekki einu sinni reynt það. Enn það er þér að kenna að þú tókst körfulán, þrátt fyrir að margir hagfræðingar hafi sagt að Íslenski efnahagurinn stæði á brauðfótum, og þú ákvaðst að segja að þessir dönsku hagfræðingar væru bara öfundsjúkir.
Auðvitað má segja að bankinn hafi nánast gengið á milli húsa með þessi körfulána tilboð eins og bóksali, enn hey, bankinn er fyrirtæki, þú getur ekki bannað þeim að auglýsa. Þér var nær að hlusta á auglýsingarnar. Þú getur sem dæmi ekki kennt ríkisstjórninni um að grípa ekki inní og segja þér að ryksugurnar séu lélegar bara því að auglýsingarnar voru góðar.
Nútíma samfélag hjálpaði líka til, því í nútíma samfélagi þarftu ekki að vita allt. Þú finnur sérfræðinga, ef þú ert veikur, færðu sérfræðingsálit. Ef bílinn bilar, færðu sérfræðing og ef þér vantar lán, færðu sérfræðing. Enn alveg eins og annars staðar, eru sérfræðingarnir á launum hjá fyrirtækjunum sem hagnast á vandamálunum(eða lausnunum) svo þeir ýkja þau oft.
Alveg eins og Amerískur læknir framkvæmdi algjörlega óþarfar aðgerðir bara til að fá meiri peninga, bifvélavirki segir að rúðuþurkunar þínar séu ónýtar og þurfi að skipta, sem hann segist gera á tilboði(þótt þú getir fundið lægra verð tilboðslaust annarstaðar) og fjármálafræðingur sem vinnur hjá bankanum segir að körfulán sé best fyrir þig.
Cameron: Hrun í breskum stjórnmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2009 | 11:29
Fúll á móti
Á meðan voru kjördæmi á borð við Reykjavík norður og suður og suðvestur kjördæmi sem kom Íslandi á hausinn.
Ef að svona þróun heldur áfram er ég ansi hræddur um að þingmönnum hætti til að gleyma norð-vestur kjördæmi, sem myndi skila sér í meiri aðflutning í bæin og fækka þannig gjaldeyrisskapandi störfum og auka við gagnminni störf, eins og í þjónustugeiranum.
Auðvitað viljum við halda í fiskiþorpin okkar.
Ég vill einnig lýsa andúð minni á artý-fart reykvíkingum, sem (að minsta kosti sem ég hef kynnst) hafa aldrei blotnað í lappirnar af almennilegri vinnu, og er harðasta atvinna sem margir þeirra hafa haft unglingavinnan. Slíku fólki hættir til að misskilja mikilvægi landbúnaðar og fiskiðnaðar, og þungaiðnað, og verður eins og ég vill kalla grænt. Vinstri-Grænt.
Ég geri mér fullvel grein fyrir því að allir sem ekki eru úr Norð-Vestur kjördæmi munu vera ósammála mér, enn ég er ekki hérna til að passa ykkar réttindi, ég vill auðvitað standa vörð um mín fyrst.
Þegar um var talað að byggja olíuhreinsistöð í Norð-vesturkjördæmi var hætt við þegar móðursjúkir grænir reykvíkingar bönnuðu okkur landsbyggðarmönnum það. Þrátt fyrir að allir hafi gert sér grein fyrir því að olíuhreinsistöðin yrði reist, við hefðum bara getað grætt okkar skerf.
Ég tel að fólk sem starfi í gjaldeyrisskapandi störfum ætti jú að hafa sitt að segja í Íslenski pólitík, ekki gjaldeyriseyðandi bankamönnum.
Misvægi minnkað næst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)