30.11.2010 | 13:01
9.000.000.000 eða 9.000.000.000.000
Stíflum allt dagurinn á Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2010 | 10:35
Til Pyongang, til Pyongang.
Ég leyfi mér nú að vitna í hin góða dáta, Jósef Svejk, þegar hann lét hin sömu orð falla um Belgrad. Þótt að stríð hans hafi verið mun verra og hræðilegra, er ég sífellt að nálgast þá skoðun að grípa þarf í taumana í Norður-Kóreu, áður en nýji arftakinn nær að setjast á öruggt sæti og áður en Norðanmenn koma sér upp nægum kjarnorkuvopnum til að sprengja alla Suður-Kóreu og Japan með.
Norður-Kóreaska ríkisstjórnin er eins og æxli, og eins erfitt það er að viðurkenna og byrja sársaukafulla meðferð, þá vex það bara og verður hættulegra ef maður kýs að hundsa það. Sunnanmenn hafa nú þegar sýnt frammá ómannlega þolinmæði, eftir að Norðanmenn hafa sökkt freigátu, handtekið sjómenn og nú síðast skotið á óbreytta borgara, og féllu þá tveir hermenn og tveir óbreyttir borgarar.
Nú eru góðar líkur á því, að ef innrás yrði gerð, áður en nýr arftaki nær að koma upp leiðtogadýrkun líkt og faðir hans hefur náð að gera, væri hægt að stytta stríðið gífurlega. Það væri vegna þess að hermennirnir yrðu ekki eins gjarnir til að deyja fyrir foringjan, og væri þess vegna líklegri til að gefast upp. Það gekk vel í innrásinni í Írak, þegar hermenn Saddams höfðu engan áhuga á að láta skjóta sig fyrir stolt leiðtogans, og gáfust upp í þúsundatali.
Tíminn gæti hins vegar verið naumur, því eins og í ljós kom af leiðangri skoðunarmanna, þá er kjarnorkutækni Norður-Kóreu manna langtum framan en menn höfðu haldið mögulegt. Eina mögulega hættan við það að hefja innrás núna gæti verið að Norður-Kóreumenn eigi örfáar kjarnorkusprengjur nú þegar, og kanski taka Kínverjar upp hanskan fyrir þá.
Það tel ég ólíklegt, Kínverjar eru nefnilega að reyna að hasla sér völl sem virðingarvert ríki sem vill láta taka mark á sér í pólitík. Stuðningur þeirra við Norður-Kóreu fer því dvínandi. Hins vegar líta Kínverjar á Kóreuskagan sem sitt áhrifasvæði, og gætu þeir álitið að sameinuð Kórea hliðholl Bandaríkjamönnum væri ógn við heimsvaldaáætlanir sínar, og því gripið inní.
A.m.k. á ekki að hlaupa að því að hengja Kim Jong Il úr Juche turninum án samráðs við Kínverja. Gefi þeir grænt ljós skal næsti fundur ákvarða hvort hann verði hengdur úr Juche turninum eða Ryugyong hótelinu, því arfleið Kims er skítleg, enda hefur hann eingöngu gert landið verra, og aldrei barðist hann gegn Japönsku setuliði.
Sagan mun minnast hans sem versta skítseyðis, sem heimurinn hló af meðan fólk hans dó úr sulti. Kanski er hann að reyna að áorka eitthverju eftirtektarverðu áður en hann loks geispar golunni, máské að hann reikni með því að hafa gert Norður-Kóreu að kjarnorkuveldi verði minnst með aðdáun. En fljótlega mun þessi ellihrumi aumingi deyja, og vona ég að helvítisvist hans verði a.m.k. jafnslæm og helvítisvist þeirra sem búa undir stjórn hans. Það verður dansað á gröf hans í sameinaðri Kóreu, hvenær sem hún kemur til og hvernig sem hún kemur til er ég í engum vafa, að hún mun fylgja fordæmi sunnanmanna.
Mikil reiði meðal S-Kóreumanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2010 | 00:23
Peningasóun og vitleysa
Sameinuðu Þjóðirnar hafa einu sinni skorist inní átök af gagni, og það var í Kóreustríðinu og tókst það eingöngu vegna þess að Sovétríkin sniðgengu fundin og gátu því ekki beitt neitunarvaldi. Á meðan heimspólitíkin er eins og nú, mun alltaf eitthver beita neitunarvaldi þegar taka á til refsiaðgerða. Mér finnst það argasta skömm, að Íslendingar skuli þráast við, og reyndu jafnvel að troða sér í sæti í öryggisráðinu, þegar mun meiri sómi væri að finna sér koll í mannanafnanefnd.
Þann vafasami heiður að vera án efa heimskulegasta undirstofnun sameinuðu þjóðanna, fer tvímælalaust til mannréttindanefndar stofnunarinnar. Það að löndum eins og Kína, Lýbíu, Sádi-Arabíu og Kúba skuli fá að sitja við borð nefndarinnar er út í hött. Nema takmarkið sé að fá það ógilt sem mannréttindi að menn megi tala hug sinn, og máske fá einnig framgegnt að kosningaréttur sé ekkert endilega mannréttindi, og Tyrkland sem ég gleymdi alveg að nefna. Kanski það séu ekkert endilega mannréttindi að fá að vera kúrdi í friði, kanski er það brot á mannréttindum að gefa barninu sínu kúrdískt nafn í Tyrklandi, því jú það eyðileggur alveg skelfilega fyrir barninu.
Þessa vitleysu eru virðulegar þjóðir jarðarinnar virkilega að henda peningum í? Hvar voru sameinuðu Þjóðirnar þegar Idi Amin drap fólk og jafnvel át ef marka má allar sögusagnir. Hvar voru sameinuðu Þjóðirnar þegar Saddam Hussein drap kúrdana með efnavopnum, hvar voru S.Þ. Þegar bandaríkjamenn skiptu sér ólöglega af innanríkismálum í Vietnam og drápu þúsundir borgara. Hvar voru S.Þ. þegar þjóðarmorðin í Rúanda fyrir ekki meira en 14 árum voru framin. Hvar voru þær núna, ja, hvergi en þeim þykir þetta óttalega leiðinlegt.
Fínt að fá það í nýju stjórnarskrána, Ísland skal ekki vera meðlimur í heimskulegum alþjóðastofnunum, til að mynda Sameinuðu Þjóðirnar.
Væri mun hentugra ef heimshlutarnir mynduðu stofnanir, ansi erfitt að fá samþykki frá öllum heimsins trúarbrögðum og menningum. Greiðlega gengu málin í Serbíu, og er það stór og eflaust eini flekklausi(þótt skítugur sé) bletturinn á byggingu Sameinuðu Þjóðana, en ég spyr hvort samtök á borð við Nato eða Evrópusambandið hefðu ekki getað sinnt þessu máli betur.
Maður sér nú í Afríku sinnir Afríkusambandið stórum hluta friðargæslustarfa. Þeir hafa jú verið plagaðir af peningaskorti en a.m.k. reyna þeir. Við ættum kanski að henda peningum í þá frekar en Sameinuðu Þjóðirnar.
SÞ harma blóðbað í V-Sahara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2010 | 23:01
Þetta er ekkert miðað við Íslensk ungmenni
Sjálfum finnst mér Íslendingar kurteisir í garð túrista, því að á Íslandi eru ábyggilega heimsins minnstu líkur á að eitthver skransali elti mann á röndum með skatrgripi úr blikki. Hata það lið.
Grunlaus hjón hædd og niðurlægð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2010 | 15:29
En í dag styð ég innrásina
Farnir eru þeir dagar þegar her Saddams ógnaði og skelfdi alla nágrannana á þessu svæði, nú eru það Íranir sem eru stórveldi svæðisins. Það yrði tiltölulega lítið mál fyrir Írani að auka við áhrifasvæði sitt á kostnað sjálfstæðis Íraka, eina sem þeir þurfa að gera er að styðja öfgamenn úr röðum shia, minnihlutahóps sem að halda uppi hryðjuverkarárásum. Nokkrar vel heppnaðar á olíulindirnar og ríkisstjórn Íraks yrði knúin til að láta undan kröfum Íran-vinveittra hryðjuverkamanna, virkaði vel í Líbanon. Líbanon var jú kallað París miðausturlanda þar til Hezbolla komu á svæðið.
En aftur að Saddam, þá þarf nú ekkert að að fara að þilja upp voðaverk og pyntingar hans. Hvernig hann hélt völdum með morðum og pyntingum, hvernig hann myrti þúsundi borgara með efnavopnaárásum í Íran-Írak stríðinu. Auðvitað eiga svona menn ekkert að komast upp með þetta.
Menn eru enn að bölva sjálfum sér fyrir að leyfa Idi Amin að sleppa og eyða rólegu ævikvöldi í lúxus í Sádi-Arabíu. Þótt efnavopnunum hafi verið eytt í Írak(enda góð ástæða til, ekki vildi hann að Bandaríkjamenn hefðu rétt fyrir sér) breytir það því ekki að Saddam var versti harðstjóri og mesti andskoti Írösku þjóðarinnar. Þegar Írakar geta varið sjálfa sig verður farið úr Írak, það þýðir ekkert að fara núna, þá er ástandið bara orðið verra.
Hér eru nokkur myndbönd úr Írak Saddams, og ég get ekki tekið nógu skýrt fram að þetta er alls ekki fyrir viðkvæma.
http://www.truthtube.tv/play.php?vid=494
Ég ítreka, alls ekki fyrir viðkvæma né börn. Firri mig allri ábyrgð ef þú sjálfur ýtir á linkin.
Lögðu áherslu á að Ísland styddi hernað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2010 | 11:22
Já hérna
Þetta er eins og atriði úr gömlum grínþætti. Því miður ekkert fyndið þegar þetta gerist í alvöru.
Drukkinn lögreglumaður ók á þrjá stúlkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2010 | 11:15
Ekki gleyma þessari
Mæli þó ekki með því.
Norður Kórea opnar vefsíðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2010 | 23:17
Frábært framtak.
Borða sælgæti til góðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2010 | 16:31
er þetta ekki bannað?
Sjaldan sér maður sama mannin mótmæla Farc og mótmælir Nató í Afganistan. Ég vill vita hvaða stríðum forsprakkar þessa gjörnings eru nú helst á móti.
Börn boða frið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2010 | 15:00
Eða þá að úrræðin eru ekki nógu góð.
Úrræði mögulega ekki kynnt nægjanlega vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)