31.1.2011 | 06:12
Erfitt mál.
Það er spurning hvort hægt sé að treysta þessum mönnum með slíku valdi. En sem dæmi... hefði internetið verið til á tímum seinni heimstyrjaldar hefði eflaust verið slökkt á því, svo stórar og hættulegar hernaðaraðgerðir sem gerðust þá, og líka einfaldlega upplýsingarnar um hvert skipin væru að fara voru stórhættulegar(enda Þýskir kafbátar tilbúnir að sökkva þeim flutningaskipum sem þeir náðu í) en skyldi jafnstórt stríð brjótast út aftur, sem er ólíklegt en ekki ómögulegt, reikna ég með að slökkt yrði eða takmarkað á internetinu, lög eða ekki lög.
Forsetinn geti slökkt á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2011 | 08:52
Skyldi einræði víkja fyrir trúræði?
Það fara um mann blendnar tilfinningar þegar maður heyrir af mótmælum í Egyptalandi. Líkt og flestir vita köstuðu Túnisbúar nýlega af sér hlekkjum einræðis fyrir stuttu, og virðist allt á góðri leið þar. Hins vegar er ágætismunur á Túnis og Egyptalandi sem veldur mér áhyggjum.
Túnis hafði nefnilega stóra og sterka millistétt og menntað fólk, meðan flestir Egyptar eru undir fátæktarmörkum og margir ólæsir. Það er áhyggjuefni að Egyptaland gæti farið sömu leið og gerðist við Persíu, núverandi Íran þegar keisaranum var steypt af stóli. Við tók auðvitað hinn frægi Ayatollah.
Það þarf ekki að útlista leiðindin og ófremdarástandið sem gæti skapast ef öfgaímanar taki þar völdin. Eflaust mun sú atburðarás fara á þennan hátt.
Fyrst drepa þeir koptana, eða gera þá að annarsflokksþegnum. Svo byrja þeir vopnaflutning til Hamas á Gaza ströndinni, enda með landamæri við Gaza. Þá fer að bera meira á Hamas mönnum sem gæti endað í annari innrás Ísraela á Gaza, en þá gæti svo farið, að ef öfgamenn hrifsa til sín völdin í Egyptalandi, að stríð brjótist út.
Því nennir enginn, en ekki er öll von úti, því óstöðug ríki er auðvelt að hafa áhrif á. Vesturlönd verða bara að standa sig betur til að byggja upp lýðræði að vestrænum sið, og verða að vera fljótari að því en nágrannalönd Egypta, Líbýa og Sádi-Arabía.
Mótmæli aukast í Egyptalandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2011 | 16:54
Ágætt
Peningar í vaskin, heimska og hálfvitaháttur frá upphafi, og verður bara heimskulegra eftir því lengra sem líður á þessa bölvuðu vitleysu. Nú er spurning hvort þingheimur eyði peningum í aðra svona vitleysu, og þá munu sennilega minna en 30% nenna að hafa fyrir þessu, eða hætta bara við þessa vitleysu og taka frekar við nokkrum ,,ráðgefandi'' undirskrifarlistum í stað þess að eyða peningum í ,,ráðgefandi'' nefnd.
Spurning hvers vegna þjóðin kemur ekki fram nokkrum ráðgefandi undirskrifarlistum ef þörfin fyrir breytingar er jafnmikil og sumir vilja láta.
Jóhanna flytur skýrslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2011 | 16:51
Vesenið með Pakistan
Eins og flestum er kunnugt um, eru fjárútlát Bandaríkjamanna til Pakistana mikil, og gremst mörgum að hluti þessarar fjárs er notaður til að styrkja Talíbanana og aðra hryðjuverkamenn sem Pakistanar eiga að vera að berjast gegn. Ástæðan fyrir slíku ástandi er einfaldlega sú að ófremdarástand ríkir í Pakistan, og verður að grípa til aðgerða sem allra fyrst. Margir starfsmenn leyniþjónustunnar ISI leika tvem skjölum, sama gildir um marga stjórnmálamenn. Það gæti þó verið gert í þeim tilgangi að friða Pakistani, og Bandaríkjamenn eru tilbúnir að líta blindu auga á þetta háttalag, því betra er að berjast við Talíbanana í Afganistan heldur en í Pakistan. Hins vegar virðast þær áætlanir vera að fara út um þúfur, og talíbanar sækja sig sífellt í veðrið í Pakistan.
Hvers vegna skiptir það svo miklu máli að halda uppi lög og reglu í Pakistan? Ástæðan er þvíþætt, fyrst og fremst er það auðvitað til að koma í veg fyrir óþarfa mannfall saklausra borgara en það má heldur ekki gleyma því, alls ekki, að skyldi borgarastyrjöld brjótast út í Pakistan eru kjarnavopn Pakistana í bráðri hættu á að lenda í lúkum ofsatrúarmanna. Slíkt má ekki gerast. Hve slæmt er ástandið í Pakistan í raun? Bandaríkjamenn þurfa ekki að borga Pakistönsku ríkisstjórninni til að láta birgðalestir sínar vera í Pakistan, heldur þurfa þeir að borga talíbönunum sjálfum oft á tíðum.
Fyrrverandi forsetinn Bhenazir Butto var drepinn fyrir nokkrum misserum, og nú hefur ríkisstjóri verið drepinn. Ríkisstjórnin var nánast algerlega í lamasessi þegar flóðin skullu á og þurftu öfgahópar stundum að bjarga fólkinu. Einnig er það trú flestra að innan landamæra Pakistans sé að finna Osama Bin Laden, en Pakistani skorti bæði getu og vilja til að handsama. Að sigra talíbananna í Afganistan er ómögulegt án stuðings Pakistana, en því miður virðist ríkið vera að liðast í sundur og rifna að innan frá. Utanaðkomandi áhrif hafa lítið að segja, og hernaðaríhlutun er úr myndinni því þá myndi þurfa að hætta aðgerðum í Afganistan, einnig gætu slík afskipti Bandaríkjamanna í Pakistan aukið á hróður talíbana þar sem slíkar aðgerðir myndu vafalaust móðga marga heimamenn.
En fari sem á horfi mun borgarastyrjöld brjótast út, þá yrðu Indverjar að verja hagsmuni sína og hefja hernaðaríhlutun, Pakistanskir öfgamenn eru illa liðnir þar, enda eru voðaverkin í Mumbai þar mörgum í fersku minni. Einnig væru talíbanar líklegir til að beita kjarnorkuvopnunum gegn Indverjum, en slíkt vill maður ekki sjá, þar sem Indverjar eru vægast sagt náttúrulegir óvinir Pakistana og gætu hermenn þeirra framið slík voðaverk á Pakistönum að illt er frá að segja. Því miður er ég ekki nægilega andríkur, og hef enga hugmynd um hvað sé best að gera í stöðunni, hins vegar er ástandið á þeirri leið að einhvað verður að gera, spurningin er hvað.
Ríkisstjórinn í Punjab myrtur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2010 | 20:34
Undarlegt
Nú hafa Anarkistar lýst yfir ábyrgð á árusunum, og ætti ég að biðja Ghaddafi afsökunar, hins vegar sleppi ég því þar sem sá maður er hvort sem eð fyrirlytningarverður og mun aldrei fá sakaupplausn fyrir Lockerbie fyrr en búið er að hengja hann.
Samt þykir mér þetta skelfilega fáránleg árás hjá Anarkistunum, því mér er fyrirmunað að átta mig á hvað árás á Sviss,Grikkland og Síle hefur að segja með Ítalskt stjórnskipulag. Ég á einnig skelfilega erfitt með að skilja hvernig þetta á að aðstoða málstað anarkistanna, það er vpnandi að málist skýrist á næstunni, ég viðurkenni að ég á örlítið erfitt með að gleypa við þessu.
Anarkistar sendu bréfasprengjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2010 | 00:29
Menning skilaði meira inn en fiskvinnsla.
En fyrst listin er orðin sjálfbær eru styrkir til hennar auðvitað óþarfi. Annað sem kemur til greina er að vinstri-elítan á Íslandi vill frekar fá leirskúlptúra en heilsugæslu, því maður getur ekki montað sig af heilsugæslu á norðurlöndunum, en fagurlega útskorið trétyppi fengi eflaust góða dóma meðal norrænna allaballa.
Forgangsröðun ríkisstjórnar vorrar er því miður alveg út í hött, stjórnlagaþingið er einhver mesti óþarfi sem Ísland hefur séð, listamálin má ekki snerta en samt er skorið niður í heilsugæslu grimmt, aðalega útá landbyggðinni. Ég kýs að ásaka ríkisstjórnina um einfeldni. Það er nefnilega oft eins og vinstri-elítan hafi einsett sér að útrýma landsbyggðarfólki af Íslandi, það væri nú ekki þeim í óhag, enda kjósa færri vinstri-elítuna frá landsbyggðinni. Hins vegar get ég ekki trúað slíku upp á skyldmenni mín Íslendinga svo ég kalla þetta eingöngu fáránlega forgangsröðun.
Annars hélt ég að stjórnin hefði verið kosin til að halda í velferðarkerfið, ekki til að byggja upp falska skýjaborg úr listum, líkt og Sovétmenn reyndu svo ákaft, þar var nánast reist stytta í hverju þorpi í áróðursskyni, en flestar hafa verið rifnar núna.
Leggja til að útgjöld lækki um 49,9 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2010 | 16:38
Dónaskapur er þetta í manninum
Ég fæ ekki skilið hvernig flóttamenn geta farið til Svíþjóðar, (en eru ekki meiri flóttamenn en svo að þeir fari margir í frí í ættjörðunum) og á sama tíma rembast við að þvinga sínum skoðunum uppá gestgjafan. Slíkir menn eru verri en vottarnir, vottarnir koma a.m.k. ekki vopnaðir.
En þetta er eitt af því sem menn verða að venja sig á hérna í Evrópu á næstunni. Það þýðir ekkert að hætta stríðinu í Afganistan, menn sem vilja vera reiðir geta alltaf fundið sér eitthverja ástæðu, og menn á borð við þennan regindóna og erkihálfvita sem sprengdi sig þarna í drottningargötu hefði eflaust sprengt sig líka hefðu Svíar ekki verið í Afganistan, því svona fífl finna sér alltaf ástæðu. Þetta samsamar asnanum á barnum sem ræðst á menn sem rekast utan í sig, ekki það að mildur árekstur var svona skæður, heldur því hann vildi fara í slag og vantaði bara afsökun.
Nú er að sjá hvað Svíarnir geri í svona máli, munu þeir gera það sem ég tel líklegast, það er að hefja stórherferð í fjölmiðlum hampandi góðum kostum Íslams, eða það sem ég tel réttast, halda trúarbrögðum utan við þetta, dæma mannin sem einfaldan hálfvita, og jarða helvítis dónan í svínatrogi þar sem hann verður étinn, slíkur dóni sem þessi andskoti á ekki virðingarverða útför skylda. Taka því næst allan kunningjaskap hans til yfirheyrslu, því maður dæmir menn eftir félagskapnum sem þeirra.
Annars grunar mig að Svíar færist nær því að gefast upp á fjölmenningarsamfélaginu.
Skotmarkið jólagjafakaupendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2010 | 14:14
En ef hann predikaði gegn kristni?
Prédikar um illsku íslamstrúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.12.2010 | 12:32
Aulaháttur
Gáfu út dónaleg Grimmsævintýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.12.2010 | 22:52
Ekkert óeðlilegt við þá ósk
Hins vegar eru Kínverjar nýjir aðilar í þessu, og nú er tíðin einnig önnur. Þegar Sovétmenn og Bandaríkjamenn börðust til áhrifa á Íslandi var Ísland frekar vanþróað land. Í dag er hins vegar þjóðin gífurlega vel menntuð, hugvit Íslendinga er mikið og tækniþekking fremri flestum. Bandaríkjamenn og rússar hafa kanski lítin áhuga á slíku, enda eru þeir ekki alltof aftarlega á merinni sjálfir, bandaríkjamenn mjög framarlega og rússar eru eiga í efnahagsvandamálum að stríða, sem koma tækniþekkingu lítið við.
Kínverjar eru hins vegar að núna á breytingastiginu. Því stigi þegar landið er að umhverfast frá iðnaðarríki sem byggir iðnaðinn á verksmiðjufjölda, í ríki sem byggir iðnaðinn á tækni og hugviti. Þeir eru ekki jafn vel að sér í þeim þróuðustu vísindum, en hins vegar eru Íslendingar sú tæknivædda þjóð sem hefur minnsta öryggið gagnvart iðnaðarnjósnum, og því auðvelt að skoða starfsaðferðir fyrirtækja, tækjabúnað svo ekki sé minnst á hugbúnað sem þau eiga, og annað sem þau hanna og er ekki fyrir samkeppnisaðilan.
Fer fram á rannsókn á njósnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)