Djöfulsins asnar

Venjulega hef ég ekkert á móti net svindlurum, loddurum og svikahröppum.  Eru fín leið til að setja strikið um hverjir eru hálfvitar og hverjir ekki.  Alltaf þegar ég lendi á einhverjum svindlara reyni ég samt alltaf að komast yfir verðlaunin eða peningana án þess að láta neitt af hendi.  Ef einhver segir að ég hafi unnið einhvað lottó sem ég tók ekki þatt í, segi ég bara sentu reikningin.  Svona til vonar og vara ef þetta væri ekki svindl.  Önnur pottþétt leið er að googla nafn sendandans eða fyrirsögnina á bréfinu. 

Skemmst er að minnast þegar hringt var í mig frá bandaríkjunum 3 sinnum á dag í viku, og alltaf spurt hvort ég muni ekki eftir að hafa tekið þátt í einhverjum net leik.  Auðvitað man maður ekkert eftir því, enn eftir 3 daga að hafa leiðbeint fólkinu vinsamlegast að fara uppí rassgatið á sér, var maður orðinn frekar pirraður.  Hættu hringingarnar loks þegar ég sagðist ætla að fá mér símrekjara og finna hringjandann, koma heim til hans með ísexi og drepa hann.  Þá hættu helvítis fíflin loksins að hringja. 

Og ef einhver sér vandamál við þetta, síðan hvenær á maður að vera kurteis við þjófa?  Ef einhver stelur veskinu þínu biðuru hann ekki um að skila því, heldur hleypur á eftir honum og grípur fyrsta barefli sem býðst, og kanski grjót líka til að fleygja í hann. 

Enn svo eru svona árásir, sem ég hef aldrei botnað, þar sem þær þjóna engum tilgangi annað enn að pirra fólk.  Eins og menn sem loka götum ekki í mótmælaskyni, heldur til þess eins að vera leiðinlegir.  Auðvitað er ég alltaf tilbúinn til að vera leiðinlegur, enn aldrei þannig að ég hindri aðra í verkum sínum.  Eins er að hugsa um tölvuvírusa, þeir þjóna engum tilgangi, og eru bara til óþurftar. 
Hentugast væri að finna alla aðila sem stunda slíka hluti, og fjarlægja kynfæri þeirra með aðgerð, stinga rörbút í endaþarminn og hrækja í augun á þeim og sparka í þá.  Ef einhver kveikir í bílnum þínum verðuru reiður, og ég verð líka alvarlega pirraður þegar ég fæ vírus, eða einhver böggar netkerfið sem ég nota. 

Sumt á maður ekki að þurfa að lýða, af hverju búa menn til varnir gegn þessu í stað þess að rekja þetta og staursetja helvítis fíflin?
mbl.is Árás á netkerfi Símans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rólegan æsing vinurinn. Hafðu það í huga að Mogginn lýgur aldrei - hann bara veit ekki betur.

Svona DDOS ("distributed denial of service") árásir, eins og ég býzt við að hér sé um að ræða, beinast iðulega gegn tilteknu fyrirtæki eða einstaklingi. Hér hefur eflaust viljað svo til að viðkomandi fyrirtæki eða einstaklingur var viðskiptavinur Símans, og því þurfti Síminn að taka við öllum ruslpökkunum. Annað hvort voru þetta bara krakkar að sýna óvini sínum eða bekkjarfélaga í tvo heimana eða þá að einhver borgaði ekki pening til að vefsíðunni yrði ekki "rústað", svona rétt eins og rússneskir mafíósar gera við kaupmanninn á horninu. Þótt auðvitað sé þetta pirrandi, eins og flest önnur ólögleg og siðlaus starfsemi, er markmiðið sennilega ekki að hægja á nettengingunni hans Arngríms Stefánssonar.

Á svipaðan hátt eru tölvuveirur skrifaðar annað hvort af fiktandi táningum sem gera sér litla grein fyrir alvarleika málsins, eða þessum "svindlurum, loddurum og svikahröppum"sem þú þekkir svo vel og hefur venjulega ekkert á móti. Í því tilfelli eru þær ein einmitt gerðar til svindla, pretta og svíkja, þá til að komast yfir upplýsingar leyniorðið þitt á netbankanum til að millifæra launin þín út úr landi, og svo til að fá algjöra stjórn á tölvunni þinni til að geta gert DDOS árásir eins og þessi sem Síminn fékk í hausinn.

Þrátt fyrir miklar rannsóknir er því miður lítið að gera við svona árásum þar þær eru yfirleitt gerðar af stjórnanda hundruða til þúsunda sýktra tölva, oft nær heimatölvur eins og þín, á víð og dreif um heiminn. Það er lífsins ómögulegt að rekja sendingarnar til stjórnandans, enda eru þessir vondu kallar á netinu oft engir "asnar", eins og þú orðaðir það. 

Svona er nú lífið.

Loddarinn (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 07:36

2 identicon

ah, þú virðist gera þér góða grein fyrir málinu, enn það sem ég hef nú aldrei fundið út er hvort einhver gróði sé virkilega í vírusunum, þar sem ég þekki ekki til neins sem hefur misst launin sín úr heimabanka í gegnum tölvuvírus, sennilega yrði bara bankinn látinn borga fyrir að hafa síðuna sína ekki nógu örugga, annað hvort það eða missa svona 70-80% netviðskipta sína. 

Engu að síður ætti að vera gerð húsleit hjá strákum sem ekki hafa sést utan húss í a.m.k. 10 daga of ef eitthvað í tölvunni gefur til kynna að þeir hafi búið til vírusa og aðrar eins gyllinæðar(óþolandi hluti) verða þeir skotnir á staðnum.  Bara það að vita að refsinginn væri svona hörð, þótt erfitt væri að framkvæma hana myndi ábyggilega draga úr þessu.

Arngrímur Stefánsson (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband