Merkilegt...

Ég styð nú ekki endilega stefnu Svíþjóðardemókratanna en ef það hefði verið í boði að mótmæla að Borgarahreyfingin fékk á sínum tíma atkvæði hefði ég eflaust tekið vel í það. 

Fáránlegt að mótmæla útkomu sanngjarna kosninga.  Fólk ætti frekar að berjast gegn forsendu þess að það séu svona flokkar til, ekki gegn flokkunum.  Hvort sem forsendan er fáfræði eða léleg samhæfing útlendinga í samfélagið þá er það rót vandans.  Það þýðir ekkert að byggja ghettó hverfi fyrir innflytjendurna og klóra sér svo í hausnum af hverju þeir verða ekki Svíar, innilokaðir í ghettóunum.  Nasistarnir sópuðu gyðingunum í Ghettó einmitt til að halda þeim FRÁ Þýsku samfélagi.


mbl.is Mótmæla Svíþjóðardemókrötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband