31.5.2010 | 17:05
Að leika sér að eldinum
Eins sorglegt og það er að menn hafi látið lífið, verð ég að segja að þeir sem gerðu það geta engum kennt um nema sjálfum sér. Allt þetta fár með skipin voru barnalæti og heimskingjaháttur og allir gátu séð það. Hér á vesturlöndum þykir sjálfsagt að bölva Ísrael og vanvirða en það sem átti að gera þarna var dauðans alvara. Ísraelar eru með Gazasvæðið í sóttkví, því þar ráða í augnablikinu hryðjuverkamenn Hamas skæruliðasamtakanna.
Ekkert má vera flutt inná svæðið af ótta við vopnaflutning, hætta sem er allt annað en lítil. Að gera undantekningar er stórhættulegt, þótt að þær hafi verið með góðum ásetningi. Hefði allt gengið upp og skipin hefðu komist áfallalaust hefði eflaust verið sent fleiri skip. Hamas liðar hefðu verið fljótir að þefa uppi bandamenn til að senda sér vopn falin í skipunum. Því má ekki gera þessa undantekningu. Þetta vissu skipverjar, og höfnuðu boði Ísraela að landa í Ísrael og fara með varninginn til Gaza í gegnum Ísrael. Af hverju höfnuðu þeir? Því þeir hugsuðu eins og lítil börn, sem eru í rifrildi og vilja vinna. Þeim langar í jarðarberjaís, og það er sagt nei. Svo er loksins keyptur fyrir þau ís en ekki jarðaberjaís og í frekjukasti kasta þau honum í jörðina, og vilja ekkert annað en jarðaberjaís.
Ísraelum var stillt algerlega upp við vegg, ef þeir hefðu leyft væru þeir að stofna Ísrael og friði fyrir botni miðjarjarhafs í gífurlega hættu, hefðu þeir gripið til aðgerða verða allir brjálaðir. Þeir kusu seinni kostinn, a.m.k. er hún hættuminni til lengri tíma litið.
Og þetta segi ég ef að saga Ísraela um að ráðist hafi verið á þá sé ósönn, ef útskýring þeirra er rétt... þá færi ég skipverja úr hóp vitleysingja og barna yfir í lista fæðingarhálfvita. Þeim stóð gott til, en að storka Ísraelsríki svona er nú bara hreint út sagt álíka gáfulegt og að fara á Bandarískan flugvöll með óhlaðna haglabyssu, og neita að henda henni frá þér, þ.e.a.s. þér stóð ekkert illt til, en getur varla kvartað þegar vallargæslan skítur þig.
Býst við að ég ætti að loka fyrir comment á þessa færslu, en ég er í góðu skapi í dag svo ég leyfi meðbloggurum mínum að drulla yfir mig.
Ekkert má vera flutt inná svæðið af ótta við vopnaflutning, hætta sem er allt annað en lítil. Að gera undantekningar er stórhættulegt, þótt að þær hafi verið með góðum ásetningi. Hefði allt gengið upp og skipin hefðu komist áfallalaust hefði eflaust verið sent fleiri skip. Hamas liðar hefðu verið fljótir að þefa uppi bandamenn til að senda sér vopn falin í skipunum. Því má ekki gera þessa undantekningu. Þetta vissu skipverjar, og höfnuðu boði Ísraela að landa í Ísrael og fara með varninginn til Gaza í gegnum Ísrael. Af hverju höfnuðu þeir? Því þeir hugsuðu eins og lítil börn, sem eru í rifrildi og vilja vinna. Þeim langar í jarðarberjaís, og það er sagt nei. Svo er loksins keyptur fyrir þau ís en ekki jarðaberjaís og í frekjukasti kasta þau honum í jörðina, og vilja ekkert annað en jarðaberjaís.
Ísraelum var stillt algerlega upp við vegg, ef þeir hefðu leyft væru þeir að stofna Ísrael og friði fyrir botni miðjarjarhafs í gífurlega hættu, hefðu þeir gripið til aðgerða verða allir brjálaðir. Þeir kusu seinni kostinn, a.m.k. er hún hættuminni til lengri tíma litið.
Og þetta segi ég ef að saga Ísraela um að ráðist hafi verið á þá sé ósönn, ef útskýring þeirra er rétt... þá færi ég skipverja úr hóp vitleysingja og barna yfir í lista fæðingarhálfvita. Þeim stóð gott til, en að storka Ísraelsríki svona er nú bara hreint út sagt álíka gáfulegt og að fara á Bandarískan flugvöll með óhlaðna haglabyssu, og neita að henda henni frá þér, þ.e.a.s. þér stóð ekkert illt til, en getur varla kvartað þegar vallargæslan skítur þig.
Býst við að ég ætti að loka fyrir comment á þessa færslu, en ég er í góðu skapi í dag svo ég leyfi meðbloggurum mínum að drulla yfir mig.
Sakar Ísrael um hryðjuverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað er þetta bara gott á liðið sem var drepið þarna. Vonandi tekst Ísrael að drepa fleiri hálvita og fífl. Ekki veitir af því heimurinn er fullur af svoleiðis liði. Þetta er eins og þegar lítil börn vilja ís og pabbi gamli tekur þau rassgatið í staðin. Kunna ekki gott að meta og fara að grenja. Mamma, mamma ég vildi bara súkkulaði ís. Je right eða þannig.
Haltu síðan áfram að skrifa því þetta er sko þarfur pistill.
kryppa.com (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 17:54
Ekki gera þér upp tregðu Kryppa mín, þú veist alveg að ég vildi meina að þetta fólk hefið átt að slá þessu á frest og fá leyfi, eða einfaldlega hunksast til að þiggja boð Ísraela og fara til Haifa og þaðan til Gaza. Þetta sem fólkið gerði var vítavert gáleysi, og Ísraelar mega alls ekki láta nein vopn komast til Gaza, því þá er eina í stöðunni hjá þeim ef vopnin komast til Gaza, að fara inn með herlið og ná þeim sem hafa þau.
Það yrðu langtum verra en það sem gerðist núna.
Arngrímur Stefánsson, 31.5.2010 kl. 18:01
Tek til baka ummæli mín, að þú skulir ekki gera þér upp tregðu, ég athugaði heimasíðuna Kryppa.com og komst að því að þú ert líklega haldinn ofsóknarbrjálæði.
Arngrímur Stefánsson, 31.5.2010 kl. 18:06
Ísrael þarf að standa á rétti sínum því engin annar gerir það. Ef börn og gamalmenni eru óvart skotinn í hausinn verður bara að hafa það. Þau geta bara sjálfum sér um kennt eða þá Hamas. Villandi fréttafluttningur og skilningsleysi fjölmiðla er síðan til skammar. Um það getum við verið sammala eða hvað?
kryppa.com (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 18:53
Ef vopn komast til Gaza, verða enn fleiri skotnir. Ég skil ekki hvers vegna í ósköpunum skipin neituðu að fara til Haifa. Mátti ekki leita? Hvers vegna? Sennilega var ekkert óhreint í pokahorninu, skipsverjar voru bara með frekju, en fyrir Ísraelum er þetta mál dauðans alvara, nógu margir hafa dáið nú þegar. Gaza búar kusu jú Hamas, samtök sem hafa útrýmingu Ísraels sem hluta af opinberi stefnu, svo auðvitað treysta Ísraelsmenn þeim ekki.
Ef satt skal segja eru aðferðir bátsmanna til þess fallnar að valda stórslysi. Það læðist auðvitað að mér sá grunur að þeir hafi viljað að þetta myndi henda sig, gerast píslarvættir, eflaust bjuggust þeir þó ekki við mannfalli. Voru kanski meira að vonast eftir handtökum. Svipað og Bader Meinhof hópurinn.
Fréttaflutningur er misjafn eftir fjölmiðlum, ég segi að málið fari undir rannsókn áður en Össur fordæmir. En hann er víst búinn að því, því það er það sem ESB löndin gerðu. A.m.k. biðu allir þar til sameinuðu þjóðirnar voru búnar að rannsaka Chonan atvikið áður en þeir fordæmdu. Segi að við gerum það sama hér.
Arngrímur Stefánsson, 31.5.2010 kl. 19:06
Það verður að skoða málið aðeins betur en þetta Arngrímur...
Það eru hryðjuverkamenn við stjórn báðum megin línunnar. Svo var vitað með góðum fyrirvara hvaða vistir og lyf fóru um borð í þessi skip. Svo það að ráðast á skip sem siglir undir Tyrkneskum fána er ekki skynsamleg ákvörðun hjá Ísraelum.
Tyrkland er í NATO og gæti sagt að það hafi verið ráðist á sig þar sem skipið er í raun tyrkneskt yfirráðasvæði. Tyrkland er líka með einn af stærri herjum í NATO og vel vopnum búnir...
Ísraelar hafa Ameríkanann sem bandamann en það er ekki nóg ef þeir vilja æða í "sjórán" gegn Tyrkneskum skipum Reglurnar hjá NATO eru skýrar og Kaninn neyðist til að fylgja Tyrkjum að máli...
Hættuleg slóð sem Ísraelarnir feta með þessari hryðjuverkaárás á Tyrkneskt skip.
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 31.5.2010 kl. 19:26
Tyrkneskum fána? Þá er þetta skiljanlegt, miðað við tyrkjaránið.
Annars... auðvitað gætu einhverjir menn þarna hafa tekið vopn sem ,,persónulega muni''. Ef ekki, hefðu þeir bara átt að leyfa þeim að leita.
Samt alveg rétt hjá þér að þetta er gífurlega hættulegt af hálfu Ísraelsmanna, eins og ég sagði, þeim var stillt upp við vegg, nú fá þeir að borga. Ekkert sem þeir gera bjargar þeim núna.
Arngrímur Stefánsson, 31.5.2010 kl. 19:29
palistína var staður fyrir margar trústefnur, sem bjuggu þar í friði þangað til ísreal var stofnað, þannig Arngrímur farðu í rassgat maður!
óskar (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 19:32
Greinilegt að sumir eru ekki fyrir málefnalegar umræður.
Arngrímur Stefánsson, 31.5.2010 kl. 19:34
Viðbót til Óskars:
Merkilegt hvað þú ert fróður um landsvæði sem þér tekst þó ekki að stafsetja rétt.
Palestína(ekki palistína)
Ísrael(ekki ísreal)
Ómálefnaleg umræða er bara ljótari þegar orðin eru stafsett vitlaust.
Arngrímur Stefánsson, 31.5.2010 kl. 19:39
Svo er reyndar eitt sem mér hefur fundist vanta hjá fréttastofum, en það er hvar skipin voru staðsett þegar árásin átti sér stað.
Það verður vonandi bætt úr því, ja ekki nema ég hafi lesið svo hratt að ég hafi farið yfir þann hlutann...
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 31.5.2010 kl. 20:01
Skipin voru á alþjóðlegu hafsvæði og árás Ísraela því enn ógeðfelldari. Hefðu þeir beðið örlítið og ráðist á skipin innan lögsögu sinnar væri hugsanlega hægt að líta á málið eins og þú gerir: að Ísraelar hafi verið að verja sig og sitt yfirráðasvæði. Það gerðu þeir hins vegar ekki, af einhverjum furðulegum ástæðum. Hugsanlega vegna þess að þeir vita að þeir hafa stuðning Bandaríkjamanna, sama hvað á dynur og hversu viðbjóðslega sem þeir haga sér.
Ísraelar vildu síðan ekki beina skipunum til Haifa, heldur Ashdod, sem er sirka miðja vegu milli Tel Aviv og nyrstu marka Gaza-svæðisins. Þar var búið að setja upp fangabúðir fyrir aktivistana.
Ísraelar halda því fram að þeir hafi fundið vopn um borð í skipinu - nokkuð sem Tyrkir vilja meina að sé lygi, þar sem allir sem um borð voru hafi farið í gegnum málmleitartæki og tyrknesk yfirvöld hafi þar að auki leitað í skipinu án þess að finna nein vopn.
Aðal óttinn er ekki vopn, heldur byggingarefni. Sement, stálbita og slíkt má alls ekki flytja til Gaza - það er nefnilega erfiðara að bulldoza sterkbyggð hús þegar stjórnin ákveður að Ísraela vanti lebensraum.
Ég ætla rétt að vona að Obama sparki í rassinn á þessu liði þarna og fái það til þess að haga sér eins og menn. Hugsanlega kemst hann ekki hjá því eins og Ólafur bendir á, því um borð í skipunum voru m.a. þingmenn frá Þýskalandi, Svíþjóð, Írlandi, Kúveit og Ísrael sjálfu.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 31.5.2010 kl. 23:24
Ráðist var um borð í tyrkneskt skip á alþjóðlegu hafsvæði þar sem Ísrael hefur enga lögsögu, og óvopnað fólk var skotið til bana. Einnig varð grískt skip fyrir kúlnaregni frá ísraelskum varðbátum. Á ALÞJÓÐLEGU HAFSVÆÐI. Meðal þeirra sem voru um borð í skipunum var handhafi friðarverðlauna Nóbels. Þetta er ekki bara glæpsamlegur og óvinveittur verknaður heldur jaðrar við stríðsglæpi.
Ásgrímur, það er þér til minnkunar að verja svo slæman málstað.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.6.2010 kl. 01:39
Það eitt að þingmenn séu um borð í skipinu(jafnvel frá Ísrael) þá voru þeir samt með þeim ásetningi að brjóta reglur sem Ísraelar höfðu sett.
Nú hef ég ekkert séð um fréttir þar sem Ísraelar staðhæfa að þeir hafi fundið vopn(skotvopn það er að segja, lurkar eru jú vopn) Sennilega ætluðu þeir að handtaka einhverja skipsverja sem myndu hegða sér ófriðsamlega, og auðvitað er comment Guðmundar Ásgeirsson lítið hægt að segja við því að hann trúir á frásögur skipverja, ekki Ísraela meðan ég geri hitt. Þar af myndast klofningur í skoðunum okkar sem ekki er hægt að brúa að viti, þar sem ekkert sem hann segir get ég afsannað, en hann getur heldur ekki sannað neitt af því. Sama gildir um mig. Annað sem dregur niður comment hans er að hann skrifaði nafnið mitt vitlaust.
Arngrímur Stefánsson, 1.6.2010 kl. 16:06
Árngrimur efast um yfirlýstan tilgang skipanna. Heldur að þetta hafi verið þungvopnaðar sérsveitir Hamas eða eitthvað álíka.
En auðvitað á að drepa alla sem sigla með hjálpargögn til Gaza. Það mistókst og því var þessi aðgerð misheppnuð eins og margir fjölmiðlar í Ísrael segja.
Ég ætla rétt að vona að Íslendingar taki nú upp á því að drepa danska togarasjómenn fyrir utan 200 mílurnar. Svona til að sýna Ísrael stuðning í verki.
kryppa.com (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 17:18
Lúxusvörur eru bannaðar á Gaza því þær má nota til vöruskipta. Það er boð sem skipin vildu greinilega brjóta, og vöruskipti bjóða upp á vopnakaup.
Þér mistekst einnig að segja nafnið mitt, en jæja, ef þú hefur kynnt þér málið eitthvað betur nýlega, kanski skoðað myndböndin sem ég bætti við á seinasta bloggpistli mínum, sérðu að þessir ,,hjálparstarfsmenn'' og ,,friðarsinnar'' voru einfaldlega að biðja um að vera að skjóta sig. Hermennirnir voru með paintballbyssur, en gripu til skammbyssna af illri nauðsyn.
Það skyldi þó ekki vera tilviljun, að myndin sem birtist við kommentin þín sé svona skelfilega lík hakakrossinum?
Arngrímur Stefánsson, 1.6.2010 kl. 17:32
Ísraelar segja satt þegar þeir halda því fram að engar nauðsynjavörur skorti á Gaza.
Vandamálið er að það eru einmitt bara þær vörur sem COGAT ákveður að séu nauðsyn þann daginn. Allt sem flokkast ekki sem matur, lyf eða sápa er bannað, þ.á.m. allt byggingarefni, hljóðfæri, dagblöð, heimilistæki s.s. ísskápar og þvottavélar, fataefni, nálar og þráður, teppi, dýnur, kerti, eldfæri, ljósaperur, bækur, vaxlitir, föt, skór, hnífapör og leirtau, og bensín.
Þar að auki eru ákveðnar matarvörur bannaðar; te, kaffi, pylsur, semolina, mjólkurvörur í stórum pakkningum, og flestar bökunarvörur.
Í langan tíma voru bleyjur, dömubindi og klósettpappír bönnuð. Sjampó mátti ekki flytja inn og einn sölumaður lenti í því að sjampósendingin hans var gerð upptæk því sjampóið innihélt hárnæringu, en hún var á bannlista.
Smjörlíki, salt og gervisæta voru bönnuð, en voru svo leyfð aftur. Ger var leyft, en síðan sett á bannlista.
Hvernig heldurðu að þér gengi að lifa án svona "lúxusvöru", sérstaklega þegar skilgreiningin á henni breytist dag frá degi án þess að þú fáir upplýsingar um það, og heldurðu að þú myndir sýna málstað þeirra sem banna þér að njóta hennar mikinn skilning?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.6.2010 kl. 18:34
Ástæða þess að ég þarf ekki að lifa án lúxusvara er sú að ég kýs ekki kommúnistaflokka. Gazabúar ættu að skilja að þeir gætu lifað með lúxusvörum ef þeir kysu ekki Hamas.
Arngrímur Stefánsson, 1.6.2010 kl. 18:47
Ertu að segja þetta í alvöru? Ég tek áhættuna á að Godwinna þetta, en var Hitler ekki lýðræðislega kjörinn? Áttu þýsk fórnarlömb hans þá bara örlögin skilin?
Jafnvel þó maður féllist á það að þeir sem kusu Hamas eigi skilið að vera sveltir og drepnir, breytir það því ekki að Hamas fékk ekki nema 44,5% atkvæða. Hvers eiga hin 55,5% - meirihluti kjósenda - að gjalda? Hvers eiga þeir sem ekki kusu -börn, t.d. - að gjalda?
Ég get alveg lofað þér því að hegðun Ísraelsstjórnar dregur ekki úr fylgi Hamas.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.6.2010 kl. 18:59
Eflaust dregur hegðun Ísraellsstjórnar ekki úr fylgi Hamas, en að hafa landamærin opin gæti valdið stórslysi. Hamas liðar myndu varpa sprengjum á Ísrael, Ísrael myndi senda inn herlið og þar sem hryðjuverkamenn leggja í vana sinn að hanga fyrir utan skóla myndu saklaus börn líklegast deyja, það myndi vera olía á eld Hamas liða.
Hitler var lýðræðislega kjörinn jú, og fáir Þjóðverjar komast upp með að afsaka sig með því að segja ,,Hitler gerði þetta allt, hendur þjóðverja eru hvítar''
Arngrímur Stefánsson, 1.6.2010 kl. 19:03
Það er engin tilviljun að þessi mynd birtist enda trúir kryppan.com ekki á tilviljanir:)
Gazabúar geta síðan bara kúkað úti á götu ef Ísrael vill ekki leyfa þeim að nota bleyjur. Sé ekki vandamálið.
Síðan þurfa þeir ekki klósettpappír enda ekkert rennandi vatn og matur af skornum skammti.
Svo þarf að berjast gegn svona ofsatrúuðum guðlausum kommúnistaflokkum eins og Hamas og Samfylkingin hvar í heiminum sem er.
kryppa.com (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 20:52
Hamas er ekki kommúnistaflokkur, bara flokkur sem er alls ekki hentugur, frekar en kommúnistaflokkur væri.
Auðvitað þurfa þeir þá bara að díla við þessa hluti sem þú nefndir eða eiga á hættu að Hamasliðar ráðist á Ísrael og þá verða menn skotnir.
Auðvitað ættu þeir bara að losa sig við Hamas, og væri það auðvelt í samráði við Ísraelsmenn. Ísrael er ekki samansett af vondum köllum með stór nef sem halda á peningapoka og strjúka honum vandlega.
Næsta kommenti nenni ég ekki að svara, komment þín eru samsett úr barnahúmor, þröngsýni og trega. Hvað sem því líður verð ég að segja að komment þín eru ekki burðug fréttamenska og alger skömm að þú skulir kenna komment þín við fréttasíðu sem þú vilt meina að sé fræðandi. Þótt pólitísk heimasíðan þín sé ekki mér að skapi ætla ég að vona að þegar þú talir um bóluefni ertu að tala gegn bóluefninu um H1N1 en ekki bóluefni yfirhöfuð.
Bóluefni hafa bjargað milljónum mannslífa, meðan H1N1 var næstum skaðlaus flensa og bóluefni óþarfi að mestu leyti(bjargaði án efa einhverjum mannslífum) þá er alls ekki sniðugt að kaupa bóluefni sem er einfaldlega keypt á uppboði af þeim sem býður lægst og á skemmstum tíma.
Að öðru leyti eru margar samsæriskenningar þínar út í hött. Hvaða hugsanlega hagnað gætu Þjóðverjar haft af því að sökkva Suður-Kóreski korvettu? Finnst nú helst til líklegra að málmurinn hafi verið keyptur af Þýskalandi.
Arngrímur Stefánsson, 1.6.2010 kl. 21:42
Ég sé að þú ert svona grín týpa sem einhver hefur búið til aka Silvía nótt. Góða nótt!
kryppa.com (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 00:20
Arngrímur: ég biðst velvirðingar á að hafa misrita nafnið þitt, þar var alfarið um misgáning að ræða af minni hálfu.
Hvort ég trúi stuðningsmönnum Palestínu eða Ísraelsmönnum skiptir engu máli hér, því ég trúi í raun hvorugum heldur því að sannleikurinn hljóti að liggja þarna einhversstaðar á milli.
Staðsetning skipanna þegar árásin var gerð er hinsvegar staðreynd sem Ísraelsmenn sjálfir hafa óbeint staðfest með því að færa rök fyrir að þeim hafi einmitt verið heimilt að ráðast um borð í skipin Á ALÞJÓÐLEGU HAFSVÆÐI.
Þó að þú teljir okkur vera ósammála þá hljótum við að geta verið sammála um að það sé hörmulegt að svona atburðir skuli ítrekað þurfa að eiga sér stað á þessu svæði, og gildi þá einu hver á hvaða sök.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.6.2010 kl. 06:37
Ég véfengi ekki það að árásin hafi gerst á alþjóðlegu hafsvæði. Það sem ég véfengi er munrinn á að vera skotinn til bana inn í lögsögu Ísraels eða á alþjóðlegu hafsvæði. Eru menn eitthvað minna dauðir ef Ísrael hefði beðið?
Arngrímur Stefánsson, 2.6.2010 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.