Ja hérna

Báðar fylkingar eru að hegða sér gífurlega heimskulega í þessu máli.  Ísrael veit hvað gerist ef þeir stöðva skipin, flotinn veit hvað gerist ef þeir reyna að rjúfa hafnarbannið.  A.m.k. geta skipsverjar verið undirbúnir núna, en ég myndi segja þeim að snúa við tafarlaust, eða athuga hvort hægt væri að fá Ísraela til að afhenda varninginn.  Ég myndi einnig segja Ísraelum að beita annari aðferð en að láta hermenn síga í skipin eins og þeir reyndu seinast, það virkaði greinilega ekki.   

Ég ætla ekki að tjá mig um Zionista eða deilu um sjálfstæða Palestínu, þar sem báðir aðilar eru einnig skelfilega vitlausir í því máli.  Ísraelar geta ekki hætt að planta landnemabyggðum og öfgaöfl innan stuðningsmanna Palestínu skemma svo mikið fyrir, sem og bandamenn þeirra, en þar ber að nefna forseta Írans, Idi Amin og Gaddafi.  Þessi deila snýst þó um allt annað. 

Rjúfa hafnarbannið á Gaza og mögulega hætta á að Ísrael ráðist inn í Gaza skyldu vera vopn í fórum einhverra þessara skipa, eða annara sem koma skulu(sem munu koma ef þessi skip fá að sleppa, tel miklar líkur á að Hamas finni eitthvern stuðingsaðila til að sendast með vopn ef í ljós kemur að Ísraelar framfylgja ekki hafnarbanninu) eða hætta á að atvikið í gær endurtaki sig, hvorir valkostir skelfilegir fyrir sig. 

Auðvitað væri best ef Ísrael virti Oslóarsamningin, og gera betur til, en Oslóarsamningurinn kveður á um skiptingu Jerúsalem milli Ísraels og Palestínu og hætta öllum landnemabyggðum.  Svo væri hægt að auka við sjálfstæði Palestínu, fyrst efnaghagslegt sjálfstæði og svo pólitískt, þar til ríkin væru orðin tvö sitthvort ríkið.  Gazabúar gætu komið til móts við þá með því að kjósa ekki samtök sem hafa útrýmingu Ísraels á stefnuskrá sinni.  Þar sem Ísrael er ríkara og mun stöðugra finnst mér auðvitað að þeir ættu að taka fordæmið.  Ef að þeir kæmu betur fram við íbúa Gaza svæðisins myndu þeir eflaust ekki kjósa Hamas.

Mér þykir það þó miður, að flest öll blogg um þetta mál, einkennist af hatri í garð Ísraela.  Satt best að segja eru öfgaöflin á væng Palestínu ekkert griðsamari á óbreytta borgara, þeir hafa bara ekki eins vel efni á að drepa eins marga, útaf vopnaleysi.  Báðir aðilar eru sekir um stríðsglæpi, en í stað þess að einbeita sér að því að stoppa stríðsglæpi er auðvitað mun betra að stoppa stríðið. 


mbl.is Annað skip á leið til Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ísraelar hafa ekki áhyggjur af vopnasmygli, Arngrímur, og ástæðan fyrir því að skipverjar vilja koma vörunum  beint til Gaza en ekki í gegnum Ísrael er einföld: bannlistinn er fáránlegur:

Sannleikurinn er sá að það eru bara þær vörur sem COGAT ákveður að séu nauðsyn þann daginn sem fá að koma inn ti Gaza. Allt sem flokkast ekki sem matur, lyf eða sápa er bannað, þ.á.m. allt byggingarefni, hljóðfæri, dagblöð, heimilistæki s.s. ísskápar og þvottavélar, fataefni, nálar og þráður, teppi, dýnur, kerti, eldfæri, ljósaperur, bækur, vaxlitir, föt, skór, hnífapör og leirtau, og bensín. 

Þar að auki eru ákveðnar matarvörur bannaðar; te, kaffi, pylsur, semolina, mjólkurvörur í stórum pakkningum, flestar bökunarvörur, og þar að auki allt sem hægt væri að nota við matvælaframleiðslu í verksmiðjum inni á svæðinu. Þetta leiðir til þess að nánast engin verðmætasköpun á sér stað og því geta þeir sem eru verst settir ekki einusinni keypt þær "lúxusvörur" sem er smyglað í gegnum göngin. 

Í langan tíma voru bleyjur, dömubindi og klósettpappír bönnuð. Sjampó mátti ekki flytja inn og einn sölumaður lenti í því að sjampósendingin hans var gerð upptæk því sjampóið innihélt hárnæringu, en hún var á bannlista.

Smjörlíki, salt og gervisæta voru bönnuð, en voru svo leyfð aftur. Ger var leyft, en síðan sett á bannlista. 

Hvernig heldurðu að þér gengi að lifa án svona "lúxusvöru", sérstaklega þegar þú getur ekki fengið neinar upplýsingar um hvað er leyft og hvað annað dag frá degi, og heldurðu að þú myndir sýna málstað þeirra sem banna hana mikinn skilning?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.6.2010 kl. 13:29

2 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Held að hluti af þessum efnum á bannlistanum sé nú einmitt til þess að láta lífið vera ömurlegra en það þarf að vera, svona til að þrýsta á að Hamas fari frá völdum. 

Held að allir Múslimar sem stígi í vitið geri sér alveg grein fyrir þessu og forðist Hamas eins og heitan eldin.

Arngrímur Stefánsson, 1.6.2010 kl. 16:02

3 Smámynd: Haraldur Axel Jóhannesson

Blessaður Arngrímur Lestu þessa grein og ´dæmdu svo hver er terroristi og hver ekki..... það er orðið svolítið flókið mál

http://www.semp.us/publications/biot_reader.php?BiotID=161

Haraldur Axel Jóhannesson, 1.6.2010 kl. 18:17

4 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Fróðleg grein, þakka þér kærlega fyrir Haraldur. 

Af lestri mínum get ég þó sagt að Bretar virðast bera mesta ábyrgð, þar sem þeir ákváðu að leyfa gyðingum að flytjast til Ísraels en ekki með neina áætlun um hvernig ætti að friða Palestínumennina. 

Arngrímur Stefánsson, 1.6.2010 kl. 18:29

5 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Ah bæti við, vörurnar sem þú nefndir Tinna er hægt að nota til vöruskipta.  Vöruskipti er hægt að nota til að útvega vopn fyrir Hamas.

Arngrímur Stefánsson, 1.6.2010 kl. 18:30

6 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þú afsakar vonandi að ég hafi hent þessu inn á tveimur stöðum.

Hvernig ætti að nota þessar vörur til vöruskipta? Við hvern ættu þeir að skipta? Ísraela? Egypta? Það er ekki eins og fólk fái almennt að vaða inn á Gaza með sprengjuvörpur til að býtta fyrir neskaffi, dömubindi og þvottavélar.

Hvort finnst þér líklegra: að fólk megi ekki fá vaxliti og dagblöð a)vegna þess að það er liður í að halda fólki niðri eða b) vegna þess að þessa vikuna hafa vopnasalar um allan heim verið æstir í að skipta á hríðskotabyssum og teikningum þriggja ára Gazabúa?

Ég mæli líka með því að þú skoðir loftmyndir af Gaza, t.d. á GoogleMaps. Mörkin má greinilega sjá - Ísraelsmegin eru ræktarlönd, Gazamegin...ekki.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.6.2010 kl. 18:49

7 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Eins og ég segi... þá er hægt að skipta á vopnum.  7000 dömubindi gætu selst fyrir ágætispening í Egyptalandi, ekki það að Egypska ríkisstjórnin þurfi þau, en í Egyptlandi eru súr epli alveg eins og annars staðar.  Kanski virði einn til tvo AK-47 riffla.  Þeir eru víst svo fjandi ódýrir. 

Það hafa auðvitað borist fréttir um göng undir landamærin, og spilltum landamæravörðum má múta, allt er hægt er viljinn, og peningar eru fyrir hendi(eða vörur, gætir ábyggilega skipt á ísskápi fyrir eitthvað sniðugt)

Held þó einnig að hluti af þessu er að sýna Gazabúum hvað þeir græða á að kjósa Hamas.  Hamas eru jú hryðjuverkasamtök, mig minnir að nýlega voru 3 Al Fatwah liðar skotnir í fótin fyrir að vingast við Ísraela, og það voru auðvitað Hamas liðar sem skutu þá.  Gazabúar geta losað sjálfa sig undan þessu hvenær sem þeir vilja, eina sem þeir þurfa að gera er að segja nei við Hamas, þótt þetta sé ekki lýðræðislegasta leiðin, er kosinn fasismi alveg jafn mikill fasismi og hver annar.

Arngrímur Stefánsson, 1.6.2010 kl. 19:01

8 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Gazabúar geta losað sjálfa sig undan þessu hvenær sem þeir vilja, eina sem þeir þurfa að gera er að segja nei við Hamas, þótt þetta sé ekki lýðræðislegasta leiðin, er kosinn fasismi alveg jafn mikill fasismi og hver annar."

Eins og ég benti á hinumegin þá voru það ekki nema 44,5% kjósenda sem kusu Hamas. Hvers vegna viltu refsa meirihlutanum sem kaus ekki Hamas?
Þar segir þú:

"Hitler var lýðræðislega kjörinn jú, og fáir Þjóðverjar komast upp með að afsaka sig með því að segja ,,Hitler gerði þetta allt, hendur þjóðverja eru hvítar'' "

Rétt. En ekki allir Þjóðverjar kusu Hitler og það er fráleitt að halda því fram að allir Þjóðverjar hafi verið nasistar. Mörg fórnarlamba Helfararinnar voru Þjóðverjar. Ertu virkilega að reyna að halda því fram að þau þýsku fórnarlömb stefnu nasista sem ekki kusu flokkinn hafi á einhvern hátt borið ábyrgð á örlögum sínum?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.6.2010 kl. 20:23

9 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Nei, en Hamas samtökin voru kosin, og ef mér skjátlast ekki er hægt að kjósa þá burt, eða heimta nýjar kosningar.  þessi 55% ættu alveg að geta heimtað það.  Ágætar líkur á að þessi 55% eru komin í 75% eða 25%, þarf að finna mér niðurstöður úr skoðanakönnunum af þessu landsvæði.  Auðvitað yrði ekki hægt að leyfa þeim sem segjast ekki styðja Hamas að fara út og fá lúxusvörur því jú... það yrði stórhættulegt.

Að öðru leiti voru þau 66% þjóðverja sem ekki kusu hitler(minnir að hann hafi fengið 1/3 fylgi) tvöfallt fleiri en þau sem studdu Hitler.  Svo hvers vegna í andskotanum gerði fólk ekki eitthvað þegar hann var að sölsa undir sig völdum?

Svarið er auðvitað hræðsla, það var hrætt við nasistana, og líka við kommúnistana.  Það var eflaust líka hrætt að kanski hafði kallinn með skeggið skrýtna rétt fyrir sér.  Kanski væru kommúnistar allstaðar að reyna að eyðileggja þýskaland.  Samsæriskenningar eru ein af rótum illskunnar.  Núna fá menn að vaða uppi með allskonar samsæriskenningar, sem í 60% tilvika beinast gegn gyðingum.  

Hér er gamall bloggpistill minn sem fjallar um samsæriskenningar og gyðingahatur http://www.copperfield.blog.is/blog/copperfield/entry/1015172/#comments tek fram eina staðreyndavillu í honum sem ég tók eftir nýlega en nenni ekki að lagfæra, að ég segi innrásin í Gaza í stað Líbanon. 

Núverandi fréttaflutningur er olía á eld þessara samsæriskenningasmiða, en ef þú spyrð mig þá tel ég að lokun Gaza eigi rétt á sér, þótt að ég myndi auðvitað vilja leita annara leiða. 

Arngrímur Stefánsson, 1.6.2010 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband