Auðvitað

Auðvitað ætti þetta engan að ljósta sem elding úr heiðskýru lofti, því Vinstri Grænir hafa hvað eftir annað sýnt fram á að þeir séu á móti alþjóðasamstarfi og atvinnusköpum.  Þröngsýni þessa flokks sést lang best hér, enda er þetta ekki einkaflugher.  Þetta eru óvopnaðar orrustuflugvélar, sem eru leigðar til Nató ríkja til æfinga, og vilja þessir aðilar hafa þjónustuaðstöðu hér á landi fyrir flugvélar sínar. 

Jafnvel þó að flugvélarnar væru vopnaðar yrðu þær ekki leigðar til að drepa saklaust fólk eins og margir vinstri-sinnaðir bloggarar halda fram, enda eru þær rússnenskar og þar af leiðandi drasl, sér í lagi þegar Bandaríkjamenn og Bretar eiga vopn til að granda saklausum borgurum í Afganistan sem hægt er að skjóta af skipum úr persaflóa, svo hvers vegna ættu þeir að fara í kostnaðinn við að leigja úreltar rússnenskar flugvélar, vopna þær úreltum vopnum og skjóta þeim á hryðjuverkamenn og drepa saklausaborgara í 1/10-20 tilvika? 

Ég er reyndar ekki frá því að öfgavinstri menn á Íslandi komi í veg fyrir að fyrirtækið vilji setjast hér að, því skemmdarverk virðast nú allt í einu vera í tísku, Sandgerði(nema það var slys en ekki íkveikja) og svo útsendingarmöstrin.  Ef þetta yrði að veruleika fengi eflaust einhver anarkistinn eða öfgahernaðaranstæðingurinn þá flugu í höfuðið að vinna skemmdarverk á þessum vélum.  Sennilega yrði það einhver anarkistinn, hernaðarandstæðingur að vinna skemmdarverk(skæruhernaður kanski) á flugvélum væri nú bara svo mikil hræsni að ég myndi æla útúr mér nýrunum, eflaust myndi svo hundurinn éta þau áður en ég næði að tína þau upp. 

Aðalástæða fyrir klúðrum Ameríska hersins er ekki útaf mannvonsku heldur útaf heimskulegri glufu í lögunum sem heimila flugmönnum þeirra að vera undir áhrifum örvandi lyfja, til þess að halda þeim vakandi meðan löngum flugum stendur.  Auðvitað ber að líta á að samfara þessari lyfjanotkun hefur tíðni ,,friendly fire'' aukist, og eflaust draga þessi lyf úr ákvarðanagetu flugmannana, ekki mannvonskan.  Ég er ekki frá því að helmingur, eða jafnvel meirihluti mannfalls Nató í Afganistan (hermenn ekki borgarar) séu útaf klúðrum Ameríska flughersins, meðan flestir borgararnir deyji útaf hryðjuverkaárásum Mujahideen.


mbl.is VG hafnar alfarið einkaflugher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband