Stórfurðulegur Skólinn í Grundarfirði

Já, ég bý í Snæfellsbæ og sæki framhaldsskóla í Grundarfirði daglega með rútu.  Ég sá flutningabílin á hliðinni og fann hvernig vindarnir ýttu rútunni sífellt til vinstri á veginum, og hefði rútan ekki verið jafnfull og hún var í dag hefði hún vel getað farið útaf. 

Það minnir mig nú á nokkuð skemmtilega staðreynd sem mér finnst nokkuð óhugnaleg, er að það virðist aldrei verið slegið af rútuferðum sama hver færðin er á milli Snæfellsbæjar og Grundarfjarðar, en auðvitað er rútuferðum sleppt ef færð er slæm milli Stykkishólms og Grundarfjarðar. 

Ég man þegar ferðin tók næstum 2 klukkutíma vegna blindbils og mikils rok á leiðinni, en rútan átti þó að keyra alla leið, þar sem mjög gott skygni þótti milli Stykkishólms og Grundarfjarðar. 

Sem og á seinastliðin föstudag var veður með ágætum hér í Snæfellsbæ, en rútuferðir lágu niðri vegna þess hve slæmt veðrið var í Kolgrafarfirðinum, milli Stykkishólms og Grundarfjarðar.  Sennilega er ástæðan fyrir þessu að flest allt starfslið skólans er komið úr Grundarfirði eða Stykkishólmi og mjög lítið af því utan úr Snæfellsbæ, en mér finnst þó leitt að lífi mínu sem og aðra samnemenda minna skuli vera stofnað í hættu vegna þessa samskiptaleysis. 
mbl.is Fiskflutningabíll valt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband