Færsluflokkur: Lífstíll
7.4.2009 | 23:45
Ákvarðanafælni Vinstri-Stjórnar
Ég hef fengið mig nóg að allir hrópi og klappi meðan vinstri flokkarnir sparka í Sjálfstæðisflokkin. Núverandi ríkisstjórn hefur sakað fyrrverandi ríkisstjórn um ákvarðanafælni. Allir ulla á sjálfstæðisflokkin því hann vill ekki stjórnarskrárbreytingar. Hins vegar virðist sem ekki einn ykkar vinstri sinnana hefur talað um ákvarðanafælni núverandi ríkisstjórnar. Núverandi ríkisstjórn hefur lofað endurreisn, sem hef ákveðið að kalla ,,perestrojka'' Því alveg eins og umbæturnar sem Michail Gorbajov lofaði, hefur stjórnin skilað svo litlu sem engu.
Dæmi um þessa ákvarðanafælni sem ég minnist á er að stjórnin þori ekki að taka óvinsælar enn nauðsynlegar ákvarðanir, þ.e.a.s. skera niður. Í stað þess hafa þeir einblýnt á vinsælar ákvarðanir, eins og bann við nektardans og breytingar á kosningalögum(stjórnarskrá). Þegar litið er á þetta sést samt strax að þessar aðgerðir eru hvorki tímabærar né gagnlegar. Bara til að toppa heimskunni í sjálfum sér ætla þeir á tíma mikils atvinnuleysis að auka það með því að senda starfsfólk Goldfinger á götuna.
Varðandi tíman sem stjórnin hefur sóað í stjórnarskrárbreytingar er ekki mikið að minnast á. Lýðræðislega kjörnin þingmenn sjálstæðisflokkinn standa á sínum skoðunum og þarf 2/3 til að samþykkja slíkar breytingar enn sá hluti fæst ekki. Í stað þess að láta gott heita og fara að nýta tíman í eitthvað gagnlegt þráast stjórnin við og reynir hvað eftir öðru að troða ofan í okkur þessum ótímanlegu stjórnarskárbreytingum. Því þorir stjórnin nú náttúrulega ekki, að byrja niðurskurð fyrir kosningar, enn einnig vilja þeir ekki láta grípa sig sitjandi á rassinum og gerandi ekkert.
Því nota þeir þetta frumvarp á 2 hætti, bæði til að sóa tíma til að missa ekki fylgi, og til að setja útá sjálfstæðisflokkinn, að sjálfstæðisflokkurinn sé leiðinlegur, að sjálfstæðisflokkurinn sé vondur. Ég hef aldrei séð neitt jafn fasískt á Íslandi og að stjórnin sætti sig ekki við það að hún fái ekki hreinan meirihluta til að breyta stjórnarskránni. Ekki er hægt að breyta því að 2/3 þurfi til, því það yrði fasismi, ekki er hægt að neyða sjálfstæðisflokkin eða bola honum burt, því það yrði fasismi. Í stað þess að taka sönsum og gera eitthvað gagnlegt halda þeir samt áfram til þess eins að sverta sjálfstæðisflokkin og forðast óvinsælar ákvarðanir.
Ef þetta frumvarp er svona gott, og sjálfstæðisflokkurinn er svona vondur, verður leikur einn að keyra þetta í gegn eftir kosningar. Annað hvort eru stjórnar-flokkar hræsnarar eða heimskingar, þeir hljóta að sjá að þeir eigi mun betri möguleika á þessum breytingum eftir kosningar, og þá eru þessar breytingar einnig tímanlegar. Því lengur sem þeir halda þessum skrípaleik áfram þeim mun meira fólk fattar þennan skrípaleik þeirra.
![]() |
Sjálfstæðismenn leggja fram sáttatillögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2009 | 06:08
snillingur okkar tíma.
,,Þegar ég var 17 ára vann ég á Burger King en komst síðan að því að ég græddi meira á því að koma fram á skemmtunum og syngja''
Greinilegt að konan sú arna búi yfir ,,gífurlegu'' fjármálaviti og visku. Svo er hún líka góð að teikna.
![]() |
Vann á hamborgarastað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2009 | 08:18
Hvers vegna væri það best?
sem sjálfstæðismaður tel ég það nú mitt verk að vera á móti stjórninni, og vill benda á hluti sem stjórnin stendur fyrir sem mér finnst beinlínis heimskulegir.
Eins og efnahagsástandið er í dag, datt ríkisstjórn okkar einhvern vegin í hug að nú væri rétti tíminn til að fara að loka Goldfinger. Ekki ætla ég að tjá mig um álit mitt á Goldfinger enn vill benda á að slíkt verk mætti vel sitja á hakanum í ástandi eins og í dag.
Stjórnarskrár breytingar sem ríkistjórnin vill núna varðandi kosningalög finnst mér vera óþörf, enda prófkjör afstaðinn og nenna fáir að standa í þeim strax aftur, svo ekki sé minnst á kvölina sem bíður þeirra sem þurfa að telja öll atkvæðin og persónubundna kjörseðla, sem og ógilda þá þar sem margir ösnuðust til að raða upp í fleiri enn 1 flokk eða krossa yfir einhverja sem þeim mislíkar.
Erfitt finnst mér að lýsa samfylkingunni, enda er sá flokkur sá fjölbreyttasti sem ég veit um, enda hýsir hann jafnaðarmenn, miðjumenn, feminísta, alþýðubandalagið og alþýðuflokkin svo lengi mætti telja. Einnig eftir að Ómar Ragnarson með Íslandshreyfinguna (sem ég kalla oft hægri græna) tel ég að samstaða í flokknum verði jafnvel enn minni. Oft hef ég sagt að samfylkingin er eini flokkurinn sem gæti fengið 100% atkvæða og samt orðið stjórnarslit.
Vinstri Grænir eru hins vegar mun skárri kostur hvað stjórnun varðar, þótt ég sé engan vegin sammála sósíalistastefnu þeirra. Oft hef ég heyrt vinstri-græningja segja að ástæðan fyrir háu fylgi sjálstæðisflokkin(fyrir hrun) væri heimska almennings. Nú þegar vinstri-grænir eru skyndilega vinsælir, er þá allt í einu heimskur almenningurinn orðin gáfaður? Eða er hann bara orðinn blankur og styður þá vinstri-græna? Að vera blankur er ekki það sama og vera gáfaður. Þvert á móti.
![]() |
Jóhanna: Sjálfstæðismenn áfram á bekknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2009 | 08:02
Ja hérna.
Ég veit ekki með aðra, enn ég vissi ekkert af A, N og P listanum.
Er það ekki frekar undarlegt þegar 300.000 manna þjóð er komin með 10-11 framboðslista meðan
300.000.000 þjóð(eða 250.000.000) eins og bandaríkin láti sér nægja bara 3?
Ekki hef ég kynnt mér stefnuskrá A,N og P listans enn óska þeim góðs gengis í kosningunum.
![]() |
Sex nýir listabókstafir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2009 | 20:11
er þetta nú ekki einum of af nafngiftaáráttu BNA
hvað í ósköpunum ætla þeir að kalla þetta í staðin, freedomly challenged? annexation impaired? freedomly challenged armed foreign milita who recently depossesed journalist of his upper body?
Vitna nú bara í George Carlin og segi að þessari pussification(píkuvæðingu) verður að linna.
![]() |
Hætta að nota hugtakið óvina stríðsmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2009 | 06:21
Obama tilbiðsla
Galli sem ég hef séð er að aldrei er hægt að gagngrýna Obama án þess að einhver hálfviti kemur hlaupandi til og kallar mann rasista. Sem er furðulegt, því ef hann heldur að öll gagngrýni á Obama sé útaf húðlit hans, er hann sjálfur rasisti. Enda lýt ég svo á að rasisti sé sá sem að mismunar fólki eftir húðlit, og það gildir líka um þá sem gera hærra undir fólki útaf því að það er dekkra.
Slíkur rasisti fer alltaf skelfilega í taugarnar á manni, sérstaklega því fólk er ekki eins meðvitað um það. Set ég því rasisma í annan flokk enn kynþáttahatur.
Auðvitað brennur nú sú spurning á lesanda þessa bloggs hvað ég hef útá Obama að setja, enn finnst mér sú gerð hans að dæla peningum í hrynjnandi bílaiðnað vera fáránleg. Sé ég ekki mikin tilgang í að halda uppi fyrirtækjum sem framleiða bíla í kapp við hvorn annan, bíla sem enginn vill kaupa. Ef eitthvað er finnst mér að ætti að skilja bílaiðnaðinn eftir uppá eigin spítur þar til þeir fatta að fólk vill sparneytna og ódýra bíla, ekki rándýra bensínháka.
Skyldu þeir ekki fatta það fara þeir á hausinn eins og viðurkennt yrði af vel þekktum markaðslögmálum, gætu þá stjórnendur þess eftir að hafa stungið af með fleirri milljónir(sem myndi gerast) þá kanski stofnað ný fyrirtæki sem framleiða bíla sem fólk vill kaupa.
Enn aftur að málinu, aldrei má maður segja það sem ég skrifaði hér áðan án þess að þurfa fyrst að útskýra fyrir a.m.k. 3 manneskjum af hverju ég er ekki rasisti og af hverju þeir eru fífl. Alltaf mátti gagnrýna George W. Bush, sem að vel átti það skilið, enn getur verið hugsanlegt að Obama sé meira poppstjarna frekar enn forseti?
Maðurinn er meistara ræðuhaldari, og góðhjartaður maður, enn mér finnst hugmyndir hans barnalegar og heimskulegar, þó ég viti að ekkert nema góðmennskan standi á bakvið þær. Enn fólk er víst eins og það er, og eins og ég hef tekið eftir með marga jafnaðarmenn, þá hugsa þeir oft ekki nógu djúpt inní hlutina. Auðvitað gæti ég haft rangt fyrir mér, þetta er bara dæmt að þeim jafnaðarmönnum sem ég þekki.
Enn já... næst þegar einhver gagngrýnir Obama, ekki halda að það sé útaf því að hann er svertingi, ef þú heldur það ertu rasisti, og ef þú ert rasisti ertu fífl. Fólk á að vera jafnt, menn eru ekkert heilagri eða óheilagri útaf litarhafti sínu. Það mætti halda að sumt fólk væri bara hrætt við einhverskonar hefnd.
Það er oft eins og fólk hugsi að forfeður okkar(hvítingja, ekki Íslendinga, við vorum í sporum svertingjanna(nýlendnanna) í langan tíma) komu hræðilega fram við forfeður svertingja, og fólk sé hrætt um að nú nálgist óðum einhver tími uppgjöra, sem er nú bara fáránlegt. Auðvitað komu forfeður hvítingja illa fram við forfeður svertingja, enn það er allt í gamla daga og ekki komum við illa fram við svertingja. Flestir þeirra sem nú lifa upplifðu aldrei grimmdina sem forfeður okkar sýndu þeim og ekki höfum við sýnt þeim grimmd.
Enn það er bara oft eins og sé svo hrætt við að vera rasistar, að þau verða það, bara öfugt, sem er alveg jafn mikill rasismi. Ef dómari dæmir mann harðari dómi því hann drap svertingja er rasismi. Svertinginn er alveg jafn mikill maður og hver annar, og dómurinn ætti að vera venjulegur dómur. Fólk kallar þá sem gagngrýna Obama oft rasista, sem er rasismi, því Obama er alveg jafn mikill maður og hver annar, það að álýta að aðrir standi stuggur af honum útaf lit er bara fáránlegt(þó einhverjir geri það).
Þessari heimsku þarf að linna og það á að vera kominn tími til að við komum fram við hvort annað sem jafningja. Liturinn skiptir engu máli.
![]() |
Obama styður hvalveiðibannið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2009 | 05:58
Hafa menn ekkert þarfara að gera?
Í besta falli er þetta komið úr munni einhvers sem nýlega hafði neytt LSD eða ofskynjunarsveppa.
Maðkar geta jú ekki lifað bara á sælgæti.
![]() |
Engin kvörtun um maðka í nammibar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2009 | 05:53
vanhæfur forseti?
Hvernig dettur manninum annað eins bull í hug? Eitt er að troða trú inní stjórnmálin, enn að mismuna fjölskyldum eftir því á hvaða degi sonur þeirra fæðist? Ja hérna... ef þessi forseti verður endurkosinn mun ég taka niður af fyrir pútin og senda honum 1000 kall næst þegar Rússland ræðst á Tsjetsjeníska hryðjuverkamenn. Svo lengi sem hann lofar að fólkið þurfi ekki að lifa undir vitleysu þessa forseta

![]() |
Bónus fæðist drengir á fæðingardegi Múhammeðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2009 | 07:20
Óheppinn karlinn
![]() |
Lék rússneska rúllettu og lést |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2009 | 15:05
hættið þessari bölvuðu vitleysu.
Seinast þegar hvalveiðar voru leyfðar voru allir á nálum um að það eyðileggði túrisman fyrir okkur. Sem gerðist ekki. Og af hverju ætti það að gerast núna?
Eina fólkið í heimi sem virkilega tæki þessu svona nærri sér að koma ekki til Íslands útaf hvalveiðum væru hálfvitar(sem eru b.t.w. alltaf að stoppa á miðjum þjóðveginum á blindhæðum takandi myndir af fuglum, stórhættulegir) og Hippar. Hippar eiga ekki pening og ég held að við getum gert án fleirri hálfvita.
![]() |
Hóta að taka Ísland út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)