Hvers vegna væri það best?

sem sjálfstæðismaður tel ég það nú mitt verk að vera á móti stjórninni, og vill benda á hluti sem stjórnin stendur fyrir sem mér finnst beinlínis heimskulegir.

Eins og efnahagsástandið er í dag, datt ríkisstjórn okkar einhvern vegin í hug að nú væri rétti tíminn til að fara að loka Goldfinger.  Ekki ætla ég að tjá mig um álit mitt á Goldfinger enn vill benda á að slíkt verk mætti vel sitja á hakanum í ástandi eins og í dag. 

Stjórnarskrár breytingar sem ríkistjórnin vill núna varðandi kosningalög finnst mér vera óþörf, enda prófkjör afstaðinn og nenna fáir að standa í þeim strax aftur, svo ekki sé minnst á kvölina sem bíður þeirra sem þurfa að telja öll atkvæðin og persónubundna kjörseðla, sem og ógilda þá þar sem margir ösnuðust til að raða upp í fleiri enn 1 flokk eða krossa yfir einhverja sem þeim mislíkar. 

Erfitt finnst mér að lýsa samfylkingunni, enda er sá flokkur sá fjölbreyttasti sem ég veit um, enda hýsir hann jafnaðarmenn, miðjumenn, feminísta, alþýðubandalagið og alþýðuflokkin svo lengi mætti telja.  Einnig eftir að Ómar Ragnarson með Íslandshreyfinguna (sem ég kalla oft hægri græna) tel ég að samstaða í flokknum verði jafnvel enn minni.   Oft hef ég sagt að samfylkingin er eini flokkurinn sem gæti fengið 100% atkvæða og samt orðið stjórnarslit. 

Vinstri Grænir eru hins vegar mun skárri kostur hvað stjórnun varðar, þótt ég sé engan vegin sammála sósíalistastefnu þeirra.  Oft hef ég heyrt vinstri-græningja segja að ástæðan fyrir háu fylgi sjálstæðisflokkin(fyrir hrun) væri heimska almennings.  Nú þegar vinstri-grænir eru skyndilega vinsælir, er þá allt í einu heimskur almenningurinn orðin gáfaður?  Eða er hann bara orðinn blankur og styður þá vinstri-græna?  Að vera blankur er ekki það sama og vera gáfaður.  Þvert á móti.


mbl.is Jóhanna: Sjálfstæðismenn áfram á bekknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband