Færsluflokkur: Lífstíll
24.5.2013 | 16:03
Ekki alveg laust við hræsni hér.
Tilvitnun: ,,Vörur frá Monsanto eru ekki aðeins skaðlegar umhverfinu heldur einnig fólki og geta valdið alvarlegum sjúkdómum. Það er skammarlegt að ríkisstjórnir heimsins og alþjóðasamfélagið hafi ekki gripið í taumana eða látið gera raunverulegar hlutlausar rannsóknir á erfðabreyttum fræjum og öðrum vörum Monsanto''.
Hún vill meina að vörurnar séu ekki sannaðar öruggar, en á sama tíma hendir fram fullyrðingum um að þær steindrepi menn án sannana.
Annars mæli ég með að fólk kynni sér örlítið verk Norman Borlaug, og hægt er að byrja á wikipedíunni eins og alltaf:
http://en.wikipedia.org/wiki/Norman_Borlaug
Hins vegar hef ég heyrt af því að bændur sem hafa notað vörur frá Monsanto og vilja hætta því, séu í miklum vandræðum að hreinsa allar erfðabreyttar plöntur af lóðinni, og geta því oft átt yfir sér kærur eða rukkanir frá Monsanto, og styð heilshugar endurskoðanir á höfundarréttarlögum varðandi erfðabreytt matvæli, enda getur hvaða maður sem er séð að erfðabreytt matvæli séu það sem koma skal, og því þarf einhvað skipulagt regluverk í kringum þetta. Hafa ber í huga að flestir lagasemjarar hafa ákaflega litla sérfræðiþekkingu af landbúnaði og erfðabreytingum, hvað þá nokkru öðru, svo eflaust tekur þetta ágætan tíma.
Dæmi eru um að erfðabreytt matvæli hafi komið verr út en gömlu góðu kynbæturnar, en allir sem hafa horft á sjónvarp í gegnum ADSL snúruna geta sagt að það er aldrei neitt fullkomið í fyrstu tilraun. Ef að vörur Monsanto eru svona hrikalega lélegar reikna ég með að bændur haldi sig einfaldlega frá vörunum þeirra.
Ganga gegn Monsanto á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2013 | 16:48
Nasismi í dag.
Nú vil ég ekki lækka sjálfan mig á það plan virðist ríkja á athugasemdakerfum annarra fréttaveita, en svo virðist sem rifrildið standi sem hæst vegna trúar geðsjúklinganna tveggja sem þarna fóru hamförum. Og er planið lágt á báðum stöðum, t.d. vanvitaleg athugasemd um að nasistar hafi drepið í nafni kristninnar og þar eftir götunum.
Ég tel ekki að þessar skepnur, hafi drepið í nafni Íslams.
Ég tel að þeir hafi drepið í nafni Íslamsyfirhyggju(Islamist Supremacism).
Íslamyfirhyggja er samanborin við Íslam eins og nasismi er samanborinn við Þjóðverja.
Nasismi sagði í grófri mynd:
Við, Aríar, erum herrar jarðarinnar, og yfir allra aðra hafnir og höfum ávallt rétt fyrir okkur, aðrir eru óhreinir og má drepa ef þeir eru til trafala. Gyðingarnir eru verstir enda þjófóttir og óvelkomnir.
Íslamyfirhyggjan segir í grófri mynd:
Við, Múslimar, erum herrar jarðarinnar, og búum yfir hinum eina sanna sannleik, og megum því ráðskast með allt og alla eins og okkur hentar, aðrir eru óhreinir og hafa rangt fyrir sér. Gyðingarnir eru verstir enda þjófóttir og óvelkomnir.
Hægt er að nota yfirhyggju í fleiri tilvikum, til dæmis hvítyfirhyggju(White Supremacism) og myndi grófa myndin útleggjast alveg eins, nema orðið hvítir komið í stað Íslam.
Í sjálfu sér virðist eini munurinn sá að Nasistarnir voru í örlítið smekklegri fötum og með snyrtilegri skegg. Grunnhugmyndafræðin er sú sama, sem er yfirhyggja(Supremacism).
Annars vegar er mun erfiðara að berjast gegn Íslamyfirhyggjunni, heldur en nasismanum, enda var nasisminn útúrhrópaður sem rasismi og illska, og hafði eingöngu eitt land sem hægt var að berjast við á vígvellinum til að stoppa. Það tók nokkur ár en hafðist þó.
Hins vegar eru andstæðingar Íslamyfirhyggju úthrópaðir sem rasistar og illir í dag, og teygir þessi ýlda sig um allan heim virðist vera, að frátalinni Suður-Ameríku.
Ekki ætla ég að reyna að hugsa upp nein ráð til að berjast gegn yfirhyggju, það má eflaust borga einhverjum ,,sérfræðingum'' fyrir það, en þó ber að hafa í huga að mismunandi aðferðum þarf að beita gegn mismunandi yfirhyggjuhópum.
Kommúnistar eru einnig ágætis yfirhyggjuhópur, enda hafa þeir einkaleyfi á sannleika, rökum og kærleik, ef marka má þeirra eigin málsburð í rökræðum. Þeir sem eru á móti þeim eru annaðhvor vanvitar eða einfaldlega illir.
Nasismi er enn við lýði í dag, og hann nefni ég yfirhyggju.
Kom að vettvangi árásarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2012 | 14:27
Heldri fróðleikur
http://www.damninteresting.com/the-heroes-of-sars/
Ágætis lesefni og fræðandi grein, mæli með að fólk lesi hana.
Ný tegund bráðalungnabólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2012 | 13:58
Endemis þvæla
Ef einhvað gæti múslímska bræðralagið sjálft hafa kostað myndina til að dreifa athyglinni frá valdaráni Morsis, sem hefur gert sig að valdameiri heldur en Mubarak var nokkurntíman, enda hefur hann tekið öll völd frá herforingjaráðinu en ekki enn fært löggjafarvaldið aftur til þingsins. Koptarnir gætu verið sökudólgar, enda eflaust komnir með upp í kok á ofsóknum meirihluta egypta eftir fall Mubaraks.
Eitt er víst, ég hef ákaflega litla trú á lýðræðisumbótum í Egyptalandi.
Dularfull kvikmynd kveikir í arabaheiminum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2012 | 15:53
Verður þetta það sem koma skal?
Spurning hvort að vel takist up, í stað google verður leitarsíða Írönsku ríkisstjórnarinnar, í stað bloggveita verður íranskaríkisbloggveitan og svo framvegis.
Vonandi er þetta nú bara uppspuni því ef þeir myndu gera þetta og vel tækist upp gæti ég vel trúað öðrum ríkjum til að fylgja eftir, t.d. Kínverjar sem hafa varla undan nú þegar í að ritskoða internetið. Eflaust myndu þeir vera ánægðir með sér kínverskt internet.
Norður-Kórea ætti samt ekki að þurfa að standa í neinum slíkum hugleiðingum, fyrst þurfa þeir að kaupa sér tölvu.
Íranar þróa nýtt net | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2012 | 12:11
Stjórnarskrá Bandaríkjanna
Jafnvel þó túlka megi klausu stjórnarskráarinnar gegn þrælahaldi svo að hún verndi alla, óháð hverjir þeir eru(ef til vill dýr líka) þá strandar það því miður á fyrstu orðum stjórnarskráar Bandaríkjanna.
,,We the people'' Eða við fólkið. Þar af má draga þá ályktun að allt sem fylgi þessum orðum eigi eingöngu við um mannfólk, en ekki aðra. Annars hefði ef til vill staðið ,,Við spendýrin'' eða ,,Við lífverurnar''.
En þetta er samt sigur fyrir P.E.T.A. því óháð fáránleika kærunnar verða Sea World's menn að standa í málinu með tilheyrandi tímasóun og kostnaði.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2012 | 11:33
Fáránlegt
Þar sem þessi löggjöf myndi eingöngu bitna á þeim sem eiga vopnin löglega til skotfimi, myndi þetta auðvitað engin áhrif hafa á þá sem myndu smygla sér inn ólöglegu vopni til að nota við glæpi.
Seinast þegar ég man eftir því að maður var drepinn á Íslandi með skotvopni var ekki um neina undierheimastarfsemi að ræða heldur geðveiki, en það var víst bara venjulegur veiðiriffill og hefði gerandinn vel getað áorkað sömu niðurstöðu með hamri eða kjöthníf.
Heldur frumvarpshöfundur virkilega, að glæpamenn munu fylgja lögunum?
Dauði skammbyssuskotfimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2011 | 15:23
Er þetta viturlegt
Það byggist aðalega á því að Össur hefur líklegast til klúðrað pólitísku lífi sínu á Íslandi með því að sækja jafnhart að ESB og raun ber vitni, í óþökk þjóðarinnar.
Eina von Össurs er að vera búinn að koma Íslandi í sæti í ESB fyrir lok kjörtímabils, því enginn annar flokkur tekur við honum nema Samfylking.
Það er almennt vitað að Össur setur ESB-umsóknina framar öllu, hann var kosinn út á hana og ef til vill gætu vinsældir hans innan samfylkingar staðið á því hvort hann kemur okkur inní ESB eða ekki. Takist Össur ekki að koma okkur í ESB fyrir kjörtímabilslok reikna ég með að hann fari úr Íslenskri pólitík.
Þess vegna finnst mér harla heimskulegt, að hafa sama mann yfir Icesave málinu og ESB umsókninni, vegna þess að hagsmunir skarast þarna.
Árni Páll hafði staðið sig vel, og myndi eflaust halda því áfram, fengi hann tækifæri til.
Þetta jaðrar við Stalínisma, þar sem menn sem stóðu sig vel var komið burt, og í staðinn settir menn sem voru oftast óhæfir, en héldu stuðningi við flokkin og stefnu hans. Össur er vissulega sammála stefnu samfylkingar, sem er ESB-ESB-ESB.
Össur fer með Icesave-málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2011 | 21:04
Kínverskir fjárfestar
Mikið er þetta nú kunnugleg saga. Núna er almennt trúað að þeir sömu Kínversku auðmenn hafi verið í vinnu hjá Kínverska ríkinu og fjárfest í því sem Kínverska ríkið sagði þeim að fjárfesta.
Skipið fór nefnilega ekki til Macau í Suður-Kína eins og til stóð, heldur til Dalían í norð-austur Kína og fór þar í slipp. Einn maður sem ég þekki sagði mér, að þótt ég treysti ekki Kínversku ríkisstjórninni(enda verstu fasistar) þá ætti ég ekki að láta það bitna á Kínverskum fjárfestum.
En hve auðvelt er fyrir Kínverska ríkið að kæra og dæma auðmenn sína um fjárlagabrot(sönn eða loginn) skyldu þeir gerast stjórninni ósamvinnuþýðir? Auðmenn í kommúnistaríki er þversögn í sjálfu sér, ég gæti best trúað því að þessir menn væru í vinnu hjá Kínverska ríkinu við það eitt að fjárfesta í því sem þeim er sagt, og fá í skiptum að stunda viðskipti sín nokkuð frjálslega innan(og utan) Kínverskra laga, svo lengi sem þeir svari köllum stjórnarinnar.
Myndir af nýju kínversku herskipi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2011 | 14:32
Slæmt fordæmi
Hryðjuverkamenn sem voru í fangelsum geta nú tekið þátt í annar árásarhrinu gegn Ísrael, og jafnvel kennt börnum tækni. Auk þess hefur eftirgjöf Ísraela beinlínis hvatt Hamas til að halda áfram mannránum og hryðjuverkum. Þeim eflist móður, vitandi að hægt sé að sleppa við að afplána alla sína refsingu ef þeim tekst að ræna Ísraelsmönnum, og fyrst að Ísraelskir fangar eru virði svona margra Hamas-liða, munu þeir fjölga mannránum ef einhvað er. Þeir gætu jafnvel tekið upp á því að reyna að ræna börnum við fleiri tækifæri, þau væru ábyggilega virði 2000 fanga.
Shalit kominn til Ísraels | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)