Obama tilbiðsla

Jæja, þetta var kornið sem fyllti mælin hjá mér að Obama sé ekkert annað enn átrúnaðargoð jafnaðarmanna og náttúrusinna og fleirra í slíkum sósíalíska dúr.  Maðurinn er jú ágætur, og hefur engu klúðrað almennilega enn...

Galli sem ég hef séð er að aldrei er hægt að gagngrýna Obama án þess að einhver hálfviti kemur hlaupandi til og kallar mann rasista.  Sem er furðulegt, því ef hann heldur að öll gagngrýni á Obama sé útaf húðlit hans, er hann sjálfur rasisti.  Enda lýt ég svo á að rasisti sé sá sem að mismunar fólki eftir húðlit, og það gildir líka um þá sem gera hærra undir fólki útaf því að það er dekkra. 

Slíkur rasisti fer alltaf skelfilega í taugarnar á manni, sérstaklega því fólk er ekki eins meðvitað um það.  Set ég því rasisma í annan flokk enn kynþáttahatur. 

Auðvitað brennur nú sú spurning á lesanda þessa bloggs hvað ég hef útá Obama að setja, enn finnst mér sú gerð hans að dæla peningum í hrynjnandi bílaiðnað vera fáránleg.  Sé ég ekki mikin tilgang í að halda uppi fyrirtækjum sem framleiða bíla í kapp við hvorn annan, bíla sem enginn vill kaupa.  Ef eitthvað er finnst mér að ætti að skilja bílaiðnaðinn eftir uppá eigin spítur þar til þeir fatta að fólk vill sparneytna og ódýra bíla, ekki rándýra bensínháka. 

Skyldu þeir ekki fatta það fara þeir á hausinn eins og viðurkennt yrði af vel þekktum markaðslögmálum, gætu þá stjórnendur þess eftir að hafa stungið af með fleirri milljónir(sem myndi gerast) þá kanski stofnað ný fyrirtæki sem framleiða bíla sem fólk vill kaupa.

Enn aftur að málinu, aldrei má maður segja það sem ég skrifaði hér áðan án þess að þurfa fyrst að útskýra fyrir a.m.k. 3 manneskjum af hverju ég er ekki rasisti og af hverju þeir eru fífl.  Alltaf mátti gagnrýna George W. Bush, sem að vel átti það skilið, enn getur verið hugsanlegt að Obama sé meira poppstjarna frekar enn forseti?

Maðurinn er meistara ræðuhaldari, og góðhjartaður maður, enn mér finnst hugmyndir hans barnalegar og heimskulegar, þó ég viti að ekkert nema góðmennskan standi á bakvið þær.  Enn fólk er víst eins og það er, og eins og ég hef tekið eftir með marga jafnaðarmenn, þá hugsa þeir oft ekki nógu djúpt inní hlutina.  Auðvitað gæti ég haft rangt fyrir mér, þetta er bara dæmt að þeim jafnaðarmönnum sem ég þekki. 

Enn já... næst þegar einhver gagngrýnir Obama, ekki halda að það sé útaf því að hann er svertingi, ef þú heldur það ertu rasisti, og ef þú ert rasisti ertu fífl.  Fólk á að vera jafnt, menn eru ekkert heilagri eða óheilagri útaf litarhafti sínu.  Það mætti halda að sumt fólk væri bara hrætt við einhverskonar hefnd. 

Það er oft eins og fólk hugsi að forfeður okkar(hvítingja, ekki Íslendinga, við vorum í sporum svertingjanna(nýlendnanna) í langan tíma)  komu hræðilega fram við forfeður svertingja, og fólk sé hrætt um að nú nálgist óðum einhver tími uppgjöra, sem er nú bara fáránlegt.  Auðvitað komu forfeður hvítingja illa fram við forfeður svertingja, enn það er allt í gamla daga og ekki komum við illa fram við svertingja.  Flestir þeirra sem nú lifa upplifðu aldrei grimmdina sem forfeður okkar sýndu þeim og ekki höfum við sýnt þeim grimmd. 

Enn það er bara oft eins og sé svo hrætt við að vera rasistar, að þau verða það, bara öfugt, sem er alveg jafn mikill rasismi.  Ef dómari dæmir mann harðari dómi því hann drap svertingja er rasismi.  Svertinginn er alveg jafn mikill maður og hver annar, og dómurinn ætti að vera venjulegur dómur.  Fólk kallar þá sem gagngrýna Obama oft rasista, sem er rasismi, því Obama er alveg jafn mikill maður og hver annar, það að álýta að aðrir standi stuggur af honum útaf lit er bara fáránlegt(þó einhverjir geri það). 

Þessari heimsku þarf að linna og það á að vera kominn tími til að við komum fram við hvort annað sem jafningja.  Liturinn skiptir engu máli. 
mbl.is Obama styður hvalveiðibannið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband