Færsluflokkur: Heimspeki

OOOOOOOG raus..............

Þegar maður hefur farið í göngutúra, gerir maður sér grein fyrir því að maður sé að hugsa.  Hugsa án þess að neinn trufli mann.  Þú getur hugsað og hugsað og ekkert kemur í veg fyrir það.  Sem að er ótrúleg tilfinning.  Venjulega heima þegar maður reynir að hugsa fer maður ósjálfrátt að horfa á sjónvarpið eða á netið eða að tala við einhvern enn ekkert slíkt truflar mann þegar maður er í göngutúr. 

Á seinasta túr mínum hugsaði ég um vísindagrein sem ég las í lifandi vísindi um þróun augnanna, og fór að velta fyrir mér eigin augum og sjón.  Fór síðan úr því að hugsa útí hvernig maður gæti grætt á því.  Þótt sjónin sé stórkostleg, og ótrúlega flókið verkfæri, eru því miður allir með hana og er hún því ekkert sérstök.  Enn einhvern vegin hlaut maður að geta grætt á henni. 

Datt mér þá í hug að rukka um afnotagjöld.  Alveg eins og maður sem á lóð getur heimtað pening ef einhver vill reisa auglýsingaskilti á lóðinni, ætti ég að geta heimtað pening á því að næringarefni eru notuð í augun til að greina það sem ég sé fyrir mér.  Þótt ekki taki nema örfáar nanósekúndur verður heili minn alltaf fyrir vonbrigðum þegar í ljós kemur að öll vinnan var bara fyrir auglýsingu..... enn auglýsendur notfæra sér sjón mína alveg jafn mikið og landspildu fyrir auglýsgaspjald, pláss á milli dagskráa í sjónvarpi og bútum af tímaritum og vefsíðum. 

Fyrst þeir geta rukkað fyrir að láta fólk sjá auglýsinguna, hvers vegna get ég ekki rukkað fyrir að láta fólk sjá hana, þ.e.a.s. mig.  Auðvitað veit ég að alls ómögulegt væri að heimta afnotagjöld af sjón minni, enn væri endilega þess virði að skrifa vel orðaðan tölvupóst og senda einhverntíman. 

Sem dró mig að annari hugleiðingu, sumir menn kaupa svokallaða pop-up blocker fyrir internetvafran sinn, til að koma í veg fyrir að auglýsingar skjóti í sífellu upp og auðvitað fór ég að hugsa útí hvernig hægt væri að færa þetta yfir á aðra miðla.  Tee-vo hefur gert fólki mögulegt að hluta til í Ameríku að komast hjá auglýsingum, enn hvernig væri hægt að koma slíku fyrir í almennu lífi. 

T.d. í hvert skipti sem maður sér einhvern drekka Coca Cola, er það óbein auglýsing, enda eru öll heimsins fyrirtæki mjög dugleg að prenta nafnið sitt á eigin vörur.  Auðvitað datt mér í hug hvort maður ætti þá ekki að fá afslátt.  Þú kaupir kók, og drekkur það með vinum þínum, og ert þá að auglýsa kók ósjálfrátt.  Frítt.   Nema þú borgaðir fyrir það. 

Ef ég gæti safnað saman öllum hálfs-líters kókflöskum sem eru ennþá með merkimiðan á sér sem ég hef drukkið á ævinni, er það ansi stórt safn.  Án efa mun áhrifameira enn litla skiltið fyrir ofan sjoppuna.  Andskotinn hafi það ég ætti að fá borgað.  Er búinn að auglýsa þá blindandi, talandi um hve betra kók sé enn Pepsí og drekkandi fyrir framan alla. 

Það eitt að fyrirtæki seti merkið sitt á fötin þín sem þú í heimsku telur vera stöðutákn í samfélaginu er í raun heldur ekkert annað enn auglýsing.  Menn hafa komist upp með að framleiða buxur fyrir 500 kall, hengja svo litla auglýsingu á og þá geta þeir selt buxurnar fyriri 15.000 kall.  Á sama tíma gefa önnur fyrirtæki fría boli með merkinu sínu á, sem er skiljanlegra.  Fyrri dæmið er klassískt dæmi þar sem neitandinn er tekinn í ósmurt ****gatið og telur sig vera að gera gáfulegan hlut. 

Jæja, nóg komið af þessu rausi.  Ég ætla að fara og finna mér þjöl til að skrapa Diesel stafina af beltinu mínu, auglýsi ekkert ókeypis.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband