Skyldi einræði víkja fyrir trúræði?

Það fara um mann blendnar tilfinningar þegar maður heyrir af mótmælum í Egyptalandi.  Líkt og flestir vita köstuðu Túnisbúar nýlega af sér hlekkjum einræðis fyrir stuttu, og virðist allt á góðri leið þar.  Hins vegar er ágætismunur á Túnis og Egyptalandi sem veldur mér áhyggjum.

Túnis hafði nefnilega stóra og sterka millistétt og menntað fólk, meðan flestir Egyptar eru undir fátæktarmörkum og margir ólæsir.  Það er áhyggjuefni að Egyptaland gæti farið sömu leið og gerðist við Persíu, núverandi Íran þegar keisaranum var steypt af stóli.  Við tók auðvitað hinn frægi Ayatollah. 

Það þarf ekki að útlista leiðindin og ófremdarástandið sem gæti skapast ef öfgaímanar taki þar völdin.  Eflaust mun sú atburðarás fara á þennan hátt. 

Fyrst drepa þeir koptana, eða gera þá að annarsflokksþegnum.  Svo byrja þeir vopnaflutning til Hamas á Gaza ströndinni, enda með landamæri við Gaza.  Þá fer að bera meira á Hamas mönnum sem gæti endað í annari innrás Ísraela á Gaza, en þá gæti svo farið, að ef öfgamenn hrifsa til sín völdin í Egyptalandi, að stríð brjótist út. 

Því nennir enginn, en ekki er öll von úti, því óstöðug ríki er auðvelt að hafa áhrif á.  Vesturlönd verða bara að standa sig betur til að byggja upp lýðræði að vestrænum sið, og verða að vera fljótari að því en nágrannalönd Egypta, Líbýa og Sádi-Arabía. 


mbl.is Mótmæli aukast í Egyptalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband