Ekkert óeðlilegt við þá ósk

mynd.jpgNú veit ég ekki hvort þessar kenningar um iðnaðarnjósnir Kínverja á Íslandi eru sannar, en eins og allir sem hafa þornað bakvið eyrun vita stunduðu Bandaríkjamenn og Sovétmenn umfangsmiklar njósnir hér á landi, þó njósnirnar hafi aðalega borist að hvor öðrum, og komið Íslendingum lítið við. 

Hins vegar eru Kínverjar nýjir aðilar í þessu, og nú er tíðin einnig önnur.  Þegar Sovétmenn og Bandaríkjamenn börðust til áhrifa á Íslandi var Ísland frekar vanþróað land.  Í dag er hins vegar þjóðin gífurlega vel menntuð, hugvit Íslendinga er mikið og tækniþekking fremri flestum.  Bandaríkjamenn og rússar hafa kanski lítin áhuga á slíku, enda eru þeir ekki alltof aftarlega á merinni sjálfir, bandaríkjamenn mjög framarlega og rússar eru eiga í efnahagsvandamálum að stríða, sem koma tækniþekkingu lítið við. 

Kínverjar eru hins vegar að núna á breytingastiginu.  Því stigi þegar landið er að umhverfast frá iðnaðarríki sem byggir iðnaðinn á verksmiðjufjölda, í ríki sem byggir iðnaðinn á tækni og hugviti.  Þeir eru ekki jafn vel að sér í þeim þróuðustu vísindum, en hins vegar eru Íslendingar sú tæknivædda þjóð sem hefur minnsta öryggið gagnvart iðnaðarnjósnum, og því auðvelt að skoða starfsaðferðir fyrirtækja, tækjabúnað svo ekki sé minnst á hugbúnað sem þau eiga, og annað sem þau hanna og er ekki fyrir samkeppnisaðilan. 
mbl.is Fer fram á rannsókn á njósnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband