27.12.2009 | 16:30
Einföld lausn
Ekki veit ég hvort þetta sé niðurgreitt þarna í Bretlandi, enn ef svo er, þá er lausnin jafnvel einfaldari.
Eina sem þarf að gera er að stighækka kostnaðinn við fóstureyðingar. Þ.e.a.s. hún verður dýrari í hvert skipti, fyrsta skiptið ætti að vera auðvelt, annað líka. Þriðja ætti að vera dýrt og sem og fjórða. Fimmta og sjötta skiptið ætti eingöngu að vera á auðmannsfæri, enn það er óskhyggja að ætlast til að nokkur manneskja fari svo oft í fóstureyðingu. Nema núna, í þetta eina skipti, enn hún hefði ábyggilega ekki farið í fyrstu 5 hefðu þeir verið á stighækkandi kostnaði.
Vonandi innleiða nú einhverjir þetta, þá er ýtt meira við fólki að nota smokkinn sem er ekki bara ódýrari, heldur ver einnig gegn kynsjúkdómum.
Eina sem þarf að gera er að stighækka kostnaðinn við fóstureyðingar. Þ.e.a.s. hún verður dýrari í hvert skipti, fyrsta skiptið ætti að vera auðvelt, annað líka. Þriðja ætti að vera dýrt og sem og fjórða. Fimmta og sjötta skiptið ætti eingöngu að vera á auðmannsfæri, enn það er óskhyggja að ætlast til að nokkur manneskja fari svo oft í fóstureyðingu. Nema núna, í þetta eina skipti, enn hún hefði ábyggilega ekki farið í fyrstu 5 hefðu þeir verið á stighækkandi kostnaði.
Vonandi innleiða nú einhverjir þetta, þá er ýtt meira við fólki að nota smokkinn sem er ekki bara ódýrari, heldur ver einnig gegn kynsjúkdómum.
Fóstureyðing notuð sem getnaðarvörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki veit ég hvort mér liði betur að vita af þessum fjölda fóstureyðinga sem þessar stúlkur eru að fara í hvor um sig, eða sú hugmynd að þær myndu ala einhver þessara barna..
En ég held að dýrar fóstureyðingar ýti ekkert endilega við fólki að nota frekar smokkinn, þar sem núverandi staða hefur leitt af sér þessa afleiðingu.
Reyndar ef út í það er farið, að stúlka sem hefur farið í átta fóstureyðingar, afhverju hún hreinlega lætur ekki bara taka sig úr sambandi. Finnst eiginlega að það sé engin afsökun sem ætti að fá hana af því þar sem hún hefur greinilega enn ekki lært af mistökum sínum ennþá, er hún hefur greinilega lítinn áhuga á barneignum yfir höfuð.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 27.12.2009 kl. 17:12
Ef fólk hefur ekki efni á fóstureyðingu sem er ekki nema á auðmanna færi, hefur það þá efni á að eignast börn?
Að gleyma/nenna ekki/kunna ekki að nota smokkinn, hvort sem það er einu sinni eða átta sinnum, er ekki svo alvarlegur glæpur að barn sé hæfileg refsing - enda varla til nokkurra bóta að dæma barnið til að alast upp hjá móður sem vildi það ekki, og ekki er á bætandi fjölda munaðarlausra barna.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 27.12.2009 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.