Þvílík forræðishyggja!!!

Þegar vinstri stjórnin var kosin vonaði ég að ríkisstjórnin og þingmeirihlutinn myndi einbeita sér að efnahagsástandinu, enn vissi þó einhvern vegin að þingmennirnir myndu telja sig vita hvað væri mér fyrir bestu.  Eitt er það sem ég illa þoli og það er forræðishyggja, þegar þingið og ríkisstjórnin fer að skipta sér af einkalífi fólks.  Til þess höfum við dómstólana, sem eru að mínu mati einu stofnaninar sem mega skipta sér af einkalífi fólks, við rannsóknir á glæpum og þess háttar. 

Aldur til að geta keypt tóbak verði hækkaður í 20 ár fyrir árslok 2010.
• Aldur til að afgreiða tóbak verði hækkaður í 20 ár fyrir árslok 2010.
 
Þessu tvennu hef ég ekkert á móti, enn hefði þó frekar kosið að áfengiskaupaldurinn hefði verið lækkaður í stað að hækka tóbakið.  Ekki nóg með að 18 ára menn mega ekki kaupa sér vín í eigið brúðkaup, nú mega þeir ekki heldur kaupa sér vindla. 

Þingið telur óæskilegt að leikarar reyki í íslenskum bíómyndum og á leiksviðum.

Þetta finnst mér alger óþarfi, og jaðrar við þann fáránleika þegar átti að klippa reykingasenur úr Tomma og Jenna teiknimyndunum í Bretlandi, vegna þess að enginn reykingamaður sem ég þekki byrjaði að reykja útaf bíómyndum. 

Stefnt verði að því að afnema reykingar á almannafæri

Ef skilgreiningin á ,,almannafæri'' sé útá götu þá gætu þeir alveg eins bannað reykingar, reykingamenn eru nú þegar reknir útá götu til að reykja.  = ef ég væri í vinnunni,  skryppi út þyrfti ég að ferðast 12 kílómetra leið til að reykja. 

"• Að hætta sölu tóbaks í matvöruverslunum og á bensínstöðvum fyrir árslok árið
2010.
• Að hætta sölu tóbaks í söluturnum árið 2012.

Ef þetta þýðir að tóbak verði eingöngu selt í ÁTVR þá held ég að fólk verði að velja á milli reykingalaust umhverfi í skiptum fyrir aukið svifryk, enda eru ÁTVR búðirnar oftast langt frá fólki. 

Hvað sem því lýður, sé ég ekki tilganginn.  Sumir vilja reykja, þeir vita um áhættuna, og að þeir verði líklegast ekki eldri enn 60 og eitthvað ára.  Sumum finnst það bara í lagi.  Flestir okkar reykingamannana eru nógu tillitssamir til að reykja ekki í kringum þá sem ekki vilja það.  Ég held að ef Ísland yrði fyrsta ,,Reyklausa land í heimi'' myndum við færast langt neðar á listanum yfir frjálsustu lönd í heimi.  Meira að segja í Kína má fólk þó reykja. 

Hvað sem því líður, þá er fólk ekki jafn heimskt og af er látið, og fólk getur í flestum tilvikum ákveðið hvað er best fyrir sig.  Við þurfum ekki eitthvað fólk niður á þingi til að segja okkur hvað er best fyrir okkur, hunskisti heldur til að gera það sem þið voruð kosin til að gera, til að slá skjaldborg um heimilin. 



Bætt við 19:58 Laugardaginn 12. september

Að vísu má þræta að tóbak kosti samfélagið, enn þar má nefna að reykingamenn borgi einnig skatt sem og auka skatt af sígarettupökkunum, enda hafa pakkarnir hækkað úr 500 kr í 850 krónur á 3-4 árum. 

Ef það er ekki nóg fyrir fólk sem er á móti reykingum má bara hækka sjúkratryggingarnar hjá þeim sem reykja (það er víst löngu búið að því)

Það er eitt að fólki líkar illa við reykingar, enn annað að vera álitinn annars flokks samfélagsþegn. 
mbl.is Tóbak verði tekið úr almennri sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú tekur ekki með í reikninginn hvað reykingar kosta samfélagið gríðarlegan pening.

Ekki aðeins fáránlega dýrar krabbameinsmeðferðir og aðrar meðferðir vegna sjúkdóma sem reykingar valda, heldur einnig það að fólk á besta aldri dettur útaf vinnumarkaðnum og hættir að leggja fram til samfélagsins.

Ef að reykingar væru bannaðar með öllu myndi sparast heilmikill peningur sem væri hægt að nýta til að hjálpa heimilunum í landinu 

Eða bara hækka skattana á tóbakinu þannig að það borgi upp heilbrigðiskostnaðinn? Það væri kannski sanngjarnast og myndi vernda þetta margumtalaða frelsi reykingamanna. 

Þóra (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 03:19

2 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Mikið er ég sammála þér með þessa blessuðu FORRÆÐISHYGGJU. Ég er 55 ára og tel mig orðna nóg gamla til að vita hvað ég vil og vil ekki. Ég þarf ekki á örfáum konum og körlum til að "SEGJA MÉR" hvað ég má og má ekki..Það er einfaldlega brot á mannréttindum. Nóg er búið að níðast á fólki sem reykir og löngu búið að úthýsa þeim.... Hvernig væri að íslenska þjóðin yrði svona heiftarleg...gagnvart þeim sem eru búnir að koma okkur í gjaldþrot mörgum hverjum.Hættið að níðast á smælingjunum og snúið ykkur að verðugra verkefni að koma þeim í fangelsi sem settu þig og mig í ómældar kröggur. Við aftur á móti sem reykjum gerum okkur fulla grein fyrir að við eru háð tóbaki..ÞÚ.. þarft ekki að segja mér það og ég get næstum því lofað þér antitóbakisti...að sala á tóbaki verður ekki hætt. Afrakstur til ríkisins er of mikill til þess. Ef svo yrði...hvaðan heldur þú að tapið sem ríkið verður fyrir með því að hætta sölu t.d á áfengi og tóbaki komi svo endanlega frá? Í skattpíningu..ertu til í það?

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 12.9.2009 kl. 06:16

3 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Þóra ... það eina sem ég gat verið sammála í þessum tillögum var einmitt það að hækka gjaldið á tóbaki. Vissulega bera reykingarmenn vissann kostnað á ríkið sem þeir reyklausu kæra sig ekki um að greiða. Hinsvegar er svarið ekki „Nei þetta er bannað!“ eða „Ertu orðinn 20 ára?“. Ef einhver vill reykja eða drekka þá finnur sá leið til að geta það. Plús það ef tóbak yrði bannað eru svona 99.99% líkur á því að þetta fari bara í undirheimana. Kemur inn sem smyglvara og álíka rétt eins og fíkniefni. Að lokum ef banna á tóbak þá er alveg eins hægt að banna áfengi um leið (aftur).

En nei, ríkið á ekki að vera mamma manns. Mamma segir barninu að borða ekki sandinn úr sandkassanum því það getur leynst kúkur í sandinum plús það að sandur er ekki sérstaklega góður og kennt barninu það. Hinsvegar á mamma ekki bara að taka sandkassan í burtu. Barnið vill samt sem áður komast í sandinn að leika sér og borða kúkinn.

Ríkið á vissulega að setja einhverjar leikreglur og veita fólkinu ákveðið aðhald rétt eins og fólkið á að veita ríkinu aðhald.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 12.9.2009 kl. 06:43

4 Smámynd: ThoR-E

Þóra:

Þú tekur ekki með í dæmið að reykingafólk borgar skatta hér eins og allir aðrir.

og hvað varðar að hækka gjaldið á tóbaki, hefur tóbak ekki hækkað úr 220 krónum og uppí 850kr á 10 árum. Er það ekki nóg?

Á að hækka þetta meira svo verðtryggðu húsnæðislánin hækki nú örugglega það enn meira.

Held að fólk ætti að hugsa þetta mál til enda.

ThoR-E, 12.9.2009 kl. 07:56

5 identicon

Sumir ykkar kjósa að reykja þá þið náið varla 60 ára aldri????

Afhverju hafnið þið þá ekki læknismeðferðum þegar krabbameinið nær völdum á ykkur. Þið kusuð þetta líf...ekki láta okkur borga brúsann af ykkar ákvörðunum.

Og hættið svo að taka þetta svona persónulega. Svona boð og bönn eru ekki beind einungis að núverandi reykingarmönnum heldur til að tryggja að það verði engin nýliðun.

Reynið svo að segja mér kostina við það að reykja.

Kristján G (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 09:27

6 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Kommunista plágan skal verða tortímt með valdi ef þess er þurfi

Alexander Kristófer Gústafsson, 12.9.2009 kl. 12:29

7 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Allavega hér eru nöfninn á fólkinu í þessari tókbaksnefnd

 http://www.lis.is/Groups/Info.aspx?ID=101

Friðrik Páll Jónsson 

Kristinn Tómasson 

Valgerður Á. Rúnarsdóttir 

Lilja Sigrún Jónsdóttir (formaður)

Kristinn Tómasson 

Friðrik E. Yngvason 

Þetta eru opinberar upplýsingar og fólk hefur rétt að vita hverjir eru í þessari nefnd

Alexander Kristófer Gústafsson, 12.9.2009 kl. 13:09

8 identicon

kostirnir við það að reykja eru þeir sömu og við að borða nammi, fólki líkar það. Er ekki bara næsta skref að taka nammi af almennri sölu og banna að sýna það í auglýsingum og bíómyndum. Nammi stuðlar nú af offitu og þó ég hafi ekki kynnt mér það formlega er ég viss um að það fellur eikver fjárhæð á ríkið út af offitu tengdum sjúkdómum.

.... (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 13:14

9 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

13:00          Þingsetning: Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands.

Kosning fundarstjóra

Ávarp: Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra

13:15-13:45 Reykingatengdir sjúkdómar, einn faraldur, allar sérgreinar læknisfræðinnar.

13:45-14:00 Tóbaksfíkn: Valgerður Rúnarsdóttir, læknir.

14:00-14:15 Hagfræði tóbaksnotkunar: Kristín Þorbjörnsdóttir, hagfræðingur.

14:15-14:30 Lyfja- og eiturefnafræði tóbaks: Magnús Jóhannsson, prófessor.

14:30-14:45 Reykingar, faraldur eða frjálst val?: Ástríður Stefánsdóttir, læknir og siðfræðingur. 

14:45-15:00 Kaffihlé. 

15:00-16:30 Vinnuhópar

16:30-17:00 Forsvarsmenn vinnuhópa kynna ályktanir þeirra. 

17:00          Tóbaksvarnaþingi slitið. Kristján G.Guðmundsson, læknir.

Alexander Kristófer Gústafsson, 12.9.2009 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband