21.8.2009 | 01:28
Hvers vegna í fjandanum ætti ég að þurfa vera í belti?
Já... ég hef lagt beltið á hilluna, héðan í frá gegn ég einungis í axlaböndum. Þau fara mér vel og passa vel við þann sið minn að ganga eingöngu í skyrtum. Auðvitað hefur þetta í för með sér ein óþægindi, sem er sá að ég á aðeins eitt stykki axlabönd, og get ómögulega orðið mér úti um fleiri.
Eftir að hafa gengið í gegnum kringluna(eða smáralindina, er bæði skelfilega svipað fyrir mér) fann ég eina búð sem seldi axlabönd enn því miður var klemman á þeim öllum á lítin eins og drullan sem myndast þegar sýran lekur útúr rafgeymi. Kopar-grænt einhvervegin. Betra dauður enn rauður, enn betra rauður enn kopar-grænn.
Enn ég ákvað að koma örlítið inná það hve belti virðast ráða markaðnum. Hægt er að kaupa rándýr Diesel belti eða álíka, enn eina sem ég fer fram á er að kaupa axlabönd sem ekki eru kopar-græn eða eitthvað álika. Sumir reyma skóna meðan aðrir nota franskan rennilás, alveg eins og sumir nota axlabönd og aðrir belti. Það má hugsast að enginn noti axlabönd því þau eru ekki seld hérna á Íslandi. A.m.k. ekki ásættanleg stykki.
Það eina sem ég sakna við beltið er að var alltaf í Diesel belti með stóra sylgju sem auðvelt var þó að vippa sig úr og berja leiðinda menn með, sem aldrei kom fyrir að ég gerði. Hefði án efa verið sniðugt að sjá mig berja einhvern með belti og með buxurnar á hælunum.
Formaður alþjóðlega axlabandafélagsins í Brussel.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.