hættið þessari bölvuðu vitleysu.

Seinast þegar hvalveiðar voru leyfðar voru allir á nálum um að það eyðileggði túrisman fyrir okkur.  Sem gerðist ekki.  Og af hverju ætti það að gerast núna? 

Eina fólkið í heimi sem virkilega tæki þessu svona nærri sér að koma ekki til Íslands útaf hvalveiðum væru hálfvitar(sem eru b.t.w. alltaf að stoppa á miðjum þjóðveginum á blindhæðum takandi myndir af fuglum, stórhættulegir)  og Hippar.  Hippar eiga ekki pening og ég held að við getum gert án fleirri hálfvita. 


mbl.is Hóta að taka Ísland út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er orðin svo leið á þessum stjórnartilburðum annarra þjóða gagnvart okkur. Ekki höfum við skipt okkur af dauðarefsingum í Bandaríkjunum þar sem MANNFÓLK er tekið af lífi fyrir ýmsar sakir. Ekki skiptum við okkur heldur af vopnaframleiðslu Svía en eins og glöggir landsmenn vita eru vopn notuð til að drepa FÓLK. Svo verður allt vitlaust út af svo voðalega "krúttlegum" MAT (hvölum) sem syndir um höfin og getur hjálpað okkur í kreppunni, skapar störf og gjaldeyri! Urrrrrr ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.2.2009 kl. 15:37

2 Smámynd: ThoR-E

Nákvæmlega ...

Þegar efnahagsástand þjóðarinnar er í rúst, höfum við ekki efni á að velja og hafna hvort við nýtum auðlindir okkar. Þarna fá tvö til þrjúhundruð menn og konur vinnu ... ásamt að sala á hvalakjötinu skilar miklum tekjum í þjóðarbúið ... veitir ekki af.

Svona krúttkynslóðar hugsunarháttur ... hann passar ekki inn í kreppuskilyrði þjóðar. Eins og ég segi.. við höfum ekki efni á að velja og hafna í dag.

Það á að veiða hvali ásamt því að auka kvótann..samstundis!

ThoR-E, 20.2.2009 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband