hvenær ætla þeir að hætta?

Ég held að það sé nú liðinn nógu langur tími til að þetta fólk ætti að vera búið að uppgvöta að það hefur enginn áhuga á málstaðnum þeirra.  Þetta er ekki allt þinginu að kenna, þetta er ekki allt bönkunum að kenna, þetta er ekki allt heldur ofneyslu heimskingjanna í góðærinu, heldur er kreppan afleiðing marga hluta, þar á meðal fyrrnefnda og alþjóða gjaldeyriskreppu. 

Ef einhver er að missa bílin sinn hef ég því miður enga samúð með honum, það gat hver heilvita maður séð að Íslenska efnahagsundrið myndi ekki endast lengi, þeir sem tóku körfulán verða bara að sætta sig við að þeir hafa ekkert viðskiptavit, ekki kenna þinginu um.  Auðvitað sögðust bankarnir ekki vera við það að hrynja, ef fólk hefði vitað að þeir væru að hrynja hefðu þeir hrunið fyrr, og átt enga von á að bjarga sér, sem þeir hafa auðvitað reynt áður enn þeir hrundu. 

Verðtrygging er annað sem margir eru að mótmæla, án verðtryggingar hefðu bankarnir ekki hrunið núna, þeir hefðu hrunið fyrir löngu.  Enn hentug lausn væri að bjóða uppá verðtryggð lán, og óverðtryggð lán á hærri vöxtum á styttra tímabili.  Þá eru allir ánægðir. 

Evrópusambandið myndi ekkert leysa, heldur bara gera slæmt ástand enn verra, og nenni ég ekki að þræða allar ástæðurnar hérna.  Gerði það inná Hugi.is

Hvað sem því líður, þá hefur líka skýrlega sést að stór hluti þessara mótmælenda eru jú bara krakkar með alltof mikin frítíma eins og sést glögglega á rökunum sem þeir hafa komið með margir fyrir þessum asnalegu mótmælum sem og þessir klútar sem allir eru með framan í sér.  Hver sá einasti sem er að mótmæla með þessa andskotans klúta skal endilega skýra út fyrir mér hvers vegna í andskotanum þeir eru með þá, annað enn að ykkur finnist ómenntaðir múslíma öfgamenn sem kenna öllu sem amar að uppá Bandaríkin vera töff. 

Bætt við 11:12

Ákvað að færa þetta hingað líka svo fólk lesi ekki framhjá þessu, ef fólk skyldi koma með sömu vitleysuna og sá sem þetta var til að svara. 

það mótmælti nefnilega ekki einn einasti maður bönkunum meðan allt var gott og allt lék í lyndi.  Þá voru allir bara ánægðir og enginn vildi vera að spá í því hvernig Íslenski efnahagurinn hélst uppi. 

láta bara Ríkið lána bönkunum peninga, og láta bankana borga aftur með verðtryggingu og vöxtum :).  Virðist vera nokkuð einföld lausn og þori að veðja að alþingis menn hafi eitthvað svipað í huga. 

Eða þá núna þegar búið er að ríkisvæða bankana þá græðir ríkið einnig á því að eiga bankana, og með tímanum gæti þessi fjárfesting borgað sig.  Held að þið mótælendur séuð bara þröngsýnir og einblínið bara á að ríkið borgi skuldirnar.  Við hefðum jú getað látið bankana fara á hausin og tapað öllum sparnaðinum okkar líka alveg eins og Bretarnir halda fram að þeir hafi gert. 

Alveg eins og fíflin sem sem vildu ekki láta bólusetja sig gegn bólusótt í New York einhverntíman því að það dóu 4 af 1000 úr bóluefninu, 3 af 40 af bólusóttinni,  þröngsýn fífl sem horfðu aðeins og grunnt á hlutina.  

Við hefðum jú getað látið bankana fara á hausin og tapað öllum sparnaðinum okkar líka alveg eins og Bretarnir halda fram að þeir hafi gert. 
mbl.is Mótmælaróður hertur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

amm, það mótmælti nefnilega ekki einn einasti maður bönkunum meðan allt var gott og allt lék í lyndi.  Þá voru allir bara ánægðir og enginn vildi vera að spá í því hvernig Íslenski efnahagurinn hélst uppi. 

láta bara Ríkið lána bönkunum peninga, og láta bankana borga aftur með verðtryggingu og vöxtum :).  Virðist vera nokkuð einföld lausn og þori að veðja að alþingis menn hafi eitthvað svipað í huga. 

Eða þá núna þegar búið er að ríkisvæða bankana þá græðir ríkið einnig á því að eiga bankana, og með tímanum gæti þessi fjárfesting borgað sig.  Held að þið mótælendur séuð bara þröngsýnir og einblínið bara á að ríkið borgi skuldirnar. 

Alveg eins og fíflin sem sem vildu ekki láta bólusetja sig gegn bólusótt í New York einhverntíman því að það dóu 4 af 1000 úr bóluefninu, 3 af 40 af bólusóttinni,  þröngsýn fífl sem horfðu aðeins og grunnt á hlutina. 

Arngrímur Stefánsson, 3.1.2009 kl. 11:11

2 Smámynd: Heidi Strand

Það mátti enginn segja neitt um bankanna áður en þeir hrundi. Það var ekki hlustað eða var fólk sökuð um öfundsyki. Margir voru blekktir meðal annars stjórnvöld.

Gott Arngrimur að þú ert sáttur við að þurfa að borga.
Ég er það ekki og ætla að mótmæla á meðan við erum ekki laus við spillinguna.

Heidi Strand, 3.1.2009 kl. 13:16

3 Smámynd: Cartman

"Fúll og SKRÝTINN, og hef ÓEÐLILEGAR skoðanir á öllu."

 YES!

Cartman, 3.1.2009 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband