14.7.2008 | 02:53
Bölvaðir makkar
Fer það ekki í taugarnar á neinum nema mér hvað þessir Macingtosh náungar álíta alltaf macintosh heldri og betri enn allt, og sumir álíta sjálfa sig verða heldri og betri enn alla.
Það er nú að mestu í lagi, það fer í taugarnar á mér þegar get ekki gert eitthvað, og svo kemur einhver rígmontinn maður með macingtosh or leysir málið.
Enn eitt get ég sem þessir bölvaðir makkar geta ekki. Spilað tölvuleiki. Macingtosh virðist hafa allt í öllu, nema spila tölvuleiki. Oftast þarf að finna sér útgáfur fyrir macingtosh, ef ekki að fá leikinn engan vegin.
Ekki fæ ég heldur séð hvað það er sem gerir Iphone og Ipod svona æðri. Ég á MP3 spilara, ég get sett hann á shuffle, repeat, repeat sama lagið, repeat sama diskin og shufflað bara með lög á sama diski sem og láta hann bara rúlla. Ég get einnig skipt sérstaklega á milli diska í stað stakra laga. Ég gæti ekki farið frammá meira.
Iphone er ekkert sérstakari enn aðrir símar sýnist mér. Spilar tónlist, tekur ekki myndir, og er með netinu. Allt þetta eðlilega, menn verða ekki kóngar á að eiga þetta. Og alltaf má heyra gamla frasann, Macingtosh virkar. Windows virkar líka, ég lendi ekki í errorum í sífellu. Og ég gef skít í þetta Macingtosh virkar kjaftæði, hver sem heldur því fram skal útskýra ástæðu þessarar heimasíðu. http://www.macfixitforums.com/ubbthreads.php/ubb/cfrm.
Svo komum okkur að aðalefni bloggsins. Hvaða heilvita manni ætti ekki að vera skítsama þótt að einhverjir amerískir elítistar hangi dögum saman til að kaupa sér síma? Þetta er bara sími, sem lýtur út eins og fjarstýring.
Biðraðir eftir nýrri græju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.