7.6.2008 | 21:27
Vertu karlmaður!
Menn hafa lengi, frá örófi alda, hugsað hvernig hægt er að ganga í augun á konum og stinga alla samkeppni af. Menn hafa prufað alls kyns leiðir. Sumir fara í ræktina, aðrir verða brúnir og enn aðrir skara fram úr íþróttum meðan restin safnar pening.
Enn óttist eigi, ég hef fundið svarið.
Hér ef ég útbúið lista með útskýringum um hvernig gerast má alvöru karl.
Atriði sem uppfylla þarf.
1. Kyrkja björn: Birnir eru stór og loðin dýr, og vilja flestir karlmenn vilja verða stórir og loðnir. Enn þar sem ekki er enn hægt að breyta sér í björn, verða menn að finna aðrar leiðir. Að kyrkja björn með berum höndum er mikið afrek. Kyrkji menn björn hafa þeir sýnt fram á að þeir hafa hugrekki, hugvit, styrk og um fram allt, láta friðunarlög á dýrum sem vind um eyru þjóta. Konur munu falla í yfirlið við ásýnd þína, og menn munu reyna að vingast við þig. Kyrktu björn, og þú herra, verður á grænni grein.
2. Borðaðu fiskbollur mömmu, án þess að kúgast: Fiskbollur mömmu, eru lítið annað enn gul lambaspörð úr afturenda Kölska sjálfs. Hver sem getur borðað það, á virðingu skylda.
3. Dreptu harpíur: Harpía er gamalt orð úr evrópskum þjóðsögum(aðalega hjá grikklandi og öðrum löndum á balkanskaganum) sem lýta svona út. Orðið Harpía, hef ég hins vegar tekið til notkunar yfir háværar, leiðnlegar stelpur/konur(fer eftir aldurshóp). Sögusagnir um harpíu herma að þær hafi hræðilega skræka rödd sem getur keyrt heillegasta mann til geðveiki, og skilji eftir sig leyfar(saur) sem lykti hræðilega. Dreptu þær, og þú verður karl.
4. Níðvísur: Enn já, allir helstu karlmenn Íslandsögurnar hafa einnig alltaf haft nef fyrir vísum. Tel ég það vera því að vísur sýni gáfur og oft skopskyn. Er þetta eina skilyrðið sem ég uppfylli, og ætla ég að láta við gott heita.
Til að vera karlmaður
og í augu kvenna ganga,
þýðir þá sko ekkert blaður
svo klifraðu fjalla dranga
Ekki skaltu vilja frið
né húsverkum skal sinna,
einnig er gott að borða svið
og allar báráttur vinna
Enn nú er þetta orðið gott
ég ætla að kveðja að sinni
finnist þér ekki vísan flott
í helvíti brenniru inni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.