19.3.2011 | 13:24
Skammist ykkar Evrópa
Ég hef alltaf fyrirlitið Gaddafi, ég fyrirleit hann löngu áður en það komst í tísku og keypti aldrei þessa vitleysu að hann væri batnandi maður. Þessi þorpari hefur nú stjórnað Líbíu harðri hendi síðan 1969 og er vægast sagt ruglaður og grimmur. Ég hef jafnvel gengið svo langt að ásaka hann um þroskahömlun en eflaust er hann klárari en hann lýtur út fyrir að vera, þótt hann sé kanski með þroska 11 ára drenghnokka.
Það vita allir að Gaddafi ber ábyrgð á Lockerbie. Það vita líka flestir að hann senti hermenn til Úganda til að styðja Idi Amin þegar hann réðst á Tansaníu. Hann átti í stöðugum erjum við Bandaríkjamenn á níunda áratugnum sem enduðu í nokkrum loftorrustum, smá skipabardögum og loftárásum Bandaríkjamanna á nokkra útvalda staði í Líbíu, til að bera höll Gaddafis.
En árið 1991 þegar Bandaríkjamenn, Bretland, Arababandalagið, Frakkland, Danmörk, Pakistan svo fáeinar þjóðir séu nefndar(arabandalagið samanstóð af Sýrlandi, Sádi Arabíu, Egyptlanadi og 4 öðrum löndum) Réðust gegn Írak vegna innrásar Saddams á Kúveit þar sem Kúveit var frelsað og herir Saddams eyðilagður að mestu, rann upp fyrir Gaddafi að hann þyrfti að breyta hegðun sinni. Hann yrði að fara að hegða sér vel, ella væri úti um hann.
Svo fór Gaddafi um heimin líkt og betruð bytta. Hann hætti að ráðast á skip útfyrir ströndum Líbíu, hann baðst afsökunar á Lockerbie og borgaði himinháar skaðabætur og hélt sig til hlés. Evrópuþjóðirnar héldu að hann hefði vitkast og byrjuðu viðskipti við Gaddafi á ný, eflaust hefur olía Líbíu liðkað fyrir samskiptum. Loks hófu Evrópuþjóðirnar að selja Gaddafi vopn og um tíma virtist hann alveg batnaður.
Í ljós hefur komið, að þessi yfirbót var bara yfirhylming. Hann er alveg jafn ruglaður og áður, en hann óttast þó enn alþjóðasamfélagið. Þess má til gamans geta, að eftir að hernaðaraðgerðir voru heimilaðar, lýsti hann yfir einhliða vopnahlé. Hvort það standist er spurning, það virðist ekki ætla að halda og auk þess munu uppreisnarmenn vafalaust krefjast afsagnar Gaddafis. En jafnvel þó vopnahlé haldist er samt eitt sem verður að gera.
Gaddafi skal víkja, hann hefur stjórnað nógu lengi, hann hefur sannað eigin heimsku og grimmd, hann hefur sannað að hann er jafn ofstækisfullur og áður, líkt og heyra má í tvem nýlegum ræðum hans, en þar segir ,,Við þurfum ekki einu sinni að berjast til að hertaka Evrópu'' og ,,Evrópa ætti að lýsa yfir stríði núna, ella gerast múslimar'' hann hefur sannað að hann skammast sín ekkert fyrir Lockerbie, þegar hann þrýsti eftir því að fá Megrahi lausan og Bretar leystu hann. Hann átti ekki mikið eftir ólifað var sagt, en hann lifir enn góðu lífi sem Þjóðhetja í Trípólí, eflaust með góða lækna kostaða af Gaddafi.
Bretland, Ítalía, Þýskaland, Belgía og Frakkland ætti að biðja Líbíu og heiminn allan afsökunnar á auðtrú sinni gagnvart Gaddafi, þessi lönd ættu að leiða hernaðaraðstoð við uppreisnarmenn, sjá þeim fyrir vopnum og framfylgja flugbanninu. Bandaríkjamenn geta talið sig sýkn af þessari aðstöðu, og auk þess hafa þeir litla sem enga hagsmuna að gæta, enda fer flestöll olía frá Líbíu til Evrópu. Það er í raun til skammar að þessar þjóðir hafi stutt Gaddafi og orðum og verki og vilji nú fá Bandaríkjamenn til að bera meginþungan af hernaðaríhlutun. Bandaríkjamenn hafa engan áhuga á því. Tel þess vegna líklegt að Obama hafi bara skipt um skoðun til að ályktunin kæmist í gegnum sameinuðu þjóðirnar. Gaddafi er Evrópsk klúður. Sjáið bara góðvin hans og nágranna Berlusconi.
Eflaust vildu leiðtogar þessara þjóða bara trúa leikarskapnum í kallinum, því það er auðveldara en að gera einhvað í honum. Gaddafi hefur verið að brjótast úr leikaraskapnum upp á síðkastið, það er ekki tiltölulega langt síðan hann lýsti yfir Jihad gegn Sviss ef einhver man eftir því. Viðbrögð hans við uppreisninni var seinasta gríman til að falla.
Það vita allir að Gaddafi ber ábyrgð á Lockerbie. Það vita líka flestir að hann senti hermenn til Úganda til að styðja Idi Amin þegar hann réðst á Tansaníu. Hann átti í stöðugum erjum við Bandaríkjamenn á níunda áratugnum sem enduðu í nokkrum loftorrustum, smá skipabardögum og loftárásum Bandaríkjamanna á nokkra útvalda staði í Líbíu, til að bera höll Gaddafis.
En árið 1991 þegar Bandaríkjamenn, Bretland, Arababandalagið, Frakkland, Danmörk, Pakistan svo fáeinar þjóðir séu nefndar(arabandalagið samanstóð af Sýrlandi, Sádi Arabíu, Egyptlanadi og 4 öðrum löndum) Réðust gegn Írak vegna innrásar Saddams á Kúveit þar sem Kúveit var frelsað og herir Saddams eyðilagður að mestu, rann upp fyrir Gaddafi að hann þyrfti að breyta hegðun sinni. Hann yrði að fara að hegða sér vel, ella væri úti um hann.
Svo fór Gaddafi um heimin líkt og betruð bytta. Hann hætti að ráðast á skip útfyrir ströndum Líbíu, hann baðst afsökunar á Lockerbie og borgaði himinháar skaðabætur og hélt sig til hlés. Evrópuþjóðirnar héldu að hann hefði vitkast og byrjuðu viðskipti við Gaddafi á ný, eflaust hefur olía Líbíu liðkað fyrir samskiptum. Loks hófu Evrópuþjóðirnar að selja Gaddafi vopn og um tíma virtist hann alveg batnaður.
Í ljós hefur komið, að þessi yfirbót var bara yfirhylming. Hann er alveg jafn ruglaður og áður, en hann óttast þó enn alþjóðasamfélagið. Þess má til gamans geta, að eftir að hernaðaraðgerðir voru heimilaðar, lýsti hann yfir einhliða vopnahlé. Hvort það standist er spurning, það virðist ekki ætla að halda og auk þess munu uppreisnarmenn vafalaust krefjast afsagnar Gaddafis. En jafnvel þó vopnahlé haldist er samt eitt sem verður að gera.
Gaddafi skal víkja, hann hefur stjórnað nógu lengi, hann hefur sannað eigin heimsku og grimmd, hann hefur sannað að hann er jafn ofstækisfullur og áður, líkt og heyra má í tvem nýlegum ræðum hans, en þar segir ,,Við þurfum ekki einu sinni að berjast til að hertaka Evrópu'' og ,,Evrópa ætti að lýsa yfir stríði núna, ella gerast múslimar'' hann hefur sannað að hann skammast sín ekkert fyrir Lockerbie, þegar hann þrýsti eftir því að fá Megrahi lausan og Bretar leystu hann. Hann átti ekki mikið eftir ólifað var sagt, en hann lifir enn góðu lífi sem Þjóðhetja í Trípólí, eflaust með góða lækna kostaða af Gaddafi.
Bretland, Ítalía, Þýskaland, Belgía og Frakkland ætti að biðja Líbíu og heiminn allan afsökunnar á auðtrú sinni gagnvart Gaddafi, þessi lönd ættu að leiða hernaðaraðstoð við uppreisnarmenn, sjá þeim fyrir vopnum og framfylgja flugbanninu. Bandaríkjamenn geta talið sig sýkn af þessari aðstöðu, og auk þess hafa þeir litla sem enga hagsmuna að gæta, enda fer flestöll olía frá Líbíu til Evrópu. Það er í raun til skammar að þessar þjóðir hafi stutt Gaddafi og orðum og verki og vilji nú fá Bandaríkjamenn til að bera meginþungan af hernaðaríhlutun. Bandaríkjamenn hafa engan áhuga á því. Tel þess vegna líklegt að Obama hafi bara skipt um skoðun til að ályktunin kæmist í gegnum sameinuðu þjóðirnar. Gaddafi er Evrópsk klúður. Sjáið bara góðvin hans og nágranna Berlusconi.
Eflaust vildu leiðtogar þessara þjóða bara trúa leikarskapnum í kallinum, því það er auðveldara en að gera einhvað í honum. Gaddafi hefur verið að brjótast úr leikaraskapnum upp á síðkastið, það er ekki tiltölulega langt síðan hann lýsti yfir Jihad gegn Sviss ef einhver man eftir því. Viðbrögð hans við uppreisninni var seinasta gríman til að falla.
Her Gaddafis nær Benghazi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.