Hvurslags hegðun er þetta?

Eru þetta menn sem vilja láta koma fram við sig eins og löglega og gilda ríkisstjórn yfir margmilljón manna þjóð? Sem hegða sér eins og verstu sjóræningar, handataka fólk án dóms og laga og heimta svimandi háar upphæðir fyrir lausn þess?

Það er hreint óhugnalegt að sjá hve miklum hamförum Íranska ríkisstjórnin hefur farið á undanförnum misserum og getuleysi hvíta hússins til að gera nokkuð.  Það er ekkert leyndarmál að Íranska ríkisstjórnin fjármagnar og þjálfar hryðjuverkamenn til að herja á Íraka, en ekkert er aðhafst? Svo þykjast þessir menn núna vera svo heiðarlegir að þeir geti rekið kjarnorkuver og lofa að nota það ekki í að búa til vopn, hvurslags hálfviti myndi trúa þeim, þetta eru glæpamenn og fjárkúgarar. 

Íran hefur kastað mörgum steinum upp á síðkastið, enda vita þeir að Bandaríkjamenn hafa ekki getu né vilja til að ráðast inn í Íran, en kastið ekki steinum þið sem standið í glerhúsum, það sást vel hve lítin stuðning stjórnin hefur þegar kosningunum lauk, ef þetta voru þá alvöru kosningar en ekki bara svindl.

En eins og Edmund Burke sagði, eina sem þarf til að illskan sigri er að góðir men geri ekkert.  Góðir menn gerðu ekkert í Íran og nú er klerkastjórnin búin að mynda gríðarlegt net spillingar og valda sem erfitt er að stugga við.  Eflaust verður þetta svona í Íran þangað til olían þeirra klárast og landið fer á hausinn, fólk verður bálreitt að ríkisstjórnin hafi eytt olíuauðnum í vopnakaup og vitleysu.


mbl.is Íranir setja upp 500.000 dala lausnargjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband