9.6.2010 | 15:06
Kæfandi hræsni Össurs og Co.
Alveg leggst yfir mig íþyngjandi skömm yfir hegðun marga þingmanna og ráðherra Íslendinga. Þegar ESB fordæmir Ísrael vill Össur koma af stað viðskiptaþvingunum, en gælir svo við Kínverja? Hvers vegna í andskotanum er hann ekki löngu búinn að fordæma hersetuna í Tíbet, sem og öll mannréttindabrotin og ritskoðunina sem er í Kína? Útaf því að ESB er ekki búið að fordæma það upp á síðkastið? Þetta er alveg nákvæmlega sama málið, nema Tíbetar hafa ekki skotið eldflaugum á Beijing. Sem og Han Kínverjar hafa aldrei búið í Tíbet.
Það er skömmustulegt að sjá, hve fullir hræsni ráðherrar okkar séu. Býst ekki við að Össur standi við stóru orðin í málefnum Ísraels heldur, sagði þetta bara til að vera álitinn ,,Cool'' af klíkunni í Brussel. Varla er það útaf því að Kína er kommúnistaríki, því það eru þeir ekki, Kínverjar eru löngu hættir því rugli og farnir út í mun einfaldari fasisma.
Það er skömmustulegt að sjá, hve fullir hræsni ráðherrar okkar séu. Býst ekki við að Össur standi við stóru orðin í málefnum Ísraels heldur, sagði þetta bara til að vera álitinn ,,Cool'' af klíkunni í Brussel. Varla er það útaf því að Kína er kommúnistaríki, því það eru þeir ekki, Kínverjar eru löngu hættir því rugli og farnir út í mun einfaldari fasisma.
Ræddu samskipti Íslands og Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
nú skil ég af hverju hann vill ekki koma með mér í rannsóknarleiðangur til Tíbet. ég hef flaggað tíbetska flagginu á svölunum mínum í allan dag til móts við kínverska flaggið sem skreytir hótel Sögu beint á móti mér - þaðan fór heil bílalest í morgunn með hálfum lögregluflota borgarinnar til utanríkisráðuneytisins. Kína er þekkt fyrir að nota sér neyð annarra þjóða, sér í lagi þjóða í Afríku og Suður-Ameríku til að fá aðgang að auðlindum þeirra. Össur skilur væntanlega ekki hvaða vá hann er að kalla yfir okkur.
Birgitta Jónsdóttir, 9.6.2010 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.