3.6.2010 | 20:19
Ekki þykir mér þetta mjög móðins.
Því er ekki hægt að neita, að hengingar eru skelfilega gamaldags, sérstaklega fyrir svona brot. Stór löstur þarna í Íran er auðvitað að eiturlyfjasmyglurum er refsað með hengingum, sem skilar sér í því, að smyglararnir eru þungvopnaðir og berjast oft harkalega gegn handtökum.
Persónulega þætti mér mun skemmtilegra að sjá gapastokk, enda yrði töffarabragurinn af nýbökuðum glæpamönnum sem og eldri fljótur að hverfa ef fólk fengi að grýta þá með brauðáleggi niður á austurvelli. Allt grjót væri fjarlægt af svæðinu og ef einhver yrði uppvís að henda grjóti fengi hann að skipta við þann sem í gapastokknum væri.
Frábært kerfi, sem hefur einnig mjög fælandi áhrif á glæpamenn. Sem og skemmdarvarga. Fínt væri að hafa kynni með. ,,Hér höfum við Jón Jónsson sem fannst það sniðug hugmynd að brjóta 5 rúður í einhverju húsi'' sem og eiturlyfjasala ,,Hér er Sigurður Sigurðsson sem reyndi að selja heróin á grunnskólalóð'' og þar fram eftir götunum. Ríkið gæti selt tómata þarna niðurfrá til að vænka fjárhagin svona smá, og rukkað um virðisaukaskatt líka. Tómatarnir væru úldnir og ekki flokkaðir sem matvara með 7%vsk, heldur með hinni tölunni sem er því miður stolið úr mér.(25%?)
Eina sem gæti vantað er áhugi almennings til að taka þátt í smán smáglæpamannana, en ég tel smán smáglæpamanna mun betri en að læsa þá inni með stórglæpamönnum sem geta kennt þeim hnútana.
Fjórir hengdir í Íran í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er bara ansi góð hugmynd verð ég að segja :)
Iris (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.