25.5.2010 | 16:40
Endalok Juche hugmyndarfræðinnar?
Nú virðist allt benda til nýs stríðs á Kóreuskaganum. Ólíkt fyrra stríði, þar sem Norður-Kórea hafði Sovétríkin og Kína á bakvið sig, standa þeir núna einir. Hins vegar er alls ekki víst, hvernig borgarar ríkisins bregðist við verði ráðist á þá. Sumir myndu taka því vel að losna undan oki Juche hugmyndafræðinnar, aðrir illa. Það er ekkert leyndarmál, að alþýða Norður-Kóreu er stanslaust hömruð með áróðri. Dæmi er um konu eina, sem flutti með dóttur sinni til Suður-Kóreu. Mörgum árum eftir flutningin trúði hún enn að Norður-Kórea væri besta land í heimi, jafnvel þótt hún hafi þar horft upp á eiginmann sinn og syni deyja úr hungri. Eflaust hefur matarskammturinn ekki hrokkið til, og hún hefur og dóttir hennar hafi fengið matarskammt hinna, eða að þeir hafi ekki verið látnar vinna eins mikið. Ekki veit ég alla söguna, bara það sem ég las í Sagan öll.
Ég vona innilega að fólk þetta verði frelsað undan oki þessara aumingja sem þar fara með völdin. Menn sem ljúga ekki bara að heiminum og fólki sínu, heldur einnig sjálfum sér að Norður-Kórea sé besta land í heimi þótt alþýðan líði hungur til að hægt sé að smíða kjarnorkusprengju(r). Suður-Kórea myndi þó seint lýsa yfir stríði, enda er líklegt að Seóul sé í drægi fyrir kjarnorkusprengjur Norður-Kóreumanna, og eflaust eiga þeir eitt til tvö stykki, enda hafa þeir sprengt tvær tilraunasprengjur að mig minnir. Hitt er þó verra, að ef stríð brýst út og fólk Norður-Kóreu verði frelsað, munu margir menn á vesturlöndum vaða eld og brennistein í að segja stríðið óréttlætanlegt, það hefur jú þótt svo móðins. Slíkt athæfi gæti beinlínis verið hættulegt því að án stuðnings vestrænna ríkja mun Suður-Kórea þurfa að þola þær hörmungar sem Norður-Kóreumenn hafa gert síðastliðin 50 ár.
Loka á móti á Suður-Kóreu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.