17.5.2010 | 18:30
Maoistar
Þegar ég skrifa þessi orð eru 2 sem ,,líkar þetta'' samkvæmt teljaranum þarna á fréttinni. Nú er að spyrja um réttmæti þessarar takka, og hvers konar fólki líkar þessi frétt? Eru það einstaklingar sem hafa gaman af svona fréttum, mönnum sem fannst hún áhugaverð eða Íslenskir Maóistar?
En hvað um það, þá eru maóistar í nútímanum nokkuð merkilegt fyrirbæri. Allir maóistar beita ofbeldi fyrir sér að því sem mér sýnist(hippar í vestrænum löndum teljast ekki til Maóista, bara til drullusokka) því eins og Maó sagði ,,Pólitískt vald kemur úr byssuhlaupi'' og voru þau orð sönn þá, en í dag frekar úreltur hugsunarháttur. Það sést vel hve úreltur hugsunarháttur Maóista er, því eina landið sem hefur verið rekið sem slíkt er búið að skipta um fyrirkomulag. Ég veit ekki hvað ég get kallað stjórnarfyrirkomulagið í Kína annað en fasisma, því kommúnismi er þetta ekki, og varla Maóisti þar sem Maóismi er í stuttu máli kommúnismi með landbúnað í fyrirrúmi í stað iðnaðar.
Samt sem áður virðast Maóistar þrífast ágætlega í Asíu, bæði Indlandi, og Nepal eins og flestir þekkja. Flestar kommúnistastjórnir þarna búa hins vegar alltaf til sína eigin stefnu. Norður-Kórea með Juche hugmyndafræðina, Vietnam með ,,Kommúnisma'' að nafninu til eins og Kína, þótt landið þyki eins og Kína með mjög kapítaliskan markað, halda þeir sig við Kommúnisman þegar kemur að lýðræði, það er eins flokks lýðræði.
Rauðu Khmerunum þarf nú varla að nefna, en ég læt nægja að segja að þeir vildu setja landið aftur á miðaldir, og fyrirlitu þar með menntafólk, og var oft nóg að vera með gleraugu til að vera drepinn(gleraugu bentu sterklega til að maður væri læs)
Hvað vesturlönd varðar þótti Maó áður(og hjá sumum en) myndarlegt andlit til að hafa á klæðnaði eins og Che Guevara. Móðgun bæði á hann og fórnarlömb hans. Ég er enn að bíða eftir bolunum með mynd af Stalín, a.m.k. var hann með töff yfirvaraskegg, býst þó við að þeir hljóti að láta á sér bera fljótlega.
En hvað um það, þá eru maóistar í nútímanum nokkuð merkilegt fyrirbæri. Allir maóistar beita ofbeldi fyrir sér að því sem mér sýnist(hippar í vestrænum löndum teljast ekki til Maóista, bara til drullusokka) því eins og Maó sagði ,,Pólitískt vald kemur úr byssuhlaupi'' og voru þau orð sönn þá, en í dag frekar úreltur hugsunarháttur. Það sést vel hve úreltur hugsunarháttur Maóista er, því eina landið sem hefur verið rekið sem slíkt er búið að skipta um fyrirkomulag. Ég veit ekki hvað ég get kallað stjórnarfyrirkomulagið í Kína annað en fasisma, því kommúnismi er þetta ekki, og varla Maóisti þar sem Maóismi er í stuttu máli kommúnismi með landbúnað í fyrirrúmi í stað iðnaðar.
Samt sem áður virðast Maóistar þrífast ágætlega í Asíu, bæði Indlandi, og Nepal eins og flestir þekkja. Flestar kommúnistastjórnir þarna búa hins vegar alltaf til sína eigin stefnu. Norður-Kórea með Juche hugmyndafræðina, Vietnam með ,,Kommúnisma'' að nafninu til eins og Kína, þótt landið þyki eins og Kína með mjög kapítaliskan markað, halda þeir sig við Kommúnisman þegar kemur að lýðræði, það er eins flokks lýðræði.
Rauðu Khmerunum þarf nú varla að nefna, en ég læt nægja að segja að þeir vildu setja landið aftur á miðaldir, og fyrirlitu þar með menntafólk, og var oft nóg að vera með gleraugu til að vera drepinn(gleraugu bentu sterklega til að maður væri læs)
Hvað vesturlönd varðar þótti Maó áður(og hjá sumum en) myndarlegt andlit til að hafa á klæðnaði eins og Che Guevara. Móðgun bæði á hann og fórnarlömb hans. Ég er enn að bíða eftir bolunum með mynd af Stalín, a.m.k. var hann með töff yfirvaraskegg, býst þó við að þeir hljóti að láta á sér bera fljótlega.
Minnst 20 létu lífið í árás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.