Sambandslýðveldið Rússland.

Maður þarf ekki að spyrja sig af hverju hryðjuverkaalda skellur nú á Rússlandi, en nú fyrst Íslendingar hyggjast ganga í samtök sem eru á góðri leið með að verða sambandslýðveldi væri fínt að líta örlítið á Rússland sem fyrirmynd. 

Kostir þess að Rússland gerðist sambandslýðveldi eru nokkuð margir, fyrst og fremst nánast óheft aðganga að flutningum og hráefnum innan í hinu mikla landsflæmi, sem og margt smátt gerir eitt stórt og eru þjóðirnar í Rússlandi mun áhrifameiri á alþjóðavettfangi en þær væru ella. 

Hins vegar sést nú vel hinir miklu ókostir við svona ríki, þar sem ríkisstjórninni(eins og á sovéttímanum) hættir til að hygla Rússum yfir aðra íbúa ríkisins, þ.e.a.s. Tjétjeníu og öðrum smáþjóðarbrotum.  Tjétjénar eru nú eins og flestir vita Íslamskir og að vera áhrifalaus þjóð í gríðarstóru sambandsríki sem aðhyllist að mesta Orþódoxkirkjuna án efa gífurlega ömurleg staða. 

Hins vegar eru Rússar ekki á því máli að gefa Tjétjéníu upp á bátin og hefur það skilað sér í flestöllum hörmungum sem á Rússlandi hafa dunið frá hruni Sovétríkjanna.  Kanski hin miklu verðmæti sem finna má í jörð þarna við kákasussvæðið sem er ástæða þess að Rússar vilji ekki gefa þessi héröð upp á bátin, en ef þeir vilja lifa við stóraukna hryðjuverkahættu fyrir meiri pening er það þeirra val, ég ætla ekki að fordæma nokkurn aðila í þessari deilu, þar sem ég get vel skilið sjónarmið beggja. 

Stór ókostur við Rússland forsetaembættið, en hér á Íslandi er þingið og ríkisstjórn með mest völdin.  Okkar kerfi veldur því að engu kjördæmi finnist það vera hundsað eða gleymt, meðan eitt stakt forsetaembætti í Rússlandi veldur því að forsetinn er auðvitað alltaf Orþódox Rússi, með viðmið og hugsjónir Orþódox Rússa að leiðarljósi.  Stór hluti landsins er auðvitað ekki Orþódox Rússar, og skil ég vel hvers vegna þeir eru svona fúlir.  Auðvitað er þing líka í Rússlandi, en forsetinn er auðvitað æðsta embættið. 
mbl.is Sjálfsmorðsárás í Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband