Þetta er áhugaverð hugmynd

Þessa hugmynd mætti greinilega skoða betur, enda ekki margt sem mælir henni í mót.  Meintar pyntingar á föngunum í Guantanamo væri mun erfiðara að komast upp með hérna á Íslandi.  Peningana vantar okkur, og Bandaríkjamenn vantar stað fyrir næsta fangelsi fyrir grunaða hryðjuverkamenn.  Auk þess væri þetta fín leið til að láta gott að sér leiða fyrir Nató samstarfið.

Mig grunar þó að núverandi ríkisstjórn myndi aldrei leyfa þetta. 
mbl.is Leggur til að fangar verði fluttir til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Kemur ekki til greina.

Fyrir það fyrsta hafa Bandaríkjamenn eftirlátið Íslendingum húsnæðið sem þeir áttu og þau komin í notkun.

Öðru lagi; Íslendingar taka ekki þátt í að geyma fólk án dóms og laga!

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 1.2.2010 kl. 07:27

2 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Ég segi já takk, komiði bara aftur, og með fleiri með ykkur

Garðar Valur Hallfreðsson, 1.2.2010 kl. 08:07

3 identicon

Margt vitlausara ! Og íslensku ÞJÓFANA inn , með hinum alheims-glæpamönnunum .Bjöggana , Jón Ásgeir ,Bakkabræður og Pálma Haralds o.fl.

Bara allt glæpapakkið saman .Hæfir kjafti skel .

Kristín (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 08:18

4 identicon

"Fúll og skrýtinn, og hef óeðlilegar skoðanir á öllu"

Já greinilega .. viltu virklega fá þessa hriðjuverkamenn til íslands??

Sjálfsvígssprengjuárásir í smáranum og kringlunni.. já það væri gaman.

GKA (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 09:04

5 Smámynd: Axel Guðmundsson

Ég held að við ættum frekar að setja upp hæli fyrir ruglaða bandaríska embættismenn, nóg er til af þeim.

Axel Guðmundsson, 1.2.2010 kl. 09:21

6 Smámynd: Einhver Ágúst

Viltu ekki bara fá Zírínovski sem landstjóra? Hann er búinn að vera með þessi plön í mörg ár.

Ég vona þín vegan að þú sért að grínast Arngrímu....

Einhver Ágúst, 1.2.2010 kl. 10:45

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þvílíkt bull við færum strax á kortið sem skotspónn Alkaída enda væri það ólíklegt að Bandaríkjamenn vildu setja upp fangelsi hér á landi hryðjuverkaþjóðina sjálfa!

Sigurður Haraldsson, 1.2.2010 kl. 10:52

8 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Nei takk!  Ég vil aldrei fá Kanann hingað aftur.  Ég geri mér auðvitað grein fyrir að þeir koma þegar það hentar þeim og þá getum við lítið við því gert, en ef ég fæ einhverju ráðið, þá segi ég nei.

Theódór Gunnarsson, 1.2.2010 kl. 13:13

9 Smámynd: Einhver Ágúst

Góður Theódór, gaman að okkur sammála um sumt og annað ekki, afar heilbrigt....eða það finnst mér.

Einhver Ágúst, 1.2.2010 kl. 13:59

10 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Hvað hryðjuverkamenn varðar efast ég stórlega um að þeir stofni okkur í hættu, í fyrsta lagi, eru þeir í fangelsi. 

Í öðru lagi, skíttapa þeir áróðursstríðinu við vesturlönd ef þeir ráðast á litla saklausa Ísland

Í þriðja lagi er Ísland óhentugt til hryðjuverkastarfsemi, þar sem ekki væri hægt að drepa nógu marga í einu(1 maður er mikið fyrir Íslendinga, enn óþarfi fyrir hryðjuverkamenn)

Í fjórða lagi ættu Íslendingar ekki að vera hræddir við svona aumingja (sjá http://www.copperfield.blog.is/blog/copperfield/entry/989617/)

Í fimmta lagi kölluðu Bandaríkjamenn Íslendinga aldrei hryðjuverkamenn, það voru Alistair Darling og Gordon Brown.  Þeir eru Breskir. 

Í sjötta lagi er þessum mönnum haldið án dóms og laga vegna þess að það er möguleg hætta af þeim, mikil hætta, eitthvað sem Íslenskt réttarkerfi ætti vel að geta hugleitt, enda er verstu ofbeldismönnum, barnanýðingur og menn sem keyra á krakka(fyrir 1-2 árum að mig minnir) ekki einu sinni hægt að setja í farbann nógu lengi, og geta menn því auðveldlega flúið úr landi, eða brotið af sér aftur meðan rannsókn stendur því gæsluvarðhald á Íslandi má ekki vera nógu lengi.  Sú regla er góð í sjálfu sér enn þegar veruleg hætta stafar af mönnunum(þessir eru grunaðir Hryðjuverkamenn) þá er kanski í lagi að fara framhjá reglunni gæsluvarðhald í örfáa daga og svo manninum sleppt lausum meðan rannsókn stendur yfir. 

A.m.k. væri ótækt að sleppa hryðjuverkamönnum útaf því einu að rannsókn stæði yfir.  Þeir gætu hvort sem eð sprengt sjálfa sig og þurfa ekki að hafa áhyggjur af að ,,brjóta skilorð''

Arngrímur Stefánsson, 1.2.2010 kl. 16:33

11 Smámynd: Einhver Ágúst

Horfðir þú á The Road to Guantanamó?

Er þér kunnugt að allt þetta stríð er að reynast vera uppspuni og lygar frá byrjun?

Vissir þú að Tony Blair sætir rannsókn vegna sinnar aðkomu að þessu stríði?

Ertu að fatta að Osama Bin Laden er löngu dáinn?

Vissir þú að það deyja mun fleir úr heimilisofbeldi en hryðjuverkum? (Já það þýðir að konan þín eða maður eru líklegri til að drepa þig en vondur hryðjuverkamaður)

Þetta áróðursstríð sem þú nefnir er ekki markaðssetning skoðana heldur blóðug barátta um olíu og land sem við höfum hrifsað til okkar með valdi í bráðum 40 ár, ertu að skilja það?

Einhver Ágúst, 1.2.2010 kl. 19:43

12 identicon

Þetta er besta hugmynd sem ég hef heyrt lengi..............

Ísak Fannar Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband