Fúll á móti

já, ég ætla að bregða af leið og styðja núverandi kerfi, á einföldum forsendum.  Norðvestur kjördæmi skapar mikin gjaldeyri, með fiskvinnslu og ferðaiðnaði. 

Á meðan voru kjördæmi á borð við Reykjavík norður og suður og suðvestur kjördæmi sem kom Íslandi á hausinn. 

Ef að svona þróun heldur áfram er ég ansi hræddur um að þingmönnum hætti til að gleyma norð-vestur kjördæmi, sem myndi skila sér í meiri aðflutning í bæin og fækka þannig gjaldeyrisskapandi störfum og auka við gagnminni störf, eins og í þjónustugeiranum. 

Auðvitað viljum við halda í fiskiþorpin okkar. 

Ég vill einnig lýsa andúð minni á artý-fart reykvíkingum, sem (að minsta kosti sem ég hef kynnst) hafa aldrei blotnað í lappirnar af almennilegri vinnu, og er harðasta atvinna sem margir þeirra hafa haft unglingavinnan.  Slíku fólki hættir til að misskilja mikilvægi landbúnaðar og fiskiðnaðar, og þungaiðnað, og verður eins og ég vill kalla grænt.  Vinstri-Grænt. 

Ég geri mér fullvel grein fyrir því að allir sem ekki eru úr Norð-Vestur kjördæmi munu vera ósammála mér, enn ég er ekki hérna til að passa ykkar réttindi, ég vill auðvitað standa vörð um mín fyrst. 
Þegar um var talað að byggja olíuhreinsistöð í Norð-vesturkjördæmi var hætt við þegar móðursjúkir grænir reykvíkingar bönnuðu okkur landsbyggðarmönnum það.  Þrátt fyrir að allir hafi gert sér grein fyrir því að olíuhreinsistöðin yrði reist, við hefðum bara getað grætt okkar skerf. 

Ég tel að fólk sem starfi í gjaldeyrisskapandi störfum ætti jú að hafa sitt að segja í Íslenski pólitík, ekki gjaldeyriseyðandi bankamönnum. 
mbl.is Misvægi minnkað næst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Norðvestur kjördæmi skapar mikin gjaldeyri, með fiskvinnslu og ferðaiðnaði."

Með þessum rökum þínum ætti suðvesturhornið að fá mun fleiri þingmenn en NV þar sem mun meiri gjaldeyrir er skapaður þar en á NV. Þar eru t.d. Actavis, Marel, Össur, CCP til starfa, álver, þó nokkur útgerð, mun meiri ferðamannaiðnaður en á NV o.fl.

Mér finnst líka sérstakt að þú segist vilja halda vörð um fiskiþorpin á Vestfjörðum en vilt samt fá olíuhreinsistöð þar sem mögulega gæti gert út um alla útgerð og þar með þessi þorp á þessu landsvæði með einu umhverfisslysi.

"Ég tel að fólk sem starfi í gjaldeyrisskapandi störfum ætti jú að hafa sitt að segja í Íslenski pólitík, ekki gjaldeyriseyðandi bankamönnum."

Það voru 145.735 manns á kjörskrá á suðvesturhorninu, hversu margir af þeim heldur þú eiginlega að vinni í bönkum!? (fyrir utan það að stærstur hluti bankafólks vinnur í afgreiðslu, sem þjónustufulltrúar eða bakvinnslu og hefur aldrei haft nein áhrif á stefnu eða fjárfestingar bankanna).

Auk þess eru sparisjóðir NV ekki vel staddir heldur!

Þess fyrir utan eru margir eða flestir af stærstu útflytjendum, og þar með sjaldeyrissköpurum, landsins staðsettir á suðvesturhorninu.

Kv. Reykvíkingur sem hefur unnið m.a. við landbúnað, að þrífa skítinn upp eftir aðra og almenn sveitt verkamannastörf.

Karma (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 12:18

2 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Eitt umhverfisslys, þótt slæm áhrif hefði, hefði líklegast ekki eyðilaggt allt á vesturlandi, enda hefði skip sem þarna hefði strandað mjög líklega verið bundið við þann fjörð sem það strandaði í. 

Að auki voru líkurnar á slíku slysi afskaplega litlar, ef horft er til meðalolíuslysa á ári og fjölda olíuflutningaskipa.  Að vera á móti olíuhreinsistöð á þessum forsendum er eins og að vera á móti bílum útaf bílsslysum(þó að hlutfallslega séu fleirri slys á hvern bíl heldur enn olíuflutningaskip) 

Ég er nú ekki að sjá frammá að meirihluti þessara fyrirtækja sem þú nefndir séu að haldast í business lengi, enda var það bara í gær eða fyrradag sem Marel fór að segja upp fólki. 

Suðvesturhornið eru jú 3 kjördæmi, ekki 1, og er kerfið fínt eins og það er, Reykjavík er 2 kjördæmi, og suðvesturbæjirnir 1.  Norðvesturkjördæmið er á sama tíma bara eitt kjördæmi, og þar af leiðandi mun ómerkilegra í augum þingmanna nú þegar enn suð-vesturhornið. 

Það að taka af okkur þingmenn er ekki að hjálpa mikið til, og eru allra heimskulegustu áætlanirnar að sameina landið í eitt kjördæmi.  Þá munu bæði persónuprófkjör og listaraðarnir, ef þær verða, kæfa alla landsbyggðar frambjóðendur. 

Að auki er jú þegar talað er um gjaldeyriskskapandi störf verið að tala um gjaldeyrisskapandi störf á haus, alveg eins og þið einblínið á vægi atkvæðanna á haus.  Það yrði frekar fúllt að við borgum okkar skatt og meirihlutinn yrði laggður í verkefni og umbætur á suðvestur-horninu.

Arngrímur Stefánsson, 28.4.2009 kl. 12:41

3 Smámynd: Jóhannes Birgir Jensson

ég er ekki hérna til að passa ykkar réttindi, ég vill auðvitað standa vörð um mín fyrst
Held að þú hafir meint "standa vörð um mín forréttindi".

Jóhannes Birgir Jensson, 28.4.2009 kl. 16:13

4 identicon

Ég sagði aldrei að eitt olíuslys myndi eyðieggja allt vesturland. Síðan er bara asnalegt að reyna að koma með þessa bílalíkingu þína. Bílslys eru algeng og eitt stakt slys er ekki ýkja þjóðhagslega kostnaðarsamt (í pjúra krónum talið). Betri líking er að það ætti að banna bíla í ákveðnu bæjarfélagi ef að eitt bílslys gæti vel eyðilagt undirstöðuatvinnuveg þessa bæjarfélags.

Þú talar um gjaldeyristekjur vegna sjávarútvegs en vilt á sama tíma koma með annan iðnað sem gæti rústað sjávarútveg sjávarþorpanna, ég skil það ekki!

"Að auki er jú þegar talað er um gjaldeyriskskapandi störf verið að tala um gjaldeyrisskapandi störf á haus, alveg eins og þið einblínið á vægi atkvæðanna á haus."

Þannig að þú ert hættur að halda því fram að það sé magn gjaldeyris heldur hlutfallslegur fjöldi gjaldeyrisskapandi starfa sem á að ráða því hvað hvert kjördæmi er með marga þingmenn? Þú mátt þó eiga það að þú kemur með frumleg rök.

En þá hljóta stofnanir og aðstaða sem skapar ekki gjaldeyri að mega rukka þá sérstaklega sem koma frá kjördæmum utan frá fyrir þjónustuna til að vega upp á móti þessu. T.d. gæti Landspítalinn farið að rukka alla sem koma frá NV um 1000% álag. Nú og Háskóli Íslands líka.

Með þessum rökum er það beinlínis hagur þingmanna NV að berjast gegn því að þjónustustörf og ríkisstofnanir séu fluttar í kjördæmið!

En hvað ef ég haft 1 mann í vinnu sem skaffar 1 milljón evrur í gjaldeyri, á þá vinnan hans að vega tífalt minna en 10 menn sem skaffa 100.000 evrur?

"Það yrði frekar fúllt að við borgum okkar skatt og meirihlutinn yrði laggður í verkefni og umbætur á suðvestur-horninu."

Til hamingju núna ertu að sjá sjónarmið margra. Suðvesturhornið borgar mestan skatt á haus en samt eru verkefni og úrbætur úr ríkissjóði hlufallslega lang minnstar þar.

Hvað þessi fyrirtæki varðar þá standa þau öll nokkuð vel miðað við þetta ástand sem við búum við. En varstu ekki að tala annars um gjaldeyrisskapandi störf eins og þau eru núna? Varstu kannski að halda því fram að miða ætti við gjaldeyrisskapandi störf eins og þau verða mögulega í framtíðinni?

Karma (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband