Gömul hefð með nýju sniði

Nú þar sem ekki er ýtt eftir neinum að fara í slíka herþjónustu hef ég ekkert á móti þessu.  Þetta er einfaldlega gömul hefð sem auðveldlega má sjá í Íslendingasögunum, en þar áttu Íslendingar mjög auðvelt með að komast í her norska konunga fyrr á tímum, eða í annarskonar þjónustu.  Það þótti einfaldlega flott í Noregi að vera með Íslendinga í vinnu, líkt og Egill Skallagrímsson gerði á sínum tíma. 

Það hefur fáum Íslendingum orðið meint af slíkri þjónustu og er þetta í raun bara eðlilegt ástand þar sem margir sækja í herþjónustu vegna ævintýrarþrár(þótt þeir uppskeri ekki alltaf það sem þeir sái) og á Íslandi er ekki í neinn her til að komast í.  Auk þess eru ef til vill einhverjir sem styðja aðgerðirnar í Afganistan og langar til að taka þátt í því starfi, þá er þetta ágæt leið. 

Það voru nú líka einhverjir Norðmenn, Svíar og Danir sem gengu í Finnska herin í vetrarstríðinu 1939-1940 og enginn sá ástæðu til að agnúast út í slíkt. 
mbl.is Íslendingar í herþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ættir kanski að lesa Egilssögu aftur, sem snýst að mestu um deilur og ófrið Egils við konunga og höfðingja í Noregi, sem venjulega enduðu með bardögum og drápum. Þegar hann fór fyrst til Noregs á unga aldri tókst honum þó að vera til friðs í öfáa mánuði, þ.e. þangað til að hann fór á fyllerí og drap mann, og rétt komst undan konungsmönnum og þurfti svo að flýja land.

Varðandi Íslendinga í norska hernum þá er það þeim auðvitað velkomið að gera hvað sem þeir vilja, en það er allt annað mál ef norski herinn er með útsendara á Íslandi til að fá menn til herþjónustu, og það ætti að stoppa þá þróun hið snarasta.

palli (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband